Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2004, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2004, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 29. MAÍ2004 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson Ritstjórar: lllugi Jökulsson MikaelTorfason Fréttastjórar ReynirTraustason Kristinn Hrafnsson Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 - Fréttaskob 550 5090 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- an auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setning og umbrot Frétt ehf. Prentvinnsla: Isafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Hvað veist þú um II 1 Hvað heitir fyrirliðí karlaliðs KR í fötbolta? 2 Hvenær var KR stofnað? 3 Hvað heitir þjálfari kvennaliðs KR í fótbolta? 4 Hvað hefur karlalið KR í fótbolta oft orðið íslandsmeistari? ð Hvenær varð KR fyrst íslandsmeistari í fótbolta? Svör neðst á síðunni Meiri mengun f leiðara bandaríska blaðsins The Boston Globe er fjallað um mengun. Tæplega 30 ár eru liðin frá því að IheSosumiBlobt Bandaríkjaþing samþykkti lög sem miðuðu að því að draga úr mengun og skapa hreinna loft en árangurinn er enginn. í austurhluta Banda- ríkjanna er enn fjöldi orkuvera sem eru knúin áfram af kolum og veldur það mikilli loftmengun. Nú er staðan þannig að á fjölförnum ferða- mannastöðum að út- sýni er orðið sama og ekkert. Nýjustu rann- súknir sýna að þrátt fyrir ítrekaðar laga- setningar sem hafa haft það að markmiði að minnka eiturefni í andrúmsloftinu hefur enginn árangur náðst. í raun er staðan mun verri en fyrir 10 árum síðan og segir leiðara- höfundur að nú sér komin tími á alvöru lausnir í þessum mál- um. Kiljan Málið Millinafniö sem Halldór Laxness notaöi lengst afer gelískt, Cillian, og Guörún Kvaran segir I Nöfnum Is- lendinga að það að sé upp- haflega viðurnefni myndað með smækkunarendingu af gelíska orðinu „ceallach" sem þýðir„barátta" eða þá leitt afgellska orð- inu„ceaH", sem þýðir kiaustureða kirkja. Ýmsir írskir dýrlingar hafa borið þetta nafn og þaö þekkist t enskuíýmsum útgáfum, svo sem Killian, Cillian og Kilian. Svör við spumingum: 1. Kristján Finnbogason - 2. 1899 - 3. Halldóra Björk Sigurðardóttir - 4.24 - S. 1912 ■o O Ljótt orðbragð alldúr Ásgrímsson hafði aldrei, svo hann mundi, heyrt jafn „ljútt“ orð- bragð og þegar leiðtogar stjúrnar- andstöðuflokkanna gagnrýndu hann og Davíð harkalega í eldhúsdagsumræðum fyr- ir þann stuðning sem íslenska ríkisstjúrnin - að vísu í blúra við vilja íslensku þjúðarinnar - veitti Bandaríkjamönnum og Bretum við innrás þeirra í frak. Þeir össur og Steingrímur J. og gott ef ekki Guðjún Arnar lfka höfðu allir hund- skammast út í Halldúr og Davíð fyrir þenn- an stuðning og sagt að með stuðningnum bæru þeir í raun abyrgð á öllum þeim voða- verkum innrásarherj anna. Þar á meðal meðferðinni á föngunum í fangelsinu í Bagdad. Sem vakti svo mikla hneykslan Halldúrs að hann kvartaði eins og krakki undan „ljútu" orðbragði. Og hrúpaði úr ræðustúl á Alþingi að auðvitað vissi Össur Skarphéðins- son betur en svo að halda að hann bæri per- súnulega ábyrgð á pyntingunum í Bagdad. Þetta var túmur orðhengilsháttur. Auð- vitað vissi össur og auðvitað vissu ailir sem á hlýddu að enginn hefúr sakað Halldúr Ás- grímsson um að hafa verið í dýrlegum fögn- uði í Bagad með Lynndie England og öðrum kátum félögum. Og auðvitað blandast held- ur engum hugur um að Halldúr Ásgrímsson hefði vitanlega fyllst hneykslan og reiði ef hann hefði vitað af þessu. (Reyndar mátú hann vita af þessu. Am- nesty hafði sent íslenskum stjúmvöldum skýrslu þar sem geúð var xun illa meðferð á föngum. En segjum að Halldúr hafi bara ekki veitt því nægjanlega athygli. Það er af- sakanlegt þútt hæpið sé í úlfelli utanrflds- ráðherra.) En bæði Halldúr og Davíð verða samt að i að vissu hnýtt fsland í húp „hinna viljugú'. Og aldrei hreyft athugasemdum eða mútbárum við neinu sem B andaríkj amenn og Bretar