Akranes - 01.01.1959, Page 55
taumirm, ekki sízt í viðræðunuin við Kate.
Guðmundur Pálsson fer prýðilega með
hlutverk Georges. I.átbragð hans allt og
hreyfingar sýna glögglega, að þarna er
vitur maður á ferðinni, sem vill gera rétt
og ekki þola órétt, eai forðast samt öll stór-
vandræði. Guðmundur hefur vaxið af
þessari leikmeðferð og má vafalaust spá
honum sivaxandi gengis á sviðinu.
önnur hlutverk eru lítil en vel með
þau öll farið.
Heildarmynd leiksins er meðal þess
bezta, sem hér hefur sézt á sviði, og má
vafalaust þakka Gísla Halldórssyni það
að miklu leyti. Gísli er sýnilega bráðdug-
legur og vandvirkur í öllu sem hann gerir
og er gott til þess að vita, að svo mikill
starfsmaður skuli einnig búa yfir list-
rænum hæfileikum.
Ég óska Leikfélagi Reykjavíkur innilega
til samingju með þessa glæsilegu sýningu
og vona, að sem allra flestir njóti hennar.
★ Þegar nóttin kemur
Leikrit í þremur þnttum eftir Emlyn Willi-
ams. — ÞýSandi: Óskar Ingimarsson. —- Le.ik-
stjóri: Helgi Skúlason.
Leikfélag Reykjavíkur sýndi í vetur
sakamálaleikritið „Þegar nóttin kemur“.
Leikrit þetta týndist fljótlega í nótt af-
skiptaleysisins og' lái ég leikhússgestum
ekki að svo fór.
Efni leiksins er gamalt en raunar alltaf
nýtt. Fólk, sem hefur gaman af að láta
draga sig á tálar. Gömul kona, frú Bram-
son (Auróra Halldórsdóttir), sem lætur
aka sér i hjólastól og nýtur þess i krafti
auðæfa sinna að láta aðra stjana við sig.
Sá galli er þó á gjöf Njarðar, að augljóst
er þegar frá upphafi, að konan er ekki
lömuð. Auróra fer eftir atvikum vel með
hlutverkið, einkum brosir hún skemmti-
lega aulabrosi framan i morðingjann. Dan
(Gísli Halldórsson).
Gísli er góður leikari, en að þessu sinni
hrást honum bogalistin, enda átti hann
ekki heima i þessu hlutverki. Framsögn
hans var óeðlileg, ýmist talaði hann svo
lágt, að varla heyrðist, eða svo hátt, að
orðin drukknuðu í hávaðanum. Vonandi
gætir Gisli þess að láta ekki slikt henda
sig aftur.
Helga Bachmann var alltof stíf i hlut-
verki frænku frú Bramson, en yfirleitt
má segja, að frúin sé ekki nógu lifandi á
sviðinu, gleymir því, að fólkið, sem hún
á að túlka, eru holdi og blóði gæddar ver-
ur, en ekki trédrumbar. Takist Helgu
Bachmaim ekki að laga þetta, verður
leikferill hennar óglæsilegri en ég vildi
óska henni.
Guðmundur Pálsson var eðlilegur í
hlutverki Hubert Laurie og sama máli
gegnir uin Nínu Sveinsdóttur, Guðninu
Ásmundsdóttur og Jcn Sigurbjörnsson, en
hlutverk þeiira eru öll svo lítil, að þau
veita ekki tilefni til mikilla átaka.
• Þegar nóttin kemur er eina víxlsporið,
sem Leikfélag Reykjavíkur hefur stigið
á þessu leikári, sem að öðru leyti er fé-
laginu til mikils sóma.
★ Á yztu nöf
Gamanleikur i þremur þáttum eftir Thornton
Wilder. — ÞýSandi: Thor Vilhjálmsson. —
Leikstjóri: Gunnar Eyjólfsson. — Leiktjöld:
Gunnar Bjarnason.
Ég sé í leikskránni, að leikritið „Á yztu
nöf“ er talinn gamanleikur. Þá vita leik-
húsgestir það. Ég var einmitt að velta
því fyrir mér á leið úr leikhúsinu, hvar
ætti að flokka leikinn, og hafði í huganum
ákveðið, að hér væri hvorki um gamanleik
né haimleik að raJða, heldur leifturmyndir
úr sögu mannkynsins, þar sem aðalatriðið
væri að sýna, að líf mannsins er stöðug
barátta og hann er enn, eins og fyrir
mörg þúsund árum, á valdi sömu hvata
AKRANES
55