Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2004, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2004, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 29. MAÍ2004 Helgarblað DV Nýjasta stórslysamyndin, The Day AfterTomorrow, var frumsýnd í vikunni. Um- hverfisverndarsinnar segja atburði myndarinnar, að gróðurhúsaáhrifin muni á skömmum tíma leiða til nýrrar ísaldar, geta átt sér stað í raunveruleikanum. Aðrir draga það hins vegar stórlega í efa. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarð- eðlisfræði, segir viss atriði myndarinnar vissulega byggja á vísindalegum grunni þótt Hollywood fari heldur frjálslega með staðreyndirnar. en vafasamt Kvikmyndin The Day After Tomorrow segir frá loftlagsfræð- ingnum Jack Hall. Hann hefur lengi varað stjómvöld við gróðurhúsaá- hrifunum og segir þau geta haft skelfilegar afleiðingar fyrir líf á jörð- inni. Kallið kemur hins vegar of seint og þegar stór íshella bráðnar frá Suðurpólnum hækkar yfirborð sjávar og sjávarstraumarnir, sem eru mikilvægur liður í stöðugu hita- stigi jarðarinnar, riðlast. í kjölfarið fellur flóðbylgja á New York, það byrjar að snjóa við miðbaug og óveðursstormar taka öli völd á jörð- inni. Gróðurhúsaáhrifin hafa þannig leitt til nýrrar ísaldar og alit á þetta sér stað í einum risastormi sem herjar á alla jörðina. Byggt á vísindalegum grunni „Þessi- átburðarás sem myndin byggir á, að það verð| hlynun á jörðinni vegna gróðurhúsaáhrifa sem leiðir til bráðnunar jökla, er eitthvað sem við virðumst vera að horfa á núna,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðl- isfræði við Háskóla íslands. „Af því Ieiðir að mikið ferskvatn kemur í út- höfin og eitthvað af ísjökum vegna þess að pólamir byrja að brotna. Ferskvatnið getur myndað lag ofan á sjónum vegna þess að það er létt- ara og þannig getur slokknað á golfstraumnum sem flytur varma meðfram norðurströnd Bandaríkj- anna og norður til okkar. Svona er þessu í það minnsta stillt upp í myndinni sem er svo sem raun- hæft,“ segir Magnús og segir að þetta geti gerst nokkuð hratt. „Þetta getur átt sér stað ' til- MagnusTumi Guð- mundsson Prófessorl jarðeölisfræði við Háskóla Islands segiratburði myndarinnar The Day Aft- er Tomorrow byggja á vís- indalegum grunni. tölulega hratt sem leiðir til kólnun- ar og við fáum loftslag sem er líkara því sem þekkist í austurhluta Kanada. Þetta eru allt hlutir sem menn hafa verið að velta fyrir sér að hafi komið fyrir áður en siðmenn- ing hófst fyrir einhverjum 10 þús- und árum. Hugmynd kvikmyndar- innar The Day After Tomorrow er að þessir atburðir leiði af sér nýja ísöld og það er vissulega eitthvað sem vísindamenn hafa velt fyrir sér. Það má því segja að myndin byggi á vfsindalegtun vangaveltum," segir Magnús en tekur fram að slíkt gæti aldrei gerst á svipstundu likt og í myndinni. Eðlileg Hollywood meðferð „Tímaskalinn á þessu yrði hins vegar tugir eða hundruðir ái;a en ekld nokkrir dagar. Grunnhug- myndin að Hiyndinni er því eitt- hVað sém menn hafa verið að velta fyrir sér en það myndi aldrei koma ísöld í einum stórum súperstormi Hkt og í myndinni," segir Magnús og bætir við að þetta sé svo sem hin eðlilega Hollywood meðferð. „Þarna er Hollywood farið að taka yfir vísindin. Að þetta ferli myndi leiða af sér allsherjar storm, eldgos, jarðskjálfta, flóðbylgjur - eina helj- arinnar katastrófu - hefur bara ekk- ert með raunveruleikann að gera. Við því er svo sem ekkert að segja - þetta er bara eðlileg Hollywood meðferð á sögunni," segir Magnús. „Hlýnunin er eitthvað sem við erum að sjá gerast og bráðnun jöklanna líka. En hitt, að þetta geti leitt til svona mótsagnakenndra áhrifa eins og ísaldar, er eitthvað sem menn eru ekki sammála um. Margir taka þær hugmyndir reynd- ar alvarlega en það eru meiri spek- úlasjónir að þetta geti leitt til ísald- ar,“ segir Magnús sem