Akranes - 01.01.1959, Page 67
TIL FRÓÐLEIKS OG SKEMMTUNAR
(Framhald aj 2. kápusibu)
mega þó gjarna geymast. I'ví er
rétt að þau fái að fljóta hér með:
Fór eg til lians Fissir — Á?
— fékk }>að sem eg vildi þá,
það var pískrað, )>ér skal tjá,
þokkalega betur.
l>að á að vera gult og grátt,
geysiþunnt og fjandi smátt,
þvi að stelpan hugsar hátt
holdið til að snuðra.
Til eru einnig tvær vísur vel
kveðnar sem Magnús orti undir
nafni Guðmundar bróður Finns
og konu lians. Þecr sýna vel
hve leikandi lipur hagmælska
Magnúsar var.
Guðntundur mælti:
,,Um mig búðu auðarlín
undir súð úr gömlum borðum.
Að mér hlúðu elskan mín —
að mér snúðu nú sem forðum".
Konan svarar:
„Þótt dónar allir dæmi mig —
dauður fallir þar sem stendur,
eg get valla elskað þig —
elztur kalla, Forni-Gvendur“.
Ung dóttir Odds i Hvamnn kom
skömmu eftir sumarxnál til ná-
grannakonu, sem spurði, hvoil
mamma hennar liefði getað gert
þeim nokkurn dagamun á sumar-
daginn fyrsta. — „Jú. Henni
mömmu hellti saman skyri og
mjólk, og við fengum hlaup“,
sagði stúlkan.
Magnús felldi málvilluna i
stöku:
Hér að lifa lítt er gaman,
lifs á gaeðum verður töf.
„Henni mömmu hcllti saman“,
hljóp svo allt i sumargjöf“
Hallur hét maður Ólafsson
bónda i Haga og á Efri-Hömrum,
Hallssonar á Efri-Hömrum, Jóns-
sonar í Árbæjarhjáleigu, Halls-
sonar bónda á Læk i Holtum.
Magnússonar. — Hallur fór til
Ameriku og á þar afkomendur,
en ekki hér á landi svo ég viti.
Sonur lians er Clafur Hallsson,
merkur Vestur-lslendingur, sem
var hér á ferð fyrir fáum árum
og talaði )>á i útvarpið.
Hallur Ólafsson var glæsi-
menni, gleðimaður og kveuna-
gull, sem mikið bar á í Landrétt-
um og víðar i glöðum hópi. U111
hann var söngvisa ort fyrir munn
einhverrar ungrar stúlku. Ekki
veit ég með vissu hvort Magnús
á Ketilsstöðum var höfundurinn.
Þó sýnist visan sverja sig í ætt
við hann. Hún var lengi sungin
um Land og Holt í réttum og við
annan góðan gleðskap. Enda i
upphafi orðin til í Landréttum.
Eg lærði hana kornungur og kann
hana enn. Visan er svo liljóð
andi:
Ertu fallinn, elsku Hallur?
— Angrað ber eg geð. —
Blessaður elsku bliði Hallur,
ber þig að staulast með!
Nú leiði eg þig
um lifsins dimma stig.
lálsku bezti hjartans Halhir!
Hugsa ]>ú 11111 mig.
Þetta mundi )>ó ekki vera dans-
lagatexti með i<). aldar sniði? —
Eða vill einhver kannski semja
nýtt danslag við vísuna?
Bjami á Læk, faðir Magnúsar
silfursmiðs á Ketilsstöðum, var
siniður góður og greindarmaður,
en líklega nokkuð gjarn á liæðni
og glettur. Hann varð máttlaus
í fótum, svo að hann gat ekki
gengið. Þá smiðaði liann sér
hjólastól. 1 honum lét hann aka
sér kringuin bæinn og út i slægj-
una um sláttinn. Þar sat hann og
hrýndi fyrir böm sin og annað
sláttufólk, og brást þá ekki bil
i ljáum þeirra.
Mælt er að Bjarni va>ri einkar
orðhagur. Honum var eignuð
„Tábeitispredikun“ svonefnd. —
Háðritlingur með predikunarsniði,
um nágrannafólk lians. Þar var
i þetta svokallaða „stólvers" ineð
sálmalagi:
„Baron þann mikla heiðrum liátt,
sem hefur i örnium leonsmátt:
Svo heystrá vort mætti haldast
kyrrt,
lians fyrir valdi sé það byrgt.
Eins gætum sneitt hjá liöguiu
hans,
er hleypur reiðin í brjóstið manns
svo af honum hljótum engan
vans“.
Þykja inundi merkisgripur á
liyggðasafni hjólastóllinn hans
Bjama á Læk, ef til væri. En
ekki er þvi happi nú að heilsa.
Visan þessi mun vara lengst af
hagleiksverkum hans.
Sigfús hét maður Sigurðsson
bónda í Bjálinholti, Björnssonar
i Hjallanesi, Guðmundssonar i
Hjallanesi Gislasonar. En móðir
Sigfúss hét Rannveig systir
Magnúsar silfursiniðs á Ketils-
stöðum. Þeir voru fjórir Bjálm-
holtsbræður og allir eitthvað hug-
orðir. Sigfús var þeirra oiðhvat-
astur, illsækinn stunduni og
háðskur mjög. Bræður hans voru:
Bjarni, sem fór til Anieriku og
gaf út ljóðabók. Helgi, sem lengi
var útvegsbóndi i Grindavik, og
Siguiður bóndi i Bjáhnholti. fað-
ir Kristinar Ólafíu, sem þar er
húsfreyja nú, og systkina hennar,
Sigurjóns bónda í Raftholti og
Þórhildar konu Jóns frá Halls-
múla, bónda á Árbæ i Holtum.
(Framhald í nœsta hefti.)
67
AKHANES