Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2004, Blaðsíða 21
UV Helgarblað
LAUGARDAGUR 29. MAÍ2004 21
Komin
með nóg af
nafnimi
Gömul kona í Bretlandi hefur
látið breyta nafni sínu og er nú
kölluð Marjorie.
Konan, sem hét
Maxine Carr,
var komin
með nóg af
nafninu. „Þeg-
ar ég kvitta
undir eitthvað h'ta
allir stórum augum á mig.“ Nafn-
ið er það sama og fyrrverandi
kærasta barnamorðingjans Ian
Huntíey ber en hún er einnig í
fangelsi íyrir aðild að málinu. Ian
er í fangelsi fyrir að drepa hinar
ungu Jessicu Chapman og Holly
Wells.
Reyndi að
drepa
aldraða
móður
sína
Sheila Brimble-
combe, rúmlega
fimmtug bresk kona,
hefur viðurkennt að hafa reynt
að drepa móður sína með því að
kæfa hana með berum höndum.
Konan réðist inn til móður sinn-
ar, tók um nef hennar og munn
og öskraði: „Drepstu helvítið þitt,
drepstu." Sheila er móðir þekktr-
ar sápuóperustjömu £ Bretíandi
og málið hefúr því fengið gn'ðar-
lega athygli. Dómarinn tók til
greina að móðir Sheilu vildi ekki
að dóttir hennar færi í fangelsi og
leyfði henni til að fara aftur heim.
Ofbeldi
ofrískum
konum
Ný rannsókn gefur til kynna
að ein af hverjum sex breskum
konum sé beitt of-
beldi af manni
sfnum þegar
þær era ófrísk-
ar. Heimilis-
ofbeldi er
einnig algeng-
asta dánarorsök
kvemia sem ganga
með barn undir belti. í rann-
sókninni kemur fram að algeng-
ast sé að heimilisofbeldið hefjist
þegar konan er ófrísk en um 700
konur sögðu menn sína hafið of-
beldið þegar þær vora með
barni. Konurnar era barðar f
kviðinn og brenndar á bijóstun-
um með sígarettum.
Nauðgað af
„bjarg-
vættum“
ttu
Unglingsstelpa
sem hafði verið
nauðgað lentí í
annarri árás stuttu
eftir atburðinn. Stelpan
hafði nýstigið úr lest í Liverpool
þegar henni var nauðgað inni á
klósetti. Þegar hún kallaði á hjálp
komu tveir menn sem buðust til
að hjálpa henni og keyra heim.
Mennirnir fóra hins vegar með
hana í garð í nágreninu þar sem
þeir réðust á hana. „Ég er í al-
gjöra sjokki og mun líklega aldrei
ná mér,“ sagði fórnarlambið.
Maður hefur verið handtekinn í
tengslum við fyrri nauðgunina.
Sævar Karl heldur útihátíð
„Ég vonast eftir því að sjá sem
flesta á þessari hátíð," segir Sævar
Karl, sem boðar til útihátíðar í
Bankastrætínu í dag þar sem hann
fagnar því að þrjátíu ár eru liðin frá
því að hann opnaði klæðskeraverk-
stæði í Hafiiarstrætinu. „Það verður
mikið um að vera, tónhstarmenn
munu skemmta og gaman að geta
haldið þetta í Bankastrætinu þar
sem er nýbúið að gera allt upp.“
Sævar hefur sent öllum helstu við-
skiptavinum sfnum boðskort en
vonar auðvitað að sem flestir bæjar-
búar sem leið eigi hjá muni stoppa
og njóta gleðinnar. „Bogomil Font
verður þarna með sérstakri hljóm-
sveit og svo verður eitt og annað um
að vera,“ segir Sævar Karl, sem er
þakklætí efst í huga eftir 30 ára starf.
„Ég og konan mín, Erla Þórarins-
dóttir, erum fyrst og fremst þakklát
fyrir viðskiptin í gegnum árin og
erum líka sérlega þakklát fyrir að
geta verið méð verslunina í mið-
bænum. Við höfum í gegnum árin
aðeins þjónað þeim sem hafa ein-
faldan smekk og velja aðeins það
besta,“ segir Sævar Karl og vitnar í
slagorð verslunarinnar sem allir
ættu að þekkja. Hátíðarhöldin í
bankastrætinu hefjast klukkan 14:30
í dag og eins og áður sagði era allir
velkomnir.
Sævar Karl Fagnar þvi í dag að 30 ár eru
liðin frá þvi að hann opnaði klæðskeraverk-
stæði i Hafnarstrætinu. Afþví tilefni býður
hann fólki upp á útihátíð á Laugaveginum.
m
- -
FLUGFÉLAG ÍSLANDS
Aðeins fimm skref á Netinu og þú ferð á loft
Það getur ekki verið auðveldara.
Þú bókar flugið á flugfelag.is þar sem þú finnur ódýrustu fargjöldin
og að auki frábærtilboð.
Njóttu dagins, taktu flugið og smelltu þér á flugfelag.is