Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2004, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2004, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 29. MAÍ2004 Helgarblað DV Atli Helgason sem varð vini sínum að bana hefur nú setið innan fang- elsismúranna í þrjú og hálft ár. Hann er smátt og smátt að aðlagast því lífi sem hann valdi sér, þvert gegn eigin vilja eins og hann orðar það. Manneskjan ræður ekki sínum næturstað. Það sannast í tilviki Atla sem á erfitt við að sætta sig við það sem hann gerði en lifir með því. „Ég neita því ekki að fyrsta eina og hálfa árið eftir þennan voðaat- burð var h'f mitt hreint helvíti," segir Atli en bætir við að honum sé engin vorkunn. Atli Helgason var, fyrir morðið, vel metinn lögfræðingur og þekktur knattspymumaður. Hann var rétt að hefja sinn starfsferil. Hafði spilað með Þrótti, Víkingi og Val og ieikið þrjá landsleiki með íslenska landsliðinu. Fyrsta landsleik sinn lék Adi gegn Kýp- ur í október árið 1991, annan landsleik ári síðar gegn Möltu og þann þriðja gegn Sameinuðu ar- abísku furstadæmunum í Dubai í mars 1992. í þeim leik skoraði AtU sigurmarkið og sitt eina landsUðsmark. En átta árum síð- ar, í september 2000, snérist líf Atla á hvolf og heimili hans er í dag, Litla-Hraun, og verður næstu árin. „Á einu andartaki gerði ég h'f mitt að helvíti og ekki að- eins mitt, heldur einnig margra ann- ara,“ segir hann og hugsar til baka. Var einn að verki Þeir sem þekktu Atla trúðu ekki í byrjun að hann hafi framið þennan glæp. Þeir sögðu fuUum fetum að einhver annar tengdist máhnu og hann hafi tekið það á sig. Atli neitar því og segir að máhð liggi ljóst fyrir. “Það var enginn annar með mér í þessu, ég gerði þetta, en ekki spyrja mig hvernig þessi skelfing bar að. Þetta andartak er í þoku og mér er fyrirmunað að skilja hvað gerðist. Þetta var hryUilegt og það er satt að ég hefði aldrei trúað því að óreyndu að slíkt ætti eftir að henda mig," svarar hann og hristir höfuðið. „Annars er ég ekki að velta mér upp úr þessu, þetta er staðreynd sem ég verð að Ufa með og látum það vera mín vegna. Verra finnst mér að fjöl- skylda mín skyldi þurfa að þola þetta. Konan mín og börn hafa ekk- ert tU saka unnið. Eg afþlána minn dóm fyrir það sem ég gerði en þau þurfa þess einnig," segir Adi og legg- ur áherslu á að það hafi farið verst með hann. Atli segist ekki geta ann- að en horfst í augu við staðreyndirn- ar og halda áfram að draga andann, og bætir við svona séu eiturlyfin. „Þegar menn hafa lengi verið undir áhrifum þá snýst aUt í kollinum á þeim og fá þá griUu að þeir séu of- sóttir. Mín upplifun var að ég væri að verja mig. Ég trúði því á þessu augnabliki að ég væri að verja líf mitt. Eins mifdl vitleysa og það nú var,“ segir hann og brosir. Frídagarnir verstir Dagarnir á Litla Hrauni eru hver öðrum Ukir. AtU er í þeirri vinnu sem býðst og tíminn h'ður. „Verstar eru helgarnar og aðrir hátfðisdagar," segir hann. „Þá stendur maður við gluggann og horfir út í ffelsið.“ Atli segist hafa verið edrú mest aUan tímann. Reyndar hafi hann verið undir áhrifum róandi lyfja fyrstu mánuðina og líkast tU hefði hann ekki lifað af án þeirra. „Þau deyfðu aUar tílfinningar og gerðu mann sljóan," segir hann. AA fundir eru einu sinni í viku á Litla Hrauni en Atli kveðst ekki mæta á þá lengur. „Þeir eru mjög fá- mennir og fremur iUa nýttir. Það er slæmt því það er gott að geta mætt á AA fundi,“ segir Atli en hann byrjaði að nota amfetamín fyrir tæpum ára- tug. Hann notaði það nánast aldrei um helgar en í vinnu og þegar hann spilaði fótbolta tU að byrja með. „Þetta óx smátt og smátt og áður en ég vissi af var við ekkert ráðið. Ég fór í meðferð á Teig í janúar 1997 og var án eiturlyfja þar tU á þessu örlaga- ríka ári.