Akranes - 01.01.1959, Síða 58
en einnig í ]>essu leikriti sýnir hun kven-
legan hlýleika, sem lyftir leik hennar
langt yfir alla flatneskju sísuðandi kvenna,
sem naumast þekkja upphaf né endi á
sínu eigin suði.
Ég minnist þess ekki í svipinn að hafa
séð Bryndísi Pétursdóttur sýna neitt, sem
kalla mætti leik, fyrr en i þessu leikriti.
Hún er lengst af áhyrgðarleysið og aula-
skapurinn lifandi kominn, unz hún í síð-
asta þa'tti er orðin móðir og veldur því
hlutverki Síemilega. Vonandi lætur frúin
ekki staðar numið, þótt hún hafi unnið
þennan sviðsigur.
Baldvin Halldórsson fer ágætlega með
Hennr, son Antróbushjónanna, enda er
skapgerðarleikur alltaf hans sterka hlið.
Þeir, sem hafa dálæti á spákonum, ættu
ekki að láta leik Ingu Þórðardóttur i hlut-
verki spákerlingarinnar fram hjá sér fara.
Virtist hún mér bera eins mikið af kerl-
ingum þeim, sem plokka peninga af fólki
á útisamkomum víða erlendis og Herdis
Þorvaldsdóttir af pallmeyjum vorgolunnar
á síðkvöldum í Tívoli.
Of langt er upp að telja allan þann
fjölda leikenda, sem leika í „Á yztu nöf“,
en yfirleitt fara þeir vel með hlutverk sin.
Vafalaust hefur Gunnar Eyjólfsson unnið
mikið verk og gott með leikstjóm sinni.
Hraðinn er mikill og eðlilegur, allt er
hámákvæmt og ber vitni um að hugsað
hafi verið áður en farið var að fram-
kvæma. En allir vita, hversu erfitt er að
hugsa en auðvelt að framkvæma.
* Undraglerin
Ævinlýraleikur handa börnum í 5 þátturn eft
ir Óskar Kjartansson. — Leikstjóri: Klemenz
Jónsson. — Dansar: Eirik Bisted. — Söngvar:
Egill Bjarnason.
í fyrsta sinn sýnir Þjóðleikhúsið í vetur
íslenzkan ævintýraleik. Eins og vera ber i
ævintýraleikum vinnur fátækur maður af-
reksverkin og fær kóngsdótturina og ein
þrjú ríki að launum. Þessi lukkunnar pan-
filus heitir Henrik, leikirm af Helga Skiila-
syni, en kóngsdótturina leikur Sigríður
Þorvaldsdóttir.
Afrek Henriks eru raunar öll undra-
glerjunum að þakka, en þau gaf honum
gamall maður, sem Haraldur Bjömsson
leikur með mestu prýði. Mennirnir, sem
fáta*ki söngvarinn á í höggi við, em kjána-
legi kóngurinn af Arkadíu (Valdimar
Helgason) og vondi kóngurinn af Illiyríu
(Ævar Kvaran). Aðal-sprellikarlinn i
leiknum er hænsnahirðir kóngsins af
Arkadíu (Bessi Bjamason).
Bessi Bjamason virðist hafa sérstakt
yndi af því að skemmta bömum, enda
hlýtur hann mikið og innilegt lófaklapp
að launum. Hreyfingar hans eru léttar,
söngurinn greinilegur og mátulega hrað-
ur og með hæfilega miklum gázka til þess
að böm kunni að meta hann. — Helgi
Skúlason er aðlaðandi söngvari þótt ekki
vinni hann hug og hjarta barnanna á
sama hátt og Bassi. — Valdimar Helga-
son vekur alltaf kátinu bama með skringi-
legum tilburðum og ágætu gervi. — Ævar
Kvaran bætir upp með söng það, sem á
kann að skorta leik við bama hæfi. Hins
vegar gat ég ekki séð, að Sigríður Þor-
valdsdóttir réði á neinn hátt við hlutverk
kóngsdótturinnar. Hún virtist hvorki
kimna að túlka hræðslu, reiði, fyrirlitn-
ingu, gleði, þakklátssemi né ást. Vonandi
á henni eftir að fara eitthvað fram, þvi
að stúlkan er ekki ógeðþekk að sjá á sviði
að öðru leyti en því, að hún kann ekkert
að leika.
Ekki geta Undraglerin talizt merkilegt
verk, en ekki svo lélegt, að ástæða sé til
að amast við flutningi þess. Leiktjöld em
bragðlítil og gerir það sýninguna ó-
skemmtilegri en hún þyrfti að vera. Leik-
stjórn virðist hafa verið fremur góð.
58
AKRANES