Akranes - 01.01.1959, Side 42

Akranes - 01.01.1959, Side 42
Næsta morgun tókum við húsráðanda tali, en um hann hafði ég heyrt margar sögur alla leið suður á Suður-Sjálandi. Þessi hávaxni og þrekni maður stendur á sjötugu en starfsorkan virðist vera óbiluð. Þegar hann var 20 ára gamall fór haim til Vesturheims og vann fyista sprettinn fyrir 25 dollurum á mánuði og var þá vinnutími auk daganna öll kvöld og sunnu- daga. Kronborg kynntist mæto vel erfið- leikum innflytjendanna, sem sérstakar skrifstofur áttu að aðstoða en aðrir lifðu af að féfletta. Ekki lét þessi irngi maður sér allt fyrir brjósti brenna, t. d. lá hann einu sinni úti í 60 stiga frosti, og á jólanótt hafði hann ekki annað að leggja sér til munns en frosnar kartöflur. Um innflytj- endalíf þetta hefur Brix Kronborg skrifað allmikla bók, sem við höfðum með okkur í lestinni þegar við fórum og lásum með mikilli ánægju. Þróunarsaga mikiila dugnaðarmanna er alltaf girnileg til fróðleiks, og ánægjulegt að sjá, þegar árangurinn er eins og hjá Carl Brix Kronborg, sem nú á gistihúsið sitt skuldlaust og veitir gestum sínum allt hið bezta, sem framreitt er í dönsku eld- húsi, fyrir rúmar 20 krónur á dag og er þá herbergi innifalið í verðinu. Þegar ég lét í ljósi imdrun mína yfir því, hversu ódýr hin ágæta þjónusta væri, sagði Kron- borg, að hann væri ekkert að hugsa um að græða en vildi feginn hafa gott og skemmtilegt fólk í kringum sig, enda kæmi sama fólkið ár eftir ár. Úti við Vesturhafið voru áður fyrr mikl- ir eyðisandar og sandfokið þaðan var að eyðileggja ræktað land lengra inni í landi, svipað þvi sem gerðist í Bangárvallasýslu á Islandi. Þessa öfugþróun stöðvuðu Danir algeilega, sögðu sandinum strið á hendur og unnu sigur. Baráttan við sandinn hófst af fullum krafli eftir 1864, þegar Danir biðu ósigur í viðureigninni við Prússa og misstu hertogadæmin, Holstein og Slesvík. Þá varð einkunnarorð dönsku þjóðarinnar. „Ósigra erlendis skulu innri sigrar bæta okkur upp“. Á næstu árum vann Heiða- félagið sitt mikla og óeigingjama starf. þá voni reist mjólkurbú og sláturhús á samvinnugrundvelli og danskir bændur urðu fyrirmyn d stéttarbræðra sinna í mörgum löndum. Um þá hefur verið sagt, að þeir viti allt um búskap en ekkert ann- að, hins vegar viti íslenzkir bændur ekk- ert um búskap en allt annað. Þannig hafa menn notað ýkjumar til þess að gera nokkum þekkingamiun þessara stétta aug- ljósan. Frá Svinklöv liggui' leið okkar til Árósa, höfuðborgar Jótlands og næststærstu borg- ar Danmerkur. Íbúatala hennar og íbúa- tala lslands hefur um mörg ár verið svip- uð og er eins og stendur nærri 170 000. Ekki höfðum við pantað herbergi á gisti- fiúsi áður en við fómm til Árósa en mér hafði verið sagt, að þau væm auðfengin. Á brautarstöðinni hittum við nokkra gisti húsastarfsmenn, vom flestir þein'a þang- að komnir til þess að sa‘kja ákveðna gesti. en einn, sem var málhaltur með afbrigð- ujn, taldi sig geta útvegað okkuj- eitt hjónaherbergi og eitt eins manns herbergi á Nýjaheimatrúboðsgistihúsinu. Auk smá- pinkla höfðum við meðferðis tvær all- þungar ferðatöskur. Sá málhalti tók sina töskuna í hvom hendi og skálmaði af stað með slíkum hraða, að Jón, sem er vanur að ferðast í fínum bil í Reykjavik, átti fullt í fangi með að fylgja honum eftir þó laus væri. Þegar á heimatrúboðsgistihúsið kom var okkur sagt að innrita okkui- á þar til gerð eyðublöð. Ég var rétt að ljúka við það þegar í Ijós kom, að heimatrúboðsgisti- húsið hafði ekki nema eitt herbergi laust og var okkur öllum ætlað að sofa í því. Jón hafði síðastliðin 20 ár eða meira verið einn um að sofa hjá Gunnu sinni og AKRANES 42

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.