Akranes - 01.01.1959, Page 40

Akranes - 01.01.1959, Page 40
Ólafur Gunnarsson: Síðastliðið sumar ferðaðist ég allmikið um Danmörku ásamt vinafóLki minu, hjónunum Jóni og Gunnu. Jón og Gimna eru fólk á bezta aldri, bæði innan við fimmtugt. I>au höfðu marg oft komið til Kaupmannahafnar, en aldrei ferðast um Danmörku utan höfuðborgarinnar svo heitið gæti. Þar eð Jón og Gunna eru ráðdeildar- samt fólk fannst mér sjálfsagt að kaupa handa þeim farmiða, sem gildir í átla dnga á ríkisjámbrautunum. Þessir farmiðar kosta 85 krónur á almenningsfarrými en 125 krónur á fyrsta farrými. Mega hand- hafar miðanna ferðast um landið þvert og endilangt eins og þeir vilja í átta daga. Fara úr lestinni á hvaða stöð sem er, dvelja þar lengur eða skemur eftir vild og halda síðan áfram. Þetta fyrirkomulag er sérstaklega hentugt fyrir þá, sem ætla að sjá sem mest af landinu á sem styztum tíma. Við fórum frá Kaupmannahöfn á sólrík- imi sunnudegi í ágúst og brunuðum í þægilegri hraðlest gegnum sjálenzka akra. Viðkomustaðir voru fáir og eftir rúmlega klukkustundar ferð vorum við komin út á Stórabelti, en yfir það er 75 mínútna sigling. Ferjurnar, sem sigla milli Kross- eyrar á Sjálandi og Nýjuborgar á Fjóni eru glæsileg skip með fyrsta flokks veit- ingasölum, sem Danir kunna vel að meta. Samt neytir allur fjöldinn ekki aðalrétt- anna, sem framreiddir eru um borð, held- ur hefur með sér nesti og fær sér kaffi með því. Má með sanni segja, að Danir séu okkur lslendingum mun fremri í sparneytni og nægjusemi, enda þykir fólki heiður að því að spara sem mest þar í landi, en hér er eyðslan höfð í hávegum. Jóni vini mínum fannst það sérstaklega athj'glisvert, hversu mikið fólkið talaði um að spara, en hann átti hinu að venj- ast að talað væri um hvar væri hægt að eyða og Livemig. Danir telja Jótland aðallandið og Jót- ana kjama þjóðarinnar, skal ég þvi ekki að sinni segja frá dvöl okkar í Odense, höfuðstað Fjóns, en sú borg er aðlaðandi mjög og mikiil ferðamannabær, veLdur þvi einkum H. C. Andersensafnið, en æv- intýraskáldið var eins pg kunnugt er bor- inn og bamfæddur í Odense. Segir nú ekki af för okkar fyrr en við liöfum yfirgefið Vejie á austurströnd Jót- iands og stefnum norður. Förinni er heit- ið til Svinkiöv við Jammerbugten, en þar hafði mér verið tjáð, að gott væri að koma. Húsiáðandi í Svinkiöv er Brix Kronborg og hríngdi ég til hans frá VejLe og bað hann að sjá um, að við yrðum sótt til Fjerritslev á ákveðnum tíma um kvöldið. Ekki gerðist neitt sögulegt á ieið frá Vejle til Álaborgar enda fáir farþegar á fyrsta farrými, en þar vildu Jón og Gunna helzt vera. Þegar til Álaborgar kom urðum við að fara yfir í Fjerrieslevlestina, en þar voru þægindi öll minni en í hraðlestinni. I>arna er um einkabraut að ræða, sem mikið er notuð til vöruflutninga en far- þegar eru flestir úr sveitaþorpum héraðs- ins. Vafalaust hefur allt fas svo og klæða- burður Jóns og Gunnu gefið tii kynna, að þau voru ekki bændaiijón, enda vöktu þau 40 AKRANES

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.