Akranes - 01.01.1959, Blaðsíða 40

Akranes - 01.01.1959, Blaðsíða 40
Ólafur Gunnarsson: Síðastliðið sumar ferðaðist ég allmikið um Danmörku ásamt vinafóLki minu, hjónunum Jóni og Gunnu. Jón og Gimna eru fólk á bezta aldri, bæði innan við fimmtugt. I>au höfðu marg oft komið til Kaupmannahafnar, en aldrei ferðast um Danmörku utan höfuðborgarinnar svo heitið gæti. Þar eð Jón og Gunna eru ráðdeildar- samt fólk fannst mér sjálfsagt að kaupa handa þeim farmiða, sem gildir í átla dnga á ríkisjámbrautunum. Þessir farmiðar kosta 85 krónur á almenningsfarrými en 125 krónur á fyrsta farrými. Mega hand- hafar miðanna ferðast um landið þvert og endilangt eins og þeir vilja í átta daga. Fara úr lestinni á hvaða stöð sem er, dvelja þar lengur eða skemur eftir vild og halda síðan áfram. Þetta fyrirkomulag er sérstaklega hentugt fyrir þá, sem ætla að sjá sem mest af landinu á sem styztum tíma. Við fórum frá Kaupmannahöfn á sólrík- imi sunnudegi í ágúst og brunuðum í þægilegri hraðlest gegnum sjálenzka akra. Viðkomustaðir voru fáir og eftir rúmlega klukkustundar ferð vorum við komin út á Stórabelti, en yfir það er 75 mínútna sigling. Ferjurnar, sem sigla milli Kross- eyrar á Sjálandi og Nýjuborgar á Fjóni eru glæsileg skip með fyrsta flokks veit- ingasölum, sem Danir kunna vel að meta. Samt neytir allur fjöldinn ekki aðalrétt- anna, sem framreiddir eru um borð, held- ur hefur með sér nesti og fær sér kaffi með því. Má með sanni segja, að Danir séu okkur lslendingum mun fremri í sparneytni og nægjusemi, enda þykir fólki heiður að því að spara sem mest þar í landi, en hér er eyðslan höfð í hávegum. Jóni vini mínum fannst það sérstaklega athj'glisvert, hversu mikið fólkið talaði um að spara, en hann átti hinu að venj- ast að talað væri um hvar væri hægt að eyða og Livemig. Danir telja Jótland aðallandið og Jót- ana kjama þjóðarinnar, skal ég þvi ekki að sinni segja frá dvöl okkar í Odense, höfuðstað Fjóns, en sú borg er aðlaðandi mjög og mikiil ferðamannabær, veLdur þvi einkum H. C. Andersensafnið, en æv- intýraskáldið var eins pg kunnugt er bor- inn og bamfæddur í Odense. Segir nú ekki af för okkar fyrr en við liöfum yfirgefið Vejie á austurströnd Jót- iands og stefnum norður. Förinni er heit- ið til Svinkiöv við Jammerbugten, en þar hafði mér verið tjáð, að gott væri að koma. Húsiáðandi í Svinkiöv er Brix Kronborg og hríngdi ég til hans frá VejLe og bað hann að sjá um, að við yrðum sótt til Fjerritslev á ákveðnum tíma um kvöldið. Ekki gerðist neitt sögulegt á ieið frá Vejle til Álaborgar enda fáir farþegar á fyrsta farrými, en þar vildu Jón og Gunna helzt vera. Þegar til Álaborgar kom urðum við að fara yfir í Fjerrieslevlestina, en þar voru þægindi öll minni en í hraðlestinni. I>arna er um einkabraut að ræða, sem mikið er notuð til vöruflutninga en far- þegar eru flestir úr sveitaþorpum héraðs- ins. Vafalaust hefur allt fas svo og klæða- burður Jóns og Gunnu gefið tii kynna, að þau voru ekki bændaiijón, enda vöktu þau 40 AKRANES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.