hafa tekið sér fyrir hendur í írak. Og það dugir ekki að hlaupa í fýlu og kvartan sáran undan „ljútu" orðbragði. Utanrfldsráðherra verður að skilja að stuðningur íslands við innrás Bandarfkja- manna i frak var siðferðilega mjög vafasam- ur strax í upphafi. En eftir að þrúun mála er orðin Ijús og blekkingamar í aðdraganda stríðsins em orðnar augljúsar, að ekki sé minnst á úöldina sem nú er skollin á í land- inu og mátú vera fyrirsjáanleg, þá er stuðn- ingurinn augljúslega rangur. Og ég tek ekld sterkar til orða, bara til að Halldúr Ásgríms- son verði ekki sár yfir „ljútiun" orðum. að ljótu orðbragði og vondu bragði í munni þjúðarinnar mun ekíd linna fyrr en upplýst hefur verið hvemig þessi stuðningur kom til - og láúð hefúr verið af honum. Þangað til berum við öll okkar hluta ábyrgðarinnar. En þeir Halldúr og Davíð þú sýnu mestan okkar fslendinga. Ulugljökulsson At Davíð blöð? 03 o > Q Fyrst og fremst FORSÆTISRÁÐHERRAVOR er f stóm og miklu einkaviðtali við Viðskiptablaðið og fer mikinn í spjaili við Ólaf Teit Guðnason. Við hnutum um ýmislegt en getum ekki elt ólar við það allt saman. f bili viljum við vekja athygli á sumu því sem Davíð segir um fjöl- miðla og fjölmiðlun. Þau ummæli em til marks um tvennt: Hvemig Davíð virðist skynja aila andstöðu við sig og sjónarmið sín annars vegar, og svo hins vegar hversu fátæklegan skilning hann hefur á eðli fjölmiðlunar yfir- leitt. MJÖG UNDARLEG og eiginlega hálf skuggaleg þykir okkur t.d. lýsing Dav- íðs á viðbrögðum fjölmiðla, fyrst og fremst þeirra sem em að hluta í eigu Baugs. ,,[N]úna hafa allir þessir Ijölmiðlar Baugs, blöðin, útvarpsstöðvarnar og sjónvarpsstöðin; allir hafa lagst á eitt og gengið þannig fram, að maður hef- trr haft mikla samúð með starfsfólkinu að hafa þurft að taka þátt íþeim leik. Það á alla manns samúð. Eg held að það hafi aldrei verið lagst jafii lágt í ís- lenskri fjölmiðlun og reyndar hef ég hvergi séð, í fijálsu þjóðfélagi, slíka fjölmiðlun." ÞARNA ER LIFANDI K0MIÐ stílbragð sem Davíð notar mjög. í fýrsta lagi á Baugur og skyld fýrirtæki ekki nema um það bil 37% í Norðurljósum svo verulega er ofmælt að tala sífellt rnn „íjölmiðla Baugs“ En í öðm lagi: Dav- íð magnar upp þá gagnrýni sem hann verður fyrir, lætur eins og hann hafi sætt ofsafengnum ofsóknum og eigi mjög undir högg að sækja gagnvart grimmilegum óvinum. En hverjar em þessar miklu ofsóknir „fjölmiðla Baugs“? Óháð rannsókn hefur þegar leitt í ljós að enginn munur var á fréttaflutningi Sjónvarpsins og Stöðv- ar 2 af fjölmiðlafrumvarpinu. Davíð væri þess vegna sæmst að biðja Stöð 2 afsökunar á sífelldum rógi sínum í garð starfsmanna þar. A útvarps- stöðvum Norðurljósa hefur ýmislegt verið látið flakka, teljum við víst, en fyrir utan eitt (vissulega) verulega að- finnsluvert tilvik á FM 95,7 efumst við stóriega um að nokkuð hafi verið látið falla sem verðskuldi lýsingu forsætis- ráðherra. VÍKUR ÞÁ SÖGUNNI að Fréttablaðinu og DV. Ekki hefur farið milli mála að leiðarahöfundar Fréttablaðsins vom mjög andsnúnir Davíðslögum og þótt Og þótt við efumst Iftt um að samúðarkveðjur for- sætisráðherra til okkar starfsmanna hér séu mæltar af fyllstu einlægni, þá get- um við fullvissað hann um að sú samúð er á villi götum og okkur er ekkl vorkunn. í öllum öðmm texta Fréttablaðsins hafi gætt þeirrar kurteisi sem ein- kennir fréttaskrif á þeim bænum, þá fór svo sem heldur ekki mUli mála að í framsetningu frétta hneigðist blaðið til að ota fremur tota þeirra sem lögð- ust gegn frumvarpinu en hinna (fáu) sem studdu það. Við fáum hins vegar ekki séð að „hlutdrægni'1 Fréttablaðs- ins gegn frumvarpinu hafi verið á nokkum hátt meiri eða afdráttarlaus- ari heldur en t.d. „hlutdrægni" Morg- unblaðsins sem smddi frumvarpið og sýndi það ótvírætt í fféttamati, fram- setningu ftétta o.s.frv. ÞÁ STENDUR EFTIR DV. Þar fór „hlut- drægnin" vissulega ekki framhjá neinum. f leiðurum og ritstjórnar- greinum kom skýrt fram algjör and- staða blaðsins við Davíðslögin og við könnumst líka vel við að sú andstaða hafi verið greinileg í framsetningu fféttanna, vali fyrirsagna o.