“ Þá hafði AtU ánetjast fíkniefnum á ný og var að eigin sögn djúpt sokk- inn. Hann átti fund með viðskiptafé- laga sínum, Einari Emi Birgissyni, í Öskjuhh'ðinni. Að sögn Atla deUdu þeir um ijármál sem endaði með því að hann lamdi Einar fjórum sinnum í höfuðið með hamri, þótt hann segðist fyrir dónú ekki hafa lamið hann svo oft. Síðan faldi hann lfk félaga síns í hraungjótu á Reykja- nesi. Þegar var hafin umfangsmUdl leit að Einari og tók AtU þátt í henni ásamt öðmm vinum og vanda- mönnum eins og ekkert hefði í skorist. Nokkrum dögum síðar var hann svo handtekinn á heimili sínu og játaði þá við yfirheyrslur að hafa banað Einari. Hann fékk 16 ára fang- elsisdóm í héraðsdómi og ákvað að una þeim dómi í stað þess að áfrýja tU Hæstaréttar. Ekki viljað missa af þessari reynslu Ath segir að þrátt fyrir aUt hefði hann ekki vUjað missa af því að kynnast fangelsinu, með öðrum hætti þó. Það sé óhemjuleg reynsla þó að dýrkeypt sé. „Ég fylgist hér á hverjum einasta degi með mönnum sem em í mikilU eymd. Hér fer ekki fram nein betrun nema ef vera skyldi vinnan og skólinn sem er mjög góður. Dæmi er um að menn briHeri í námi," segir hann og út- skýrir að þannig nái menn einhverj- um markmiðum sem þeir hafi aldrei velt fyrir sér áður. „Eg aðstoða þá suma við námið og hef mjög gaman af að fylgjast með árangri þeirra," segir hann. Atíi fær fjölskylduna reglulega í heimsókn. Kona hans hefur staðið fast við hlið hans í gegn- um aUt. „Ég hugsaði mikið um fólkið mitt og hana og bömin. Ég vUdi um- fram allt að vel gengi hjá henni. Hún valdi að standa með mér áfram og gerir það svo sannarlega." Hann segir lífsmatið hafa breyst en Atli varð gjaldþrota í kjölfar máls- ins. „Hverri krónu er velt mörgum sinnum og maður er jafnvel að velta því fyrir sér hvort kaupa eigi sér tannkrem eða eitthvað viðlíka núna eða síðar. Hér er ekki unnið fyrir háum fjárhæðum enda skiptir það kannski ekki máli, meira um vert er að hafa eitthvað fyrir stafni," segir Atli en núna er hann að smíða glugga í einingahús. Hann bendir á að nægur tími sé að hugsa og velta fyrir sér lífsgátunni. „Það er ýmislegt sem fer í gegnum hugann og ég hef áttað mig á að númer eitt er að ég fyrirgefi sjálfum mér. Hvað öðrum finnst kemur ekki mikið við mig lengur," segir hann en Atli hefur þegar afþlánað þrjú og hálft ár af 16 ára dómi sín- um. Hann segist ekki vita hvenær dvöUnni á Litía Ilrauni ljúki. Fram að þessu hefur reglan verið sú að menn hafa afplánað helming dóms- ins. “Það er hins vegar ekkert í lögun- um sem segir að þannig skuli það vera. Þetta er meira byggt á hefð en bókstafnum. Því verður að reyna á það þegar þar að kemur," segir hann og bendir á að þeir dómsmálaráð- herrar sem verið hafi við völd und- anfarin ár hafi ekki beint verið föng- um hliðhoUir. Atli vekur athygU á að fmmvarp um fullnustu refsinga sem Bjöm Bjarnason lagði fram á þing- inu í vetur hafi verið vísað frá vegna þess að í því vom ákvæði sem ekki stóðust mannréttindi. Enda samið af Þorsteini Jónssyni, fyrmm fang- elsismálastjóra, sem oftar en einu sinni getur ekki leynt því að honum er beinlínis Ula við fanga. Þegar þannig viðhorf myndist meðal þeirra sem mest afskipti hafa af þessum málum þá smiti það út frá sér og sé beinlínis hættulegt. Undirbýr framhaldsnám Atíi segist hafa hugleitt að fara í framhaldsnám og raunar sé það komið svo langt að hann sé að und- irbúa það. „Ég hef hug á að mennta mig á þessu sviði og þegar ég hef lokið minni afplánun langar mig að verða þeim að liði sem hér lenda. Reynsluna ætti ég að hafa fram yfir aðra. Það er víða pottur brotinn í málefnum fanga og veitir ekki af að tekið sé á þeim," segir hann ómyrk- urímáU. Hefðbundinn dagur á Litía- Hrauni hefst með þvi á detíd Atía að hann vaknar snemma á morgnanna. Vörðurinn kemur síðan um átta leytið og