Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2004, Blaðsíða 31
UV Helgarblaö
LAUGARDAGUR 29. MAÍ2004 31
sfna vakt. Og það finnst mér hafa gerst
að undanfomu, það hefiir orðið ákveð-
in vakning og fólk er að vakna til með-
vitundar um að við erum á rangri
braut. Þjóðfélagið sem núverandi vald-
hafar em að skapa er ekki það þjóðfélag
sem fólk vill, stór hluti þeirra eigin kjós-
enda þar með talinn."
Davíð og Halldór
Margrét segist sannfærð um að
þrátt fyrir öll sín ffumvörp undanfarið
hafi viðbrögðin við fjölmiðlafrumvarp-
inu hnippt í Davíð og Halldór, „mér
fannst ég skynja það í eldhúsdagsum-
ræðunum um daginn, sérstaklega hjá
Halldóri Ásgrímssyni. Hann flutti mjög
tilfinningaþrungna ræðu og ég held að
þær tilfinningar hafi ekki einungis
beinst að Össuri Skarphéðinssyni held-
ur hafi orðið til vegna undiröldunnar í
þjóðfélaginu. Ég held að fólki hafi tekist
að vekja þá og nú verða allir að halda
vöku sinni og veita þeim strangt að-
hald. Nú förum við þingmenn á vit okk-
ar fólks um landið, við Samfylkingar-
menn ætlum að vera mikið á ferðinni í
sumar og halda umræðunni áfiam um
mikilvægi þess að sanngimi ráði för í
samfélaginu, ekki valdhroki."
Krabbameinið
Eins og flestir vita berst Margrét
Frímannsdóttir við fleira en ríkis-
stjómina, „þeir em búnir að skera burt
krabbann og brjóstíð," segir hún
snaggaralega, „svo tóku við lyfin og
geislamir, þetta tók um átta mánuði.
Nú er fimm ára lyfjameðferðin tekin
við. Þar er ég nú með öllum þeim
aukaverkunum sem því fylgir og ég er
ofboðslega glöð að ná því að verða
fimmtug. Og þótt sérkennilegt sé að
segja þetta svona þá er margt jákvætt
við þessa reynslu. Maður metur lrfið
öðmvísi, m.a.s. pólitíkina sé ég á ann-
an hátt núna. Það sem áður pirraði
mig eða vakti upp í mér ergelsið,
snertir mig ekki í dag. Nú er mér líka
meira virði að hver manneskja fái að
nýta þann tíma sem hún hefur. Þegar
ég fékk niðurstöðuna hjá lækninum
láku vissulega nokkur tár og þegar ég
kom heim hringdi ég í fjölskylduna og
eiginmanninn og það féllu tár. Mér
þóttí lika erfitt að segja móður minni á
tíræðisaldri frá þessu, hún hafði sjálf
fengið krabbamein og var smeyk við
sjúkdóminn. Tíminn frá klukkan tíu
að morgni þessa örlagadags til
klukkan fimm fór í þetta, svo héldum
við öll áfram að lifa, saman. Og ef
krabbameinið ákveður að taka sér ból-
festu hjá mér aftur, þá verðum við að
tak7ast á við það, það er bara þannig."
Þurfti á þessu að halda
„Þetta er harkaleg aðferð, en ég
þurfti eiginlega á þessu að halda," við-
urkennir Margrét og útskýrir frekar.
„Síðustu ár hafa verið rosadega anna-
söm, búa tii Samfýlkinguna, byrja á að
vera þar í forsætí, halda utan um liðið,
læra að lifa í nýjum flokki og nýju póli-
tísku umhverfi, þetta var rosalega tíma-
frekt. En svo þurftí maður að fara heim
og eiga eitthvað eftír handa fjölskyld-
trnni. Ég var farin að taka hlutina of
sjálfgefha. Ég vaknaði ekld upp á
morgnana, glöð yfir lífinu og deginum,
hentí mér bara í fötin, burstaði tennur,
skelltí í mig kaffinu og rauk af stað. í
stað þess að gefa mér litlar tíu mínútur
til að horfa á hvað veröldin er dásamleg
og hvað það er dásamlegt að fá að taka
þátt í henni. Eins og bamabömin mín
vakna til veraldarinnar á hveijum
morgni, þessi bamslega gleði yfir deg-
inum. Ég var búin að gleyma þessu,
þess vegna var þessi reynsla holl íyrir
mig, nú skynja ég þetta aftur."
Erfiðasta stundin
Margrét vill nota alla lífsreynslu til
frekari þroska, „og það er undir manni
sjálfum komið hvort sá þroski er já-
kvæður eða neikvæður. Ég ákvað að
nota þetta á eins jákvæðan hátt og ég
gæti. En auðvitað hefur ekki allt verið
jákvætt, það hefur verið óskaplega
erfitt að horfa á eftir samferðafólki í
lyfjameðferðinni tapa. T.d. ung þriggja
bama móðir af Seltjamamesi, með
bömin sín og lífið framundan, baráttu-
jaxl og yndisleg manneskja, við vorum
saman í lyfjagjöfinni. Ég, 49 ára, móðir
og amma en hún þrítug með ung böm,
og hún er tekin frá þeim í haust. Þá
bromaði ég, vegna óréttlætísins í
þessu. Ég hafði þó fengið mín 49 góðu
ár, bömin uppkomin og bamaböm
komin, en hún áttí allt sitt hlutverk eft-
ir í lífinu. Þetta var dagurinn sem ég
brotnaði, æðra vald hefði átt að velja
mig."
Heilbrigðiskerfið
Margrét er að eigin sögn heppin,
„ég greinist, fer í meðferðina og þá tek-
ur teymi við mér; skurðlæknir, krabba-
meinslæknir og hjúkrunarfræðingur.
Mitt teymi var yndislegt, umhugsunin
og hlýjan sem kemur frá þessu fagfólki
hjálpaði mér mikið. Það er auðveldara
að fara í gegnum þessa hremmingu
vegna þess að meðferðin hefur mann-
eskjulegt yfirbragð og hlýju. Ég hef
alltaf borið mikla virðingu fyrir starf-
seminni £ heilbrigðiskerfinu, en þetta
gefur manni meiri sýn. Við erum ekki
bara að tala tun eitthvað kerfi, við eig-
um að bera virðingu fýrir þessu frá-
bæra fagfólki. Sem ekki bara lagar og
læknar heldur gefur manni styrk til að
halda áfram. Endurhæfingadeildina á
gamla Kópavogshælinu er búið að
leggja niður vegna niðurskurðar, en
starfsfólkið fer á aðra staði. Það frábæra
starfsfólk hefur byggt upp einstaka
meðferð fyrir krabbameinssjúklinga,
mörgum er erfitt að takast á við sjálfs-
myndina og lífið á eftir. Til að takast á
við sjúkdóminn þarf sterka sjálfsmynd,
starfsmenn endurhæfingadeildar að-
stoða við þetta, ekki bara hina bókstaf-
legu lækrúngu. Ég er afar þakklát fyrir
að til skuli vera þetta fólk, að hjálpa
okkur sem á þurfum að halda, að
byggja upp sjáífið til að takast á við
sjúkdóm eða afleiðingar sjúkdóms."
Til Frakklands
Margrét og maður hennar, Jón
Gunnar Ottósson, ákváðu að fara í frí
að lokinni meðferð hennar. Margrét
var enn í lyfjameðferðinni meðan á
kosningabaráttunni stóð, „og það var
líka upplifun, að fara svona sköllótt og
finna hvað fólk tók manni vel. Ekki af
vorkunn eða þarrnig, heldur af skiln-
ingi. Þetta tók ansi mikið á en við höfð-
um ekki tíma til að fara fyrr en nú í apr-
íl. Jón Gunnar er að vinna að verkefni
um framkvæmd Evrópustefhu í um-
hverfismálum og við leigðum okkur
íbúð í einhveiju fegursta þorpi Frakk-
lands, í Vogesfjöllunum. Þá tók við
uppbygging hjá mér; göngur, hjólreið-
ar, nudd, sund og hollur matur. Ég er
engin líkamsræktarmanneskja, alls
ekki, og það tók mig smá tíma að venj-
ast þessu uppbyggingarkerfi mínu. í
yndislegu veðri, umhverfi og allt að
35°C hita. Þama gengur daglegt líf á
öðrum hraða en við erum vön, þrátt
fyrir að vera mikill ferðamannastaður
leggst þetta þorp í dvala á hveijum
degi, milli 12 og 14. Alveg sama þótt allt
fyllist af rútum og ferðamönnum sem
þurfa að fara í búðir og á pósthús. Eftir
hádegismat er hvíld til tvö, sama á
hverju gengur. Og smám saman er
manns eigið líf orðið svona."
Afmælisboð í dag
Margrét er óskaplega glöð að ná
þeim áfanga að verða fimmtug. „Ég
ætla að vera með opið hús í gamla
hraðfrystihúsi Stokkseyrar, Hólmarast-
arhúsinu. f dag er það bæði listhús og
fiskvinnsluhús, þar er góður vinur
minn með myndlistarsýningu og fólkið
getur notíð þess um leið og það kemur
að fagna með mér. Ég hlakka svo til,
þetta er Afmælið. Ég er ekki mikið fyrir
afinælisveislur en þetta er annað og því
ákváðum við hjónin þessa veislu.
Gaman að halda hana í frystihúsinu
þar sem ég vann ff á því að ég var krakki
og áttí stóran hlut í því að móta þá
manneskju sem ég er í dag. Um leið vil
ég hafa þetta óð til æskustöðvanna,"
segir Margrét Frímannsdóttir, þing-
flokksformaður Samfylkingarinnar að
lokum.
n ! I mr‘ w FTFr SfíUfí úTTfíST Œuk ANCiúfi 1 * 1
V í*l rim
21 2
wm sm 3 JÍLAKI ENOUR-. SKOlHH 3
s -> 1? SKOD- AÐI NcS H
—m falm- M VAFA Fl L fi s S
XLIFK- Afii > SToRlR * H£B.s FAK- f/MA 3 \ l 4
, siíM_ f FJLAKK
10 mm- ÍmÉk GiNffl S- 1AUS 11 AF- TT V ?
m m ýlTÍP BKJA m- Felld- if* Í ' : 1i S
nöLD SPSúT rwc- T
ttm- FlKFl LEifíSLfi H Höfi/Ö' a 'QL 5V/K IC
-> SKÖLLA lfiK- mr 5TJNN 2 22 r II
MARíi- I 5lfiHiS >1 J 11 HAF mhhi s:mn 12
«-27 / Pi STftfl! HFXOfí DÆCuÁ- LAGr 2} VAN- FRVIF Happ 11
Hitju VfG- ' msL Ffkth KlíSK FuC-l n
BL’ISW 'nófipA- BiZún Hr 15
ÖT'tlLL Æ. 1 URAM- moi Jfr
pm UM- STAnC, IS H £ 0 P StLLA \/ JT
KLfcTT- UR N ÚKItös OKKít fii'ALPl 25 —T n
i(p la i?r- 5Lfí DISKA- CRíNO IT
Kus'x HfiKA Qlt m/\ YFIR- SP'tRfí ? 20
/ 31 ’{\sm pm ER StFfí 21
KvHsl- UF L£!T K\'£fy- OSNK- SKJ'OT 22
* 'H (o KLAFI hratt FLÝTl 23
£ KORN h'/NT jfVÆfll HRE1N- AR úm YEiW- h€Rl 20 — ! 27
^TP T WL ÖXULL 29 C/thA , V 'ATT 25
Uk / STÖHG 6öte- ANDl MT f(ÍYM FLSqi- JNU 2l>
Flug a GIL7A SPIL 21
fLLL FFRTIR KNAUT
* 21 fifcT ír- ? FLDKT FötíH 2S
gti ti= II m UEMi LF.IK- Fóiíg 25
0» / H TdPPA 2H 3o
m m N- i MANNS- WAFN 10 v 31
s t! 1 fí QFR'm ¥■