Akranes - 01.01.1959, Side 39

Akranes - 01.01.1959, Side 39
kaþólsku biskupanna næstu áratugina á undan. Það er ekki hægt að gera sér fulla grein fyrir því, í hvaða farveg fommennta- stefnan hafi runnið hjá Gissuri biskupi og Oddi lögmanni fyrstu árin. En þó er hægt að sjá, að þýðingar þeirra á bókum úr erlendum málum voru miklu betri en síðar varð. Er það ekki greinilega af því, að þeir voru snortnir af bóklegri fom- menningu íslenzkri? Ég tel undirstöðuna að finna þar. Og þegar á það er litið, að Gissur biskup var alinn upp í klaustri. Er þetta ofureðlilegt, þvi í íslenzkum klaustrum vom fombókmenntir lesnar og virtar. En hitt er vist, að áhrif fommennta- stefnunnar hafa fallið í frjóan jarðveg, þar sem voru ungir menn, sem þráðu menntun og upplýsingu og dvöldu í Skál- holti í tíð Gissurar biskups. Sennilegt er, að Jón Guðmundsson hinn lærði eigi við þessa stefnu með orðunum: „illfriisins ill- ingar“. Þessi orð Jóns lærða sýna vel, að menntaðir menn hér á landi á 17. og 18. öld skildu ekki, né gei-ðu sér grein fyrir hinni evrópsku menntun og viðsýni Giss- urar biskups Einarssonar, sem hann flutti til Islands fyrir miðja 16. öld. Þessi mennt- un og stefna var eins og ferskur blær, sem varaði um stund í íslenzku menntalífi, en varð ekki meiri, vegna þess, að for- ustumaðurinn féll frá, þegar mest reið á. Það var óhamingja Islands mest. Það er ekkert vafamál, að Jón Einars- son yngri hefur komizt í snertingu við fommenntastefnuna, meðan hann var í þjónustu Gissurar biskups bróður síns i Skálholti. Hann var nánasti trúnaðarmað- ur hans. Hann þorði einn að segja hon- um ill tiðindi, sem aðrir gengu frá. Hann hefur því verið nákkomnari Gissuri bisk- upi heldur en nokkur annar, hvað snerti hugrenningar hans um þau mál, sem hann hafði mestan áhuga á. Jón yngri var mjög bókhneigður. Jón Halldórsson hinn fxúði í Hítardal segir um hann í prestasögum sin- um: „Hans sífelld iðja var að lesa og skrifa". Einnig segir sama heimild um Jón, að meðan hann var i þjónustu ögmimdar biskups Pálssonar í Skálholti á síðustu ár- um hans og biskup var orðinn sjóndapur eða nær alveg blindux-, að ögmundur bisk- up hafi gefið honum þann vitnisburð, að enginxx af hans sveixium hafi betur stund- að og þolað að vaka og sifeldlega að lesa fyrú sér en hann. Þessar heimildii- bera þess öruggan vott, að séra .íón yngri hafi verið fyrir menntir bóklegar. Ég tel alveg öruggt, að áhugi harxs hafi glæðzt við það að kynnast áhugamálum bróður síns, Giss- urar biskups um fonimexmtastefnuna. En það er alveg víst, að séra Jón yngri hefui' eirmiitt orðið fyrir áhrifum frá henni. Áhugi hans og afkomenda hans fyrir þjóðlegum fræðxmx má örugglega í'ekja til þessai'ar stefnu, þó hún hafi orðið hjá þeim íslenzk og þjóðleg, borið lítinn svip af sams konar stefnum og áhrifum suður í Evrópu. Ég mun síðar að nokkru minnast á þetta eftir þvi, sem heimildir leyfa. Hvem- ig fornmenaitastefnan eða í'éttara sagt á- hrif hennar, sem bárust hingað til lands með Gissuri biskupi urðu undii'staða að miklum menntum og fi'æðum alíslenzkum í borgfirzkum byggðum með afkomendmn séra Jóns Einarssonar yngi-a. KAUPIÐ, LESIÐ OG GEYMIÐ AKRANES AKRANES 39

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.