Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2004, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 29. MAÍ2004
Fréttir DV
Óttast um
2000 manns
Björgunarsveitir berjast
nú við að koma vistum til
nauðstaddra á flóðasvæð-
um á Haítí og í Dóminík-
anska lýðveldinu. Staðfest
tala látinna er komin yfir
níu hundruð en óttast er
að allt að tvö þúsund hafi
þegar farist. Gífurlegt úr-
helli hefur verið á svæðinu
undanfarna daga og rignir
enn. í bænum Mapou á
Haítí hafa fundist um þrjú
hundruð lík og í Grand
Gosier hafa fundist hund-
rað. Bærinn Mapou er al-
gjörlega hulinn vatni, nú
er stöðuvatn þar sem hann
stóð. Björgunarsveitar-
menn standa í ströngu við
að ná ltkum úr vatns-
flaumnum og aurnum því
mikil hætta er á að farsótt-
ir brjótist út.
Systkin myrt
Þrjú systkin, tvær níu
ára stúlkur og tíu ára
drengur fundust afliöfð-
uð á heimili sfnu í
Baltimore í Bandaríkjun-
um í gær. Hryllingurinn
uppgötvaðist þegar móð-
ir þeirra kom heim úr
vinnu. Að sögn lögreglu
var aðkoman svo skelfi-
leg að reyndustu rann-
sóknarlögrelumenn áttu
fullt í fangi með að ráöa
við aðstæður. Karlmaður,
sem býr skammt frá
heimili barnanna, er í
haldi lögreglu.
Halli á
vöruskiptum
í aprflmánuði nam halli
á vöruskiptum við útlönd
3,3 milljörðum
kr. og var í
samræmi við
væntingar, en
Greining ís-
landsbanka
hafði spáð halla á bilinu 3
til 5 mflljarða kr. Fluttar
voru út vörur fyrir tæpar
16,8 milljarða ícr. og inn
fyrir 20,0 milljarða kr.
Hallgrlmur Helgason, rithöf-
undur og myndlistarmaöur, er
vænn drengur og bóngóöur.
Hallgrímur er hugmynda- og
tilfinningaríkur. Hann erléttur
í lund og skemmtilegur félagi.
Hann er iöinn og agaöur til
vinnu.
Halldór Ásgrímsson afboðar skattalækkanir. „Brýnasta verkefni“ Davíðs
Oddssonar fyrir bí. Geir H. Haarde lagði ekki fram frumvarp til að gera Gunnari I.
Birgissyni til hæfis.
Gunnar Birgisson
seiur á hingi í sumar
Halldór Ásgrímsson Þaðsið-
asta sem heyrist úr herbúðum
Framsóknar er að bíða skuli með
skattalækkanir til 2007.
Fréttir DV af fyrstu stóru svikunum á kosningaloforðum ríkis-
stjórnarinnar ganga eftir því ekkert frumvarp um boðaðar
skattalækkanir var lagt fram á nýloknu þingi. Allir líkur eru á að
skattalækkanir komi heldur ekki til framkvæmda á næsta ári
vegna þenslunnar sem nú er í þjóðfélaginu.
stjórnvöld hafa ekkert svigrúm tfl að
lækka skatta að óbreyttu og sérstak-
lega ef þau ætla sér að fylgja ráðum
Seðlabankans um aðhald í rekstri
svo efnahagslífið fari ekki úr bönd-
unum. Slíkt sagði Davíð Oddsson
forsætisráðherra að yrði gert í ræðu
á síðasta ársfundi bankans.
Samkvæmt tölum Hagstofunnar
var halli á fjármálum hins opinbera
á síðasta ári 11 mifljarðar eða 1,4% af
landsframleiðslu. Bæði rfldssjóður
og sveitarfélögin voru rekin með
halla en munurinn er sá að á meðan
hallinn á fjármálum sveitarfélag-
anna er að minnka eykst halli rflds-
sjóðs hratt á milli ára. Ríkissjóður
var rekinn með afgangi á árunum
1998-2001 þegar efnahagsuppsveifl-
an var í hámarki en síðan myndaðist
halli samfara efriahagssamdrætti
árið 2002 sem fór vaxandi á síðasta
ári þrátt fyrir 4% hagvöxt.
