Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2004, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2004, Blaðsíða 23
r 0V Helgarblað LAUGARDAGUR 29. MAÍ2004 23 í samfélagi nútímans eru fleiri hættur fyrir hjónabandið en áður var. Lífstíll- inn er gjörbreyttur frá því sem var. Konur kreQast í auknum mæli sjálf- stæðis, trúin á frelsi einstaklingsins er sterk og hjónaskilnaðir eru viður- kenndir af samfélaginu. Hér eru sjö atriði sem algengt er að hjón misskilji en eru nauðsynleg að hafa í huga ef halda skal hjónabandinu gangandi. 6. BSrn þétta hjónabandið Sannleikurinn er sá, þrátt fyrir afi enginn vQji heyra hann, aft böm em stórhættuleg hjóna- bandinu. í heimi þar sem báftir aftilar vinna ailtof miidft og eiga nánast engan tíma saman era bömin hættuleg viftbót Þau éta upp aukatíma sem og tilfinningalegan og líkamlegan kraft Ef þú vOt varftveita hjónabandiö mega bömin ekki alltaf vera í fyrsta sæti. Hjónabandiö og maki þinn verfia aft koma fyrst og ekki bara þto vegna heldur einnig fyrir bömin því þá eiga þau mesta möguleika á aft vaxa og dafna f ham- ingjusamri Qölskyldu. „Oft minnkar ánægja í hjónabandi eftir fæöingu bamanna vegna þess að þau skapa mikið álag sem leitt getur til allskyns árekstra. Þaft eru mikil viðbrigði frá þvf að vera bara tvö saman og getd gert það sem þau langar til þar sem svigrúmið minnkar. Bömin eru því álagsþáttur í hjónabandinu en á sama tíma veita þau m mestu ánægjuna og hamingjuna. Þetta hljómar mótsagnarkennt en einmitt það að þurfa að klást við mótsagnir þroskar okkur. Margir halda að böm- in muni færa þeirn hamingju og á vissan hátt er það rétt en þau gera ekki endilega hjónabandið ham- ingjusamara og stundum þvert á móti. Hjón mega ekki gleyma sjálf- um sér, þau verða að taka sér smá tíma og gera eitthvað saman." Anna Valdimarsdóttir sálfræðingur 7. Með kynlífsbyltingunni er auð- veldara að lifa frábæru kynlífi - Meft hjálp tækni og upplýsingar er líf þitt fúllt myndum af fal- legu fólíá sem stundar frábært kynlíf. Af hverju er þá ekki meira íjör í rúminu hjáþér?Ástæðaneraft þegar stress og önnur vandamál í samband- inu hafa áhrif á tilfinn- ingalega og lfkamlega nánd hugsum vift til Mega fólksins og sú frnynd gerir okkur enn erfifi- ara fyrir. Þift eraft nær aldrei ein í rúminu leng- ur og í samanburði vifi fmyndina er ástar- líf ykkar ekki næstum eins og þaö ætti aft vera. Hugsanimar leiftast út í hvort einhver annar betri leynist þama úti og aft þú sért aft missa af öllu fjörinu. „Rangt, það þarf enga kynlífs- byltingu til að lifa góðu kynlífi. Ef maður er sáttur við sjálfan sig sem kynveru þá er þitt kynlíf gott." Páll ÓskarHjálmtýsson tónlistar- maður Þegar fólk verður ástfang- ið er h'ðan þess gjarnan lýst svo að það „svífi á skýjum" eða „sé í sjöunda himni" eða eitthvað álíka. Og vissulega líður fólki þannig framan af. Ef úr ástinni þróast síðan fast samband, samúð og loks hjónaband, þá geta hlutirnir hins vegar farið að breytast. Reynsla sumra verður á end- anum sú að hjónabandið sé fyrst og fremst mikil vinna þar sem grunnurinn kann að vísu að vera ást en byggingar- efnið að öðru leyti verður að vera úr öðrum og notadrýgri efnum. Það verður mörgum mikið áfall þegar þeir komast að því að ástin ein dugar ekki - eða að minnsta kosti sjaldnast - til þess að skapa farsæla sam- búð og hjónaband. Maður hugsar með sér: Þama er manneskjan sem ég elska, og hvemig í ósköpunum getur þá staðið á því að sambúðin er orðin súr og erfið? Af hverju eru alls konar smáat- riði farin að verða ágreinings- mál, af hverju firmst mér allt í einu eins og við höfum ekkert lengrn að tala um, af hverju kveikir það ekki lengur ein- tóma hamingju að sjá maka minn? Og svo framvegis. Væntingarnar til hjóna- bandsins voru miklar en grámyglulegur hversdags- leikinn getur slengst eins og blaut tuska framan í hið ást- fangnasta fólk. Og kannski er ástæðan fyrir því að sumir verða fyrir vonbrigðum með hjóna- bandið fyrst og fremst sú að væntingarnar voru of miklar, eða að minnsta kosti byggðar að nokkru leyti á misskiln- ingi. Fólk hefur einblínt á ást- ina og ekki áttað sig á þeirri vinnu sem fram þarf að fara til að úr henni geti vaxið hamingjusamt og skilnings- rfkt hjónaband. Bandaríska tímaritið Psychology Today birti fyrir skömmu síðan grein þar sem sérfræðingar blaðsins höfðu tekið saman sjö algengar blekkingar - eða mýtur - sem fólk væri gjarnan haldið um hjónabandið. Blaðið fullyrðir að sérhver þeirra geti riðið hjónabandi jafnvel hins ást- fangnasta fólks nærfellt að fúllu. Við þýddum þessar mýtur og lögðum þær fyrir nokkra valinkunna fslend- inga. assr’ -r íœr\% íæv\ Prófaðu þessa uppskrift að larnbalærí næst þc-gar þú átt von á gestum. Nýjung sem kemur skemmtilega á óvart. 1 meðalstórt lambalæri 4 hvítlauksgeirar, skornir í þrennt 2 msk. dijon-sinnep 4timjangreinar salt ogpipar pítubrauð Skerið raufar hér og þar í lærið og stingið hvítlauksbitum ogtimjangreinum í raufarnar. Smyrjið dijon-sinnepi vel á lærið og kryddið með salti og pipar. Setjið lambið í 200T heitan ofn og bakið f 45-50 mín. (miðað við u.þ.b. 1,5 kg) Jógúrt-sósa 1 dós hreinjógúrt rifinn börkur af Vz sftrónu 1 msk. sftrónusafi 1 tsk. kummin (ath. ekki kúmen) 1 tsk. hunang Meðlæti lcebergeða lambhagasalat rauðlaukur tómatar steinlausarólffur chiliolía, t.d. sambal oelek hummus Ristlð pítubrauðin f brauðrist eða ofni. Stillið lærinu upp á fat eins og sýnt er á myndinni og skerið þunnar sneiðar utan af jafnóðum og fólk fær sér pftu. Raðið skálum með meðlæti f kring og hver og einn útbýr síðan sína pftu eftir húmor og smekk. II

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.