Akranes - 01.01.1959, Qupperneq 37

Akranes - 01.01.1959, Qupperneq 37
ur fremur annarra minnzt Jóns yngra bróður síns. Honum hefur verið kært að færa honum eitthvað nýstárlegt erlendis frá, þegar hann kom heim i Skálholt. Meðan Gissm biskup var í utanförinni 1540 var festarkona hans, Guðrún Gott- skálksdóttir systir Odds lögmanns, í Skól- holti. En veturinn meðan Gissur var í siglingunni komst Eysteinn Þórðarson kirkjuprestur í Skálholti yfir Guðninu Varð hún þunguð af hans völdum. Þegar Gissm- kom í Skálholt úr utanförimú vor ið 1540 þorði enginn að segja honum, hvar komið var, nema Jón yngri bróðir hans. Hann sagði biskupi, hvemig ástatt var með festarkonu hans og að hún væri farin úr Skálholti í Bræðratungu. Daginn eftir bannaði biskup Eysteini að messa, en þá var venja að messað var á hverjum degi í Skálholtsdómkirkju, jafnt rúmhelga sem helga. Guðn'm gerði Eysteini presti boð að fara sem fyrst úr Skálholti, en hami vildi það ekki. Um mið- degismáltíð, þegar hann var setztur til borðs, komu þar bræðm- biskups, Jón yngri vopnaður tapar og Þorlákur korða- hnif. Þegar Eysteinn prestur sá för þeirra hljóp hann undir háborðið og vafði káp- una að höndum sér og bar af sér höggin. Korðahnifur Þorláks beit þó svo, að hann tók í gegnum allt og varð Eysteimi mjög sár. Stökk hann þá upp yfir borðið og fram á gólfið og beið þeirra. Hann dró upp stóra sleddu, sem hann hafði haft innan- klæða, og bar undir liögg þeirra bra?ðra. Þegar Eysteirm sá, að hami gat ekki var- izt lengur, hljóp hann undir Þorlák og keyrði hann undir sig, þvi hann var manna hraustastur, og hafði þó Þorlákur gilt tveggja manna afl. Setti Eysteiim þá sledduna fyrir brjóst Þorláki og hljóp svo ofan á af öllu afli, en sleddan bognaði í keng, þvi Þorlákur var í pansara. Á með- an hjó Jón yngrí til Eysteins prests með taparanmn í útlimina, þar til hann mæddi blóðrás. Bar þá að Áma bryta ólafsson, bróður séra Einars, afa séra Jóns Egils- sonar i Hrepphólum, annálaritara, og skildi þá. Eysteinn var síðar græddm. En það er af Guðrúnu að segja, að hún ól um sumarið þríbura í Breeðratungu, hlutu þeir skim, en önduðust skömmu síð- ar. Vildi Gissur biskup taka hana í sátt, en vinir hans réðu honum frá því, sér- staklega Oddur bróðir hennar. 1 þessari frásögn er algjörlega stuðzt við frásögn Jón* Halldórssonar hins fróða í Hítardal, nema að föðurnafn Eysteins prests er leið- rétt eftir samtíðar heimildum. Það er ekki öruggt, að Jón yngri hafi orðið kirkj uprestur í Skálholti strax eftir Jænnan atbmð. En hann er örugglega orð- inn kirkjuprestur þar 1542. Gegndi hann þvi embætti eftir öllum likum meðan Giss- ur var Skálholtsbiskup og lengur. Á þess- um tínia kemur hann talsvert við dóma og gjöminga. Hann fékk Mosfell í Gríms- nesi í tíð Marteins biskups, eftir þvi sem prestasögur herma. En ég tel likur til, að hami hafi fengið Mosfell í tið Gissurar biskukps og haft það sem lénsbrauð, til þess að drýgja kirkjupreststekjur sínar í Skálhloti. En að svo stöddu get ég ekki rökstutt þessa skoðun sem skyldi. Hami afhenti Mosfell í Grimsnesi 1552 og hef- ur þá verið hættur prestsskap þar. Eins og ég gat áður er bréfabók Giss- urar biskups einhver merkasta heimild um siðaskiptaöldina hér á landi. En við eigum það að þakka séra Jóni yngra, að bókin hefur varðveitzt. Hann tók hana með sér úr Skálholti að biskupi látnum. Hiin varðveittist meðal afkomenda hans í Reykholti. Brynjólfur biskup Sveinsson fékk hana að láni þar og lét séra Halldór Jónsson frá Reykholti, þegar hann var kirkjuprestui- í Skálholti, afrita bókina. Er það afrit til, og eru af því mikil not. Ámi AKRANES 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.