Miklar yfirlýsingar
Davíð Oddsson forsætisráðherra
fór mikinn í yfirlýsingum um
skattamál í síðustu kosn-
ingum og fúllyrtí m.a. að
skattalækkanir yrðu ekki
framkvæmdar nema
flokkur hans ættí aðild
að stjórn. „Það er
brýnasta verkefni
næsta kjörtímabils að
tryggja að haldið
verði þannig á stjóm
efriahagsmála að
hægt verði að standa
við áform um lækkun Jjs
skatta," sagði Davíð í w
samtali við Morgun-
blaðið.
Ráðherrar
byrjuðu
raunar strax
eftir kosn-
ingar að
draga úr
°g
seinka
boðuðum skattalækkunum. Halldór
Ásgrímsson, formaður Framsóknar-
flokksins, reið strax á vaðið um 10
dögum eftir kosningarnar í fyrra er
hann lét hafa eftir sér að hann ættí
ekki von á að það yrðu miklar skatta-
lækkanir á árinu 2004 en „svigrúmið
myndi aukast þegar liði á kjörtíma-
bilið". Nú virðist sem sagt að hægt
sé að teygja á orðum Halldórs Ás-
grímssonar þannig að svigrúmið
verði fýrst til staðar í lok kjörtíma-
bilsins.
Hækkuðu skatta
Raunar byrjuðu stjórnvöld á því
að hækka skatta á bfleigendur strax
með fyrsta ljárlagafrumvarpi sínu en
samkvæmt því er gert ráð fýrir að
gjöld rfldsins á hvem bensínlítra
hækki um tæpar íjórar krónur. Og
þetta var gert þó að Davíð hefði gef-
ið út þá yfirlýsingu á ársfundi Seðla-
bankans í mars í fyrra að nú væri
gott lag tfl að lækka skatta því hag-
vöxtur næstu ára myndi skfla
rfldssjóði miklum tekjum.
Eins og fram hefúr kom-
ið skilaði 4% hagvöxt-
ur á síðasta ári rflds-
sjóði halla upp á 11
milljarða kr. Þar að
auki gaf Davíð út
yfirlýsingu um að
hinir hagstæðu
kjarasamningar í
vetur gæfu tflefni til
skattalækkana. Munu
verkalýðsforkólfar vera
orðnir langeygir eftír
að sjá það ganga
eftir.
Sem kunnugt er hefur Gunnar
Birgisson einn stjórnarþingmanna
sagt að hann myndi ekki yfirgefa
þinghúsið í vor íyrr en frumvarp um
málið kæmi fram. Samkvæmt því
stefnir í að Gunnar sofi á þingi það
sem eftír er sumars.
Fjármálaráðherra hefur neitað að
tjá sig um málið á síðustu dögum
þingsins og ekki virðast aðrir stjóm-
arþingmenn hafa hugmynd um með
hvaða hætti eigi að lækka skatta um
20 mifljarða króna eins og kveðið er
á um í stjórnarsáttmálanum. Það
síðasta sem kvisast hefur út úr þeirra
herbúðum er að Framsóknarflokk-
urinn vilji nú bíða með skattalækk-
anirnar allt ffarn tfl ársins 2007. í
stjórnarsáttmálanum er gert
er ráð fyrir að tekjuskatt-
ur lækki um allt að 4
prósentustígum,
eignarskattur verði
með öllu felldur
niður en hann
nemur um 3
milljörðum
króna á ári. Þá
er einnig að
finna loðna yf- ^
irlýsingu um
lækkun virðis-
aukaskatts auk
þess að gert hefur
verið ráð fyrir að
örðum
DavíðOddsson Hefur
margoft sagt að nú væri
tilefni til skattalækkana
en ekkert gerist.
verði varið m.a. til að hækka bama-
bætur.
