Akranes - 01.01.1959, Síða 43
þóttu þetta að vonum undarlegar ráðs-
stafanir hjá heimatrúboðsmöninum, gerð-
ist hann svo djarfur að malda í móixm,
en fulltrúi heimatrúboðsins kvað slika
svefnherbergissiði algenga að sumarlagi
og skildi ekkert. í óánægju okkar með her-
bergjaútvegunina. Eftir nokkrar vífilengj-
ur lét hann samt til leiðast að hringja fyrir
okkur og útvega herbergi á öðru gistihúsi,
en gætti þess vandlega að fá greidda 15
aui'a fyrir símtalið. Sá málhalti var ekk-
ert að tvinóna við sína fyrirgreiðslu, tók
ferðatöskumar okkar hvora í sina hendi og
skundaði til næsta gistihúss.
Þótt aðkoman í Árósum væri með nokk-
uð öði-um hætti en gerist og gengur í
meniningarborgum, sem teljast vera ferða-
mannabæir, varð dvölin þar hin ánægju-
legasta og áttum við það ekki sízt hin-
um ágætu hjónum Helgu og Oscar
Andreassen að þakka. Frú Helga er dótt-
ir sr. Brynjólfs Jónssonar á Ólafsvöllum,
sem kvmnur var fyrir óvenjulegt minni,
en maður hennar, Oscar Andreassen hefur
vun langt skeið verið í fararbroddi meðal
verkfræðinga á Jótlandi. Árum saman
hafa þessi ágætu hjón haldið uppi mikilli
og glæsilegri risnu fyrir Islendinga, sem
til Árósa hafa komið og má með sanni
segja, að þau hafi verið hin raunverulegu
íslenzku ræðismannshjón borgarinnar þótt
annar maður hafi gengt því embætti að
nafninu til.
Ekki er komið að tómum kofunum hjá
þeim hjómun ef einhver vill fra'ðast um
Árósaborg. Þetta var lengi vel smábær
og fyrir 110 árunv voru ibúamir ekki
nema 15000. Um 1880 kemur iðnbylt-
ingin til borgarinnar og þá fjölgar fólk-
inu til mikilla mvvna en 50% bæjarbúa
lifa af iðnaði. Um 1940 má segja að
menningarbyltingin komi. Þá er Árósahá-
skóli reistur og verður hrátt merkileg
menningarmiðstöð. Þar hafa meðal ann-
arra tveir lslendingar verið kennarar, þeir
Skvili heitinn Guðjónsson og Láms Einars-
son, sem einna frægastur mun vera nvi-
lifandi islenzkra visindamanna.
Um margra ára skeið var Unmack Lar-
sen, fyrrum dómsmálaráðherra, borgar-
stjóri Árósa, mun harm hafa átt drjúgan
þátt i því að gera Árósa að fyrirmynd
annarra borga á mörgum sviðum. Undir
forustu hans var t. d. gert meira átak í
húsbyggingamálum í Árósum en víðast
annars staðar á Norðurlöndum. Borgar-
stjórinn stefndi að þvi, að sem flestir eign-
uðust hús sín sjálfir og J)ótt riki og bær
þyrftu að lána þeim fátækustu mest allt
andrirði húsanna, taldi hann það borga
sig, því á þann hátt yrði tryggð betri með-
ferð á þeim en ella. Þá kom hann á þvi
kerfi, að eftir þri sem hjón aútu fleiri
börn eftir þri krkkaði húsaleigan.
Á horgarstjóratíma Unmack Larsens
hófust skipulagðar útiskemmtanir í görð-
vvm borgarinnar á sumarkvöldum og sóttu
þær 4—gooo manns á hverju kvöldi, en
25—30000 við hátíðleg tækifæri. Þessar
skemmtanir þóttu mjög til fyrirmyndar og
hafa aðrar borgir tekið þær upp t. d.
margar sænskar.
I félagsmálum standa Árósabviar nú
mjög framarlega, t. d. hefur lengi verið
þar einhver fullkomnasta starfsfræðsla
Norðurlanda. Þá hefur verið starfrækt
sérstök skrifstofa til þess að leiðbeina ungu
fólki sem er i þann veginn að ganga í
hjónaband og hafa margir notið góðs af
þvi.
Meðal þekktustu bygginga borgarinnar
eru dómkirkjan, háskólinn, ráðhúsið og
„gamli bærinn“. Ráðhúsið er tiltölulega ný
bygging gert úr grænlenzkum marmara.
Þar eru skrifstofur bjartar og vistlegar, en
út í frá er ef til vill mest um hús þetta
talað sökum þess, að í þvi er dýrasta rvvða
A K R A N E S
43