opnar klefana. Atíi segir að á sínum gangi séu prýðismenn sem flestír séu með langa dóma á bak- inu. Þeir eru eUefu og hann tekur fram að flestír eigi þeir sér markmið sem hafi mikið að segja. „Það er mikilvægt að umgangast þannig menn með vonir og markmið og það fer ekki hjá því að fangarnir kynnist mjög vel. Dagurinn líður oftast án uppákoma og allt er í föstum skorð- um," segir hann og bætír við að aUir séu þeir vitaskuld edrú. Þeir horfi saman á sjónvarp og spjaUi í frítím- anum. Atíi bendir á að starfsfólkið sé yfir höfuð mjög gott. „En ef einhver í fangavarðahópnum vUdi refsa tekst honum það mjög auðveldlega. Það þarf ekki annað en neita um annað brauð með matnum ef þig langar í meira eða setja 10 skinkusneiðar fyrir eUefu menn. Ég er hins vegar ekki að segja að það gerist hér, að- eins að vekja athygli á að það skiptir miklu máh að velja færa menn tU starfa á svona stað." Hann segir að í raun og veru séu fangaverðir á Litía Hrauni afar færir í starfi og efast um að þeir gerist betri en þar. VandamáUð sé hins vegar stefnan sem þeir verði að vitma eftir. En áfram með daginn. „Eftir að ég er kom- in á ról horfi ég oftast á ísland í bítíð fram að morgunverði en fer síðan að vinna og er að fram að hádegi. Eftir hádegi heldur vinn- an áfram tU að verða þrjú en þá tek- ur við útivera og íþróttir fram til fimm. Síðan erum við læstir inni eU- efu saman fram að næsta morgni og höfum ekki samskiptí við aðra fanga,“ segir hann og útskýrir að í raun og veru séu menn læstir inni í ótrúlega langan tíma miðað við það sem gerist í fangelsum í nágranna- löndunum. „Rétt fyrir tíu birtist síð- an fangavörður og læsir hvern og einn inni í klefa tíl næsta morguns. Við höfum hins vegar sjónvarp og tölvu hjá okkur og það munar feiki- lega miklu. Nei, netið er bannað og öU raunveruleg samskipti við um- heiminn, utan símatímanna og heimsóknanna," segir Atíi. Virðing fyrir fjölskyldum fanga skortir Hann tekur einnig fram að að- búnaður í fangelsinu á Litía-Hrauni sé góður. Fangar hafi ekki kvartað yfir því. „Það sem skortir er virðing fyrir fjölskyldum fanga sem er gert mjög erfitt fyrir með öU samskipti og samveru. Éinu samskiptin eru í gegnum síma og á heimsóknartíma en það viU svo tíl að fangar eiga líka konur og börn sem er í raun einnig refsað með þessum ströngu regl- um,“ segir hann og leggur áherslu á hve mildlvægt það er að vera í tengslum við fjölskylduna. „Hver fangi hefur að meðaltaU Uðlega hálfa klukkustund á dag tU að hringja og oft nærð þú ekki í fólkið þitt á þeim tíma. Þá er ekki um annað að ræða en bíða til morguns. Raunar er hægt að hringja í fangelsið og biðja fyrir skUaboð en þá er maður háður því að komast í símann á þeim tíma sem hentar," segir hann og bendir á að þetta sé.sérlega erfitt ef eiginkonan standi í einhverju sem varði þau bæði í ffamtíðinni og þá sé það ekki síður erfitt fyrir hana að geta ekki nálgast hann. Vinirnir koma í heimsókn Innan múranna verða fangarnir oft mjög tUfinningalega háðir hver öðrum. Það fari ekki hjá því þegar eUefu menn eins og í Atla tUfelU sitja inni saman ár eftír ár, daginn lang- an. Menn verða varir við hvernig öðrum líði og hvað sé að gerast í lífi manna. Atii segh að fyrsta hálfa árið í fangelsinu hafi hann sofið h'tíð sem ekkert á næturnar. „Ég svaf í heim- sóknartímanum en þá fyUtist ég ein- hverju öryggi," segir hann og tekur fiam að hann hafi ekki verið hrædd- ur við umhverfið, heldur einangrun- ina. Hann segfi vini hans hafa kom- ið í heimsókn en hann hafi aðeins leyfi til að fá firnm vini í heimsókn og þær verði að tilkynna fyrirfram. Ef nýr komi inn verði annar að víkja. „Ég á mikinn ijölda vina úr fótbolt- anum og þefi koma hingað sumfi hverjir," segfi hann. „Já, það vUl svo tU að vinir mínir hafa komið og við- haldið