þ.h. Við emm einfaldlega þeirrar skoðimar að það sé bæði réttur og raunar skylda blaðs eins og okkar að taka sltka af- stöðu. Og af því við lítum stundum í erlend blöð, þá vitum við fullvel að „harkan" í málflumingi okkar kemst raunar ekki í hálfkvisti við efnistök margra erlendra blaða við svipaðar aðstæður. Þetta ætti Davíð lika að vita. Hann er tíður gesmr í London, eins og margfrægt er orðið, og sam- anborið við sum blöð þar er DV enn- þá eins og hálfblindur kettlingur. Davíð er kannski of önnum kafinn á ferðum sínum til London til að líta í blöðin, en við ráðleggjum honum eindregið að kaupa sér nokkur dag- blöð og fletta þeim næst þegar leið hans liggur á Thamesár-bakka, í stað þess að fleipra mn að aldrei hafi í ffjálsu þjóðfélagi sést slfk fjölmiðlun. OG ÞÖTT VIÐ EFUMST LÍTT UM að sam- úðarkveðjm forsætisráðherra til okkar starfsmanna hér séu mæltar af fyllsm einlægni, þá getum við fullvissað hann um að sú samúð er á villigötum og okkur er ekki vorkunn. Þvert á móti þykjumst við nokkuð góð að fá að vinna á blaði sem tekm sjálfstæða af- stöðu til mála og hefur frelsi til að fylgja henni eftir með þeim hætti sem okkm starfsmönnunum þykir rétt- astm og eðlilegastm. EF VIÐ MEGUM LEYFA OKKUR að ein- blína áfram á þau orð Davíðs í viðtal- inu sem snerta okkm sjálf, þá þykir okkm í meira lagi undarleg lýsing for- sætisráðherra á einni grein sem birtist hér í blaðinu - undarleg en þó svo dæmigerð fyrir hvemig Davíð funker- ar í sinni pólitík: „Ég sá meira að segja íDagblaðinu að afþví að fjórk starfs- menn Dagblaðsins sátu - flissandi upp á palli - flissuðu í sama mæli og Samíylkingin þegarhún á í vandræð- um -þá lýstu þeir þvf að ég væri orð- inn ofsalega reiður þama niðri ísaln- um. Hvemig lýsti það sér? Barði ég í borðið? Átég blöð ? Hvað gerði ég eig- inlega?Jú, ég er frekar nærsýnn ogvar aðgáh vaða fírar þetta væm, ogþekkti þá nú ekki nema hvað ég karmaðist við einn. Svo les ég þetta: að ég hafí bara verið trylltur þarna í salnum, ha?“ [Davíð hlær dátt, skrifar Ólafur Teitur.jÆtii þeir trúi þessu ekki sjálfír? Ég veit það ekki. “ HÉR Á FORSÆTISRÁÐHERRA bersýni- lega við lýsingu annars ritstjóra okkar á þingfundinum þegar fjölmiðlafrum- varpið var samþykkt. Þá ráku áheyr- endm á pöllunum upp skellihlátm þegar Halldór Blöndal þingforseti gerði grein fyrir atkvæði sínu og kvaðst styðja frumvarpið af því hann væri svo hlynntm frjálsri fjölmiðlun. Það voru alls ekki „fjórir fírar" af Dag- blaðinu (hvernig veit Davíð að þeir voru fjórir úr því hann þekkti þá ekki?) sem hlógu, heldm áheyrendm al- mennt. En þá sagði í grein ritstjórans: „Davíð bregðm við hláturinn. Hann h'tm upp, öskmeiðm. Þetta er ekki fallegt augnaráð." Þetta var nú allt og sumt. Hvergi talað um að Davíð „hafi bara verið trýlltm þama í salnum". Ritstjóri vor segir okkm að hann sé beinlínis með böggum hildar hafi hann mistúlkað augnaráð Davíðs, sem vissulega var reglulega reiðilegt, en ekki var altént lengra gengið í lýsingum á því hversu „ofsalega reiðm" Davíð hefði verið við þetta tækifæri. En Davíð les eitthvað allt annað og meira út úr frásögninni. Æth hann trúi þessu sjálfur? Við vitum það ekki. Aftursætisbílstjórinn I einkaviðtalinu við Viðskiptablaðið, ræðlr Davfð um það sem gerist eftir að hann hætt- ir sem forsætisráðherra. Þar er greinilegt að hann veltir fyrir sér að stýra ríkisstjórninni úr aftursætinu. „Ég heyri einstaka mann sem hittirmig segja: Þai er ómögulegt ai þú sért að verða einhver undirriðherra. - Þetta vlrkar ekkiþannig á mig. Það erbara ekkiþannig. Ég hefhaft bilstjóra i 22 irsem heitirJón Árnason; stundum situr hann aftur iogég keyri og stundum erég afturi og hann keyrir. Mér finnstþað hvort tveggja jafn þægilegt."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.