Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2004, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2004, Blaðsíða 9
IW Fréttir LAUGARDAGUR 29. MAÍ2004 9 Roksala á sementi Mikil aukning er nú í sölu sements og má rekja það fyrst og fremst til tveggja óskyldra áhrifaþátta að sögn Greiningar KB banka. í fyrsta lagi má nefna stóriðjufram- kvæmdirnar fyrir austan og í öðm lagi má benda á þá staðreynd að fasteignaverð hefur hækkað langt if am úr byggingarkostnaði. Fugladráp hafið Á hverju vori þurfa íbúar Bessa- staðahrepps að þola það að verða vitni að fugladrápi þeirra sem keyra langt yfir hámarkshraða. Ekk- ert hefur enn verið gert til að koma í veg fyrir þetta fugladráp í ár en hér áður fyrr var vani að setja upp skilti til að vara við umferð fugla. Sprengiefni fannst við fundarstað þingmanna NATO í Bratislava skömmu áður en hundruð þingmanna frá aðildarríkjunum komu á staðinn. Þrír íslenskir þingmenn eru þar á meðal. fslenskir þingmenn á sprengjustað Guðmundur Árni Magnús EinarOddur Stefánsson Stefánsson Kristjánsson Þrír þingmenn komu til Bratislava í Slóvakíu í gær til þess að sitja þingmanna- fúnd Atlantshafs- bandalagsins en nokkrum klukku- stundum áður fundust sprengjur í plastpok- um undir mslatunnu rétt við fundarstaðinn. íslensku þingmennimir, Magnús Stef- ánsson, Einar Oddur Kristjánsson og Guðmundur Ámi Stefánsson komu til Bratislava síðdegis í gær. Mikil örygg- isgæsla er á staðnum og var hún hert til muna eftir að tíðindi bámst af sprengjuefhafundinum. I öðrum pok- anum var hálft kíló af sprengiefiú sem notað er í iðnaði og kallast Permonex en það var framleitt í Tékkkóslóvakíu til ársins 1991 en í hinum var nærri klló af sprengiefrúnu Pentrit sem var framleitt í Júgóslavíu. Samkvæmt sprengjusérfræðingum gæti sprengi- efrúð tæpast grandað byggingu en myndi valda mannskaða í tuga metra radíus frá sprengjustað. Sprenguefna- sérfræðingar leituðu af sér allan grun í flugstöðinni í Bratislava og í bygging- unni þar sem þingmenn Nató munu fúnda. Fundinn sækja fleiri hundmð þingmenn frá aðÚdarríkjum Atlants- hafsbandalagsins en einkum verður rætt um hættuna af hryðjuverkum og stöðu mála í írak og Afganistan. Sprengiefnið sem fannst Hálft annað kíló sem fannst rétt við fundarstað þingmanna. Innbrotakerfi • Aðgangsstýrikerfi • Öryggismyndavélar • Mönnuð gæsla • Öryggishnappur • Vöruverndarhlið • Slökkvitæki Brunaviðvörunarkerfi • Sjálfvirk slökkvikerfi • Verðmætaflutningar • Farandgæsla • Hússtjórnarkerfi • Rýrnunareftirlit ... ekki fara í fríið með áhyggjur af heimili og bíl Þú vinnur allt í senn öryggi, þægindi og vellíðan þegar þú tryggir þér Securitas öryggi áður en þú ferð í fríið. Auk þess sem þú gætir sparað þér stórfé vegna tjóns. • Bíllinn verður í öruggri varðveislu í Leifsstöð og þú getur stigið upp í hann tandurhreinan við heimkomu. • Heimili þitt nýtur gæslu gegn innbrotum, leka eða bruna. ánt Tryggðu þér Securitas öryggi Eitt símtal núna, síminn er 580 7000 og við gerum okkar til þess að þú njótir góðrar ferðar. 19 7 9 - 2004

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.