Akranes - 01.01.1959, Blaðsíða 54
þeim forsendum heimtar hún, að Anna
fari á brott og bíði enn týnda sonarins.
1 þessum átökum berast böndin æ fastar
að Joe Keller. Brynjólfur Jóhannesson
sýnir okkur, hvernig sálarangist manns fer
stigvaxandi, hvernig andlitsdrættirnir eru
búnir að birta okkur sektina og örvænt-
inguna áður en orðin hafa staðfest dóm-
inn yfir sekum manni.
Hann hlýtur dóm, sem er jiyngri en
hægt hefði verið að kveða upp í réttar-
sölunum. Sönur hans krefur hann til
reikningsskila og sýnir enga miskunn þeg-
ar á hólminn er k'omið. Ungi maðurinn
hefur verið að berjast fyrir hugsjónum á
vígvöllunum og séð félaga sína falla í
kringum sig. Faðirinn hefur verið örugg-
ur heima að græða peninga. Þarna er ung
kynslóð, sem var a. m. k. hugsjónakyn-
slóð að gera auðshyggjukynslóðina ábyrga
fyi ir gerðum sínum.
Brynjólfur sýnir okkur svo langt hin í
heima dýpstu örvæntingar, þegar hann
deilir við son sinn og barmar sér við
Kate, að öllu lengra verður ekki komizf.
Hann sér ævistarf sitt hrynja til grunna.
Sjálfsvirðingin, sem er hverjum manni
lífsnauðsyn, ef hann á ekki að verða rek-
ald á öldusjó lifsins, er að bresta. Sam-
vizkubitið sviptir hann allri ró, og þegar
það tengist óttanum við, hvað koma muni,
verður örvinglunin næsta stigið. Boðskap-
urinn um, að hann hafi i raun og veru
átt sök á dauða sonar síns, rekur smiðs-
höggið á verkið og endar ömurlegt ajvi-
kvöld brotins manns. Joe Keller hefur
beðið mikinn ósigur. Brynjólfur Jóhann-
esson hefur unnið mikinn sigur.
Helga Valtýsdóttir hefur hvað eftir ann-
að sýnt, að hún er afbragðs góð skapgerð-
arleikkona, en aldrei hefur leikur hennar
verið eins heilsleyptur og að þessu sinni.
Kate er að eðlisfari hvorki betri eða verri
en konur gerast, helzt vill hún láta þeim
líða vel, sem næstir henni eru, en ekki
virðist það valda henmi beinum sálarkvöl-
um þótt saklaus maður hafi verið dæmdur
i stað manns hennar. Hlutverk hennar er
frá höfundarins hendi gert mjög erfitt,
þar eð hún verður allan leikinn út í gegn
að túlka þá sannfæringu, sem hún hefur
ekki sjálf. Þennan mikla vanda leysir
Helga Valtýsdóttir svo vel af hendi, að á
betra mun naumast verða kosið. Kate er
of blendin til þess að leikhiissgestinn falli
hún vel í geð, en þeir virða leikkonuna,
sem túlkar hina eigingjörnu en jafnframt
fórnfúsu Kate, þeim mun meira.
Jón Sigurbjörnsson hefur einnig unnið
sinn langmesta leiksigur í þessu leikriti,
og má nú segja, að hann hafi skipað sér
í röð beztu leikara landsins. Ögleymanleg-
ust verða átökin við föðurinn í lok annars
þáttar, þegar skaphitinn birtir boðskap
langsærðra tilfinninga með þeim krafti,
að undan svíður. Hvað minnst kveður að
leik Jóns, þegar hann trúlofast önnu,
en raunar er Helga Bachmann undir sömu
sökina seld, bæði virðast hafa gleymt, að
jietta er helgistund í lífi þeirra og allt
})að bezta í tilfinningalifinu á að birtast
i ásthýrum svip heilbrigðrar æsku en á-
skapaðar hvatir karls og konu að koma í
veg fyrir að fólkið kyssist eins hreyfinga-
lítið og þegar tveir staurar eru bundnir
saman og hengdir á sama klakkinn.
Hlutverk Onnu veitir ekki tilefni til
eins mikilla tilþrifa eins og þau, sem þeg-
ar hafa verið nefnd, en samt verður það
að teljast fjórða aðalhlutverkið. Helga
Bachmann leikur önnu af hófsemi, og því
betur sem á leikinn líðui'. Hún hefur skap-
að stúlku með allt að því óeðlilegt vald
yfir tilfinningum sínum. Slíkar stúlkur
eru aðlaðandi á leiksviði og myndu líka
vera það í daglegu lífi, ef þær væri þar
að finna. Sennilega hefði átt betur við að
Helga hefði gefið tilfinningunum lausari
54
AKRANES