Akranes - 01.01.1959, Blaðsíða 36

Akranes - 01.01.1959, Blaðsíða 36
JÓN GlSLASON, fræðimaður: Þættir úr borgfirzkri byggðasögu. IV. Menntun og frami. Jón Einarsson yngri ólst upp austur á Síðu að einhverju leyti á vegum Halldóru abbadísar föðursystur sinnar. Ef til vill hefur hann fengið undirstöðumenntun i klaustrinu í Kirkjubæ eða jafnvel Þykkva- bæ í Veri. En inn það eru engar heimildir. Hann virðist komirm í þjónustu ögmund- ar biskups Pálssonar í Skálholti fyrir 1540. Séra Jón Halldórsson hinn fróði í Hitar- dal segir, að hann. hafi verið sveinn hans. Það virðist svo, að bræður Gissurar bisk- ups, Jón yngri og Þorlákur og jafnvel Halldór lika, hafi allir komizt í þjónustu í Skálholti, áður en Gissur varð biskup. Gissur biskup Einarsson er fyrir marga hluti hinn merkasti maður, en ekki sízt fyrir það, hve reglusamur og nákvæmur hann var í starfi og mikill iðjumaður. Það er sagt um hann, að hann hafi aldrei verið iðjulaus. Hin greinagóða bréfabók hans er einhver bezta heimildin um siða- skiptaöldina hér á landi. Hann greinir þar og frá ýmsu er snertir hann persónulega og daglegt líf hans og annarra. Bókin er því meira en venjuleg embættisbók. Húji er að nokkru heimild inn líf Gissruar sjálfs og greinir oft frá ýmsu er snertir daglega hætti samtíðar hans. Það kemur greinilega fram í bréfabók Gissurar, að hann hafði mest dálæti á Jóni yngra af bræðrum sínum, enda mun hann hafa ver- ið um margt líkastur Gissuri biskupi, gæt inn, hneigður til fræða og framúrskar andi iðinn. í bréfabók Gissurar biskups er fjöldi greina, sem eru ritaðar til minnis. Hann var frábærlega góður skrifari og viljugur að skrifa svo einstætt er í íslenzkri sögu. Hann virðist hafa verið boðinn og búinn að rita hvaðeina, svo að hægt væri að grípa til þess síðar, ef á þyrfti að halda. Eini Skálholtsbiskupinn um alla sögu, sem kemst til samanburðar um þetta við Gissur biskup, er Brynjólfur Sveinsson. En á hans tíð var öldin önnur og aðstaða öll til slíkra hluta. Á þessu sviði er því Giss- ur biskup fremri öðrum biskupum þessa lands. En undirstaða þess, að Gissur bisk- up var þannig, má hiklaust og ótvírætt rekja til uppeldis hans og menntunar, sem var langtum fremri menntun annarra ís- lenzkra embættismanna um margar aldir. Um það ræði ég síðar. I minnisgreinum Gissurar biskups, sem hann ritaði á heimleið til Islands 1540, minnist hann á Jón yngra bróður sinn á þessa leið: „Item feck skipherrann mier raudan hatt anda jone frænda minum“. Sýnir þessi setning, að Gissur biskup hef- 36 AKRANES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.