vinskapnum." Hann játar að það hafi örugglega verið þeim erfitt eins og svo mörgum öðrum og hann segist skUja það. Hans eina leið sé að lifa með gjörðum sínum. Þær verði ekki aftur teknar. Um Atla er rætt og sitt sýnist hverjum. Sumir eru mjög dóm- harðir og finnst hann ekki eiga neitt gott skilið. Hann veit að þeir sem standa fórnalömbum nærri, sem og margir aðrir, megi ekki heyra á hann minnst og hatrið blossi upp í hvert sinn. „Ég skil það mæta vel. Mörgum kann að þykja það kaldranalega sagt en það kemur ekki sérstaklega við mig. Það getur vel verið að ég hafi myndað brynju gegn öUu sem um mig er sagt og ég heyri vafalaust minnst af því. Mun verra finnst mér að heyra eitthvað Ult eða slæmt um fjölskyldu mína, eigin- konu og börn. Ég er miklu við- kvæmari fyrir því.“ Sætti mig aldrei við það sem gerðist Atii hefur haft nægan tíma tíl að hugsa um hlutina þennan tfina. Hann segist aldrei sætta sig við það sem gerðist en hann sé að taka út sína refsingu. „Ég vorkenni sjálfum mér ekki lengur en reyni að lifa með þessu. Menn hafa tíma tíl að kynnast sjálfum sér og hér hefur maður fátt annað að gera. Ég skrifa talsvert og hver veit hvað verður úr því,“ segir hann og bætír við að líf hans sé innan múranna og þar hafi honum tekist að koma sér upp rútínu. Vikan sé þannig fljótari að h'ða, en fólkið hans sé það sem skipti hann máU. Þegar Aö sögn Atla deildu þeir um fjármál sem endaði með því að hann lamdi Einar fjórum sinnum í höfuðið með hamri, þótt hann segðist fyrir dómi ekki hafa lamið hann svo oft. Síðan faldi hann lík félaga síns í hraungjótu... DV Helgarblað LAUGARDAGUR 29. MAÍ2004 25 Atli Helgason „Ég ersami maðurirm og áður en þetta gerðist en dýr- keyptri reynslu ríkari," segir Atli sem banaði Einari Erni Birgissyni með hamri árið 2000. Hann segist hafa náð að aðiagast lifinu á Litla- Hrauni ótrúlega vel og lifið þar sé eins og hver önnur rútina. wmmmm T C 9 : : Ím&i :;fy hann kom fyrfi dóm í fjár- dráttarmál- inu sem honum var stefnt fyrfi í kjölfar morðmáls- ins hittí hann nokkra gamla félaga úr lög- mannastétt. „Þefi áttu dá- Utið erfitt með það fyrst en þegar ég heUsaði eðUlega urðu þefi það einnig og spjöU- uðu eins og aUt væri í lagi. Ég veit að það þýðfi Utið að ætlast tíl að aðrfi fyrfigefi mér ef ég geri það ekki sjálfur. Ég held að mér hafi tekist það nokk- uð vel, í það minnsta eins og hægt er að ætíast tíl,“ segfi hann og játar að það sé trúlega erfiðara að verða fyrfi áfalU sem maður hef- ur sjálfur átt þátt í. Hafi maður hins vegar lent í einhverju sem maður gat ekki komið í veg fyrfi þá sé svo gott að kenna öðrum um. „Það er bara eðlUegt. Að eiga við sjálfan sig og eigin gerðfi, það er átak. Ég hef orðið þess var að föng- um er gjamt að gera kröfur tU sinna nánustu vegna þess að þefi eigi svo bágt. Það lýs- fi sér í því að þeim firmst sjálfsagt að konan sé heima á þeim tíma sem þefi geta hringt eða hagi lífi sínu í sam- ræmi við þefira þarfir. Ég er svo lánsamur að hafa ekki lent í þessu. Maður getur nefiiUega ekki stjómað öðmm og þegar ég losnaði við þessa hugsun fann ég blessunarlega að aUt fór að ganga betur," segfi Atii og neitar að hann sé hræddur um konu sína. Hann segfi að ef eitthvað slíkt myndi henda þá vonaði hann aðeins að vel gengi hjá henni. „Annað eins hefur nú breyst á einni nóttu," segfi hann og vísar þar í daginn sem umbyltí Ufi hans og þefira sem honum þóttí vænst um. Lífið utan múranna hugsar hann stundum um. I huganum hefur hann skipulagt þann dag sem hann verður frjáls maður á ný. „Það er ekkert leyndar- mál, ég ætía að flytja tíl útíanda og mun ekki hanga í fortíðinni, heldur því sem ég er. Ég er sami maðurinn og áður en þetta gerðist en dýrkeyptri reynslu ríkari." bergjot@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.