Hátekjuskattur lækkar
Eina skattalækkunin sem stendur
fyrir dyrum er 1% lækkun hátekju-
skatts sem boðuð var í síðasta fjár-
lagafrumvarpi. Skattalækkanir
komu tfl umræðu á morgunverðar-
fundi Landsbankans í vikunni og
sagði Már Guðmundsson, aðalhag-
ffæðingur Seðlabankans, þá meðal
annars að til að þær væm raunhæfar
á næstu tveimur til þremur árum
þyrftí að skera niður útgjöld rflds-
sjóðs á mótí og helst að niðurskurð-
urinn næmi hærri upphæð en
skattalækkunin.
Einn þeirra hagfr æðinga
sem DV ræddi við segir
að sá niðurskurður
yrði væntanlega
m.a. að fela í sér að
laun opinberra
starfsmanna
yrðu fryst en
um 70% af út-
gjöldum rflds-
sjóðs eru laun.
Launakosmað-
hins opinbera
I vegna starfsmanna
sinna hefur blásið út á
siðustu árum, bæði
með fjölgun þeirra og
launaskriði einkum í
heflbrigðiskerfinu.
Ef skoðaðar em
tölur um efna-
hagsþróunina
í fýrra, í ár og
á næsta ári
er auðvelt
að sjá að
Starfsmenn Kárahnjúka
Jón Einarsson framsóknarmaður
Yfir 400 verkamenn
hafa fengið dvalarleyfi
Fram kemur í svari Áma Magnús-
sonar félagsmálaráðherra við fyrir-
spum Össurar Skarphéðinssonar um
erlenda starfsmenn á Kárahnjúka-
svæðinu að samtals hafi 405 útlending-
ar fengið dvalarleyfi hérlendis vegna
starfa á svæðinu. Hér er um að ræða
menn af Evrópska efnahagssvæðinu.
Einnig kemur fram að tæp 240 leyfi fyr-
ir verkamenn utan EES hafa verið veitt
frá upphafi framkvæmdanna. í svari
ráðherra um fjölda leyfa er tekið fram
að EES-búar þurfa ekki dvalarleyfi hér á
landi nema þeir dvelji lengur en þrjá
mánuði.
Össur spurði ennfremur hversu
margir þeirra höfðu tilskilin réttíndi er
þeir hófu störf á svæðinu og hversu
margir hafa tekið próf á vegum Vinnu-
eftirlitsins, óskað var sundurgreiningar
Erlendir verkamenn Erlendum verka-
mönnum hefur fjölgað mikið á Kárahnjúka-
svæðinu.
á vinnuvélaprófum og meiraprófum.
Samkvæmt upplýsingum Vinnueftir-
litsins em erlendfr stjómendur vinnu-
véla 98 talsins, þar af 27 Kínverjar og 71
Portúgalir.
Framsókn seldi sig
Jón Einarsson, stjómarmaður í
varastjóm Sambands ungra
framsóknarmanna úr Skagafirði, er
farinn með pistlaskrif sín á blogg-
síðu Félags ungra framsóknar-
manna í Skagafirði. Vefsvæðinu
maddaman.is var lokað sama dag og
vakið var athygli á pistli Jóns á vefn-
um þar sem hann lflcti fjölmiðlalög-
um rfldsstjórnarinnar við nasisma.
Maddaman liggur enn niðri.
í nýjum pistli sínum á vefnum
segir Jón að Framsóknarflokkurinn
hafi selt sannfæringu sína til Davíðs
Oddssonar, sem reyni að ræna völd-
um í landinu eins og dvergvaxinn
þjófur. „Grípum í taumana, bregð-
um fætí fyrir þjófinn svo hann nái
ekki að koma illum fengnum undan.
Það er nú eða ekki! Framtíð landsins
er að veði!" segir Jón. „Nú getur
maður ekki sagt annað en að þing-
menn Framsóknarflokksins séu
Jón Einarsson Ákallar Framsóknarflokkinn.
búnir að seljá'pólitíska sannfærfrigu
Framsóknarflokksins, virðingu fyrir
stjórnarskrá og lögum, og fylgi
Framsóknarflokksins í framtíðinni.
Selja það aflt saman. Og fyrir hvað?
Fyrir forsætísráðherrastól til handa
formanni flokksins. Fyrir vonina um
að hanga á ráðherrastól þegar Um-
hverfisráðuneytíð fer útbyrðis í
haust."