telur þó ágætt að myndin hafi vakið upp umræðu um gróðurhúsaáhrifin al- mennt. „Það er ágætt að þessi mynd skuli vekja upp þessa um- ræðu þótt raunvenúeikinn á bak við myndina sé ekki mikill." Gróðurhúsaáhrifin eru raun- veruleg Umhverfisverndarsinnar og aðr- ir trjávinir í Bandaríkjunum hafa síðustu vikur notað myndina í áróðursskyni og haldið því fram að þessir at- burðir geti raunveru- lega átt sér stað á The Day After Tomorrow Byggir a vísindalegum grunnien ■" raunhæt. þykir ekki mjög „Þetta eru allt hlutir sem menn hafa veríð að velta fyrír sér að hafí komið fyrir fyrir einhverjum löþúsund árum. Hugmynd kvik- myndarínnar The Day After Tomorrow er að þessir atburðir leiði af sér nýja ísöld og það er vissulega eitthvað sem vísindamenn hafa velt fyrir sér. Það má því segja að myndin byggi á vísindalegum vanga- veltum.“ næstu árum. Þetta hefur vakið upp talsverðar deilur þar sem sumir segja málflutning græningja vera tóma þvælu. Fræðimenn eru þó flestir sammála um að gróðurhúsa- áhrifin séu hægt og rólega að aukast sem birtist m.a. í hærra sjávarmáli og auknu hitastigi á jörðinni. Þess vegna hafa umhverfisverndarsinn- ar í Amerfku fjölmennt á sýningar myndarinnar til að dreifa bækling- um með fýrirsögninni „Gróður- húsaáhrifin eru ekki bara kvikmynd heldur framtíðin." Vona þeir að með þessu nái þeir að vekja al- menning til umhugsunar um jörð- ina og meðferðina á henni. Það má því slá því föstu að gróðurhúsaá- hrifin geti haft mikil áhrif á lífið á jörðinni á næstu árum, áratugum eða öldum ef ekkert verður aðhafst í málinu. Gróðurhúsaáhrifin munu þó líklega aldrei valda snöggum umskiptum I£kt og lýst er í stór- slysamyndinni The Day After Tomorrow. agust@dv.is Hvað eru gróðurhúsa- áhrif? Jörðinni má likja við gróðurhús. Loft- hjúpur jarðar hieypir greiðlega I gegn sólargeislun en heldur inni miklum hluta varmageistunarinnar sem berst aftur frá yfirborðinu. Þannig takmarkar lofthjúp- urinn varmatap frá jörðinni. Þetta er kall- að gróðurhúsaáhrif, án þeirra værimeö- alhitastig á jörðinni I kringum - 18°C i stað + !5°C.Aukning þessara áhrifa, m.a. vegna mikillar losunar gróðurhúsaloft- tegunda af mannavöldum, getur valdið hitaaukningu. Þannig gætu gróðurbelti færst til, yfirborð sjávar hækkað sem gæti valdið breytingum á lifsskilyrðum i sjó og á jörðinni. Hvað eru gróður- taúsaloft- tegundir? n Koldíoxíð er mikil- vægasta gróður- húsalofttegundin en auk þess telst vatns- gufa, koldfoxíð, metan, óson, df- köfnunarefnisoxfð, brennlsteinshexa- flúorið og ýmis halógenkolefni tii þelrra. Þessar loft- tegundir eru kallað- ar gróðurhúsaloft- tegundir vegna gróðurhúsaáhrifa semþærvalda. Helstu uppsprettur koldioxíðs hérlendis eru samgöngur, fiskiskip og iðnaður. Helstu uppsprettur diköfnunarefn- isoxíðs hérlendis eru notkun tilbú- ins áburðar og bilaumferð en met- an sprettur helst upp af húsdýra- haldi og sorphaugum. Þá losa spreybrúsar og gamlír ísskápar einnig frá sér gróðurhúsaloftteg- undir. Hvaðer hægtað gera? Nota endurnýtanlega orkugjafa á borð viö sólar- og vindorku. Nýjungar i kæli- tækni hafa lika valdið því að ísskápar nýta ekki ósoneyðandi efni og eru þess vegna umhverfisvænni. Þegarhafa fjöl- mörg riki staðfest Kyoto-bókunina sem miðar að þvi að minnka útstreymi gróð- urhúsalofttegunda. Bandaríkin eru ein þeirra þjóða sem ekki hafa samþykkt Kyoto en þeir eru ábyrgir fyrir 25% afútstreymi gróð- urhúsalofttegunda þráttfyriraðvera aðeins um 5% af arinnar.Eina leiðin til að minnkaþetta útstreymi er samstillt átak allra jarðar- búa. ★ Rafmagnsgítar magnari poki, ól- snúra -stillir '7 og auka strengjasett. ★ ★ Söngkerfi Trommusett frá frá 59.900,- 49.900,- stgr. Gítarinn ehf. Stórhöfða 27, sími 552-2125 www.gitarinn.is • gitarinn@gitarinn.is Klassískir gítarar frá 9.900,- stgr. ** ******

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.