Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2004, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2004, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 29. MAÍ2004 Fréttir 0V Takkavesen hjá Sleggj- unni Mikla kátínu vakti við atkvæða- greiðslur á Alþingi í gær þegar atkvæða- takkarnir brugðust hjá Kristni „Sleggju" Gunnarssyni, upp- reisnarmanninum í Fram- sóknarflokknum. Ólag var á tökkunum hans og gat hann því ekki greitt atkvæði. Var honum ráðlagt að reyna stjómborð í öðm og auðu þingsæti en það gekk ekki heldur. Þurfti Kristinn þá, einn þingmanna, að af- greiða þingmál af sinni hálfu með því að rétta upp hönd með eða á móti eftir atvik- um. Þingheimi var skemmt, enda þetta tahð táknrænt fyrir þá sérstöðu sem ein- kennt hefur þingstörf Sleggj- unnar á þessu þingi. Barnaþjófur fangelsaður 38 ára gamall maður, sem nam fjögurra ára stúlku á brott af heimili hennar á Seyðisfirði í desember, var dæmdur í tveggja ára fangelsi f Hér- aðsdómiAusturlands í gær, Stúlkan var fáklædd og kalt var í veðri þegar maðurimi hrifsaQi hana sofandi á brptt, qgþóttí hann ekki eiga sér neinar málsbættir. Faðírhennar náði að hlaupa manninn uppi. Hann braust inn á tvö önnur heimili um nóttina og er líka dæmd- ur fyrir húsbrot. Maður- inn var ofurölvi þessa nótt og kvaðst ekkert muna eftir atburðum næturinnar. Geðlæknir telur hann ekki bera merki afbrigðilegra kennda í garð bama, en hann á talsverðan saka- feril að baki, meðal ann- ars ofbeldisverk. Gagnbylting Davíðs Davíð Oddsson forsætisráðherra greip til gagnbylt- ingar í matsal Al- þingis í hádeginu í gær og tryggði sér dúkalagt háborðið sem Steingrímur J. Sigfússon og fleiri stjómarandstæðingar höfðu „stolið" af honum í vikunni og tekið dúJdnn af. Davíð var mættur óvenju snemma í hádegismat eða kl. 11:30 og fékk borðið dúkalagt. Síðan settust þeir með honum flokksbræð- urnir Sigurður Kári Krist- jánsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Kjartan Ólafs- son. Vafalaust hefur fjór- menningunum fundist sem þeir hafi verið að vinna ein- hvem móralskan sigur. Sigurður Rúnar Gunnarsson kemur vel fyrir, er snyrtilegur til fara og fagmann- legur að sjá. Hann var með eitt kíló af kókaíni og eitt kíló af amfetamíni innan- klæða þegar hann kom frá Kaupmannahöfn í vikunni. Efnin eru talin 15 til 60 milljóna króna virði. Hann sveik 43 viðskiptavini þegar hann rak lögfræðistofu, með íjárdrætti upp á tæpar 10 milljónir. „Hann hefur ekki unnið handtakí fleiriár“ fikniefuasmygls Sigurður Rúnar Gunnarsson, 39 ára gamall Haftifirðingur, var með tvö kíló af hörðum fíkniefnum innanklæða og í vösum sín- um þegar hann kom í Leifsstöð á mánudag. Þetta er stærsta kókaín- og amfetamínmál sem upp hefur komið í Leifsstöð. Sigurður hafði dvahst I Kaup- mannahöfn í nokkra daga þegar hann kom heim. Vikuna áður hafði hann farið í golfferð til útlanda. Hann var ekki í fastri vinnu. Sam- kvæmt heimildum DV hefur Sigurð- ur farið nokkrar ferðir til Kaup- mannahafnar síðustu mánuði. Hann fór eina ferð milli september og ágúst í fyrra, aðra í október og síðast í janúar. Ekki er nákvæmlega vitað hvað Sigurður gerði í þessum ferðum en heimildarmenn DV segja að smyglið sem komst upp í vikunni hafi ekki verið einsdæmi. Handtaka Sigurðar kom fáum þeim sem þekktu hann vel á óvart. Hann keyrði um á silfurlituðum Benz og var ávallt vel til fara. Sigurð- Sigurður Rúnar um borð f flugvél Samkvæmt heimildum DV hefur Sigurður farið nokkrar ferðir til Kaupmannahafnar siðustu mánuði. Hann hafði dvalið ytra í nokkra daga þegar hann kom heim nú. f góðum félagsskap Sigurður lifði hátt þrátt fyrirað vera ekki i fastri vinnu ur lifði því hátt, þrátt fyrir að vera ekki í fastri vinnu. Hann hætti hjá tryggingarfyrirtæki fyrir nokkrum árum og skildi í kjölfarið við eigin- konu sína. Sigurður þykir koma vel fyrir og var víðast hvar vel hðinn, en ekki var allt sem sýndist. Sigurður var dæmdur í Héraðsdómi Reykja- víkur í maí 2002 til 15 mánaða fang- elsisvistar fyrh stórfehdan fjárdrátt og skjalafals sem nam samtals 9,5 rmlljónum króna. Brotin framdi hann þegar hann rak innheimtu- og lögfræðistofu 1995 tíl 2000 og sveik hann samtals 43 viðskiptavini stof- unnar og 95 skuldara. Fyrrverandi samstarfsmenn hans segja að hann hafi reynst vera siðblindur. Lögreglan rannsakar hvort fleiri hafi verið f samráði með Sigurði í innflutninginum. Um er að ræða meira magn af kókaíni og am- fetamíni en fannst á landinu aUt árið í fyrra. Andvirði e&i- anna er tahð aht frá 15 miUjónum króna upp í 60 miUjónir, eft-, ir því hversu mildð efn- in eru drýgð fyrir sölu. Lögreglan telur ólíklegt að einungis einn maður standi að því að kaupa og flytja inn svo mikið magn efna í einu. FíkniefriadeUd lögreglunnar í Reykjavík fer með rannsókn málsins og hefur Héraðsdómur Reykjaness úrskurðað Sigurð í gæsluvarðhald tU 15. júm'. Fyrrverandi eiginkona Sigurðar til 19 ára segist í samtah við DV hafa vitað að hann væri „í vit- leysu". „Hann hafi ekki unn- ið handtak í fleiri ár. „Ef menn eru komnir í vit- leysu geta þeh ekki stundað eðhlega vinnu,“ segh hún. Hún segh að hann hafi neytt áfengis í miklum mæli undan- farið. Fyrrverandi samstarfsfélagi hans segist ekki hafa trú á því að hann notaði sjálfur eiturlyf. Fyrrverandi eig- inkona Sigurðar og börn þeirra nutu áfahahjálpar efth að þau fengu fregn- ir af handtöku hans fyrr í vikunni. Sigurður Rúnar Gunnarsson Maðurinn sem flutti inn tvö kíló af horðum fíkniefnum þykir koma vel fyrir. Hann hefur ekki verið í fastri vinnu um langt skeið en hefurengu að siður lifað h'átt. Frelsið er yndislegt Svarthöfða þykir frelsið yndis- legt, en hann er ekki viss um hvað má og hvað má ekki. Það má ekki taka mynd í matsal Alþingis, en það má taka mynd af lögreglumanni borða samloku. Það má ekki pissa á bakvið hurð, eða fyrir utan hurð. Það má í raun ekki pissa úti. Og ekki henda grjótí ofan í skurð nema maður sé með leyfi aUs konar stofnana, því það eru annað hvort náttúruspjöU eða skemmdarverk. Það má ekki vera ölvaður úti á götu, því það heitir í lagabókinni ölvun á al- roj Svarthöfði mannafæri. Nú hefur verið staðfest í Hæstaréttí að ekki má standa úti á götu fyrh framan lögreglubíl og freista þess að fá leigubíl, þegar maður á annað borð er ölvaður og má ekki keyra sjálfur heim. Iikt og maðurinn sem samlokulöggan handtók, sem var líka sekur um ann- að. Því það má ekki vera líklegur tU óláta, eða líklegur tU að verða óspak- ur. Og eins og stjórnarskráin segh: „Banna má mannfundi undir Hvernig hefur þú það? Guðjón Hjörleifsson, formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis: „Ég hefþað alveg frá- bært í dag og mun raunar hafa það enn betra á morgun þegar þinginu er lokið og maður er kominn ísumarfri. Ég ætla að nota sumarfríið nú til að slappa afog eyöa tíma mínum með fjölskyldunni. Það er einnig inn I myndinni að fara vítt og breitt um kjördæmið mitt, hitta fólk og stuðningsmenn flokksins og ræða málin sem framundan eru." berum himni ef uggvænlegt þykir að af þeim leiði óspektir." Svarthöfði veit, að ekld má heldur kasta sumum fiskum í sjóinn, jafnvel tU að bjarga lífi þeirra. Því tU eru lög um umgengni við nytjastofiia sjávar. Það má ekki prenta þjóðfánann á bol. En það má setja menn í fangelsi í ár fyrh að óvirða fánann, í orði eða í verki. Það má líka bölva Guði í sand og ösku og kaUa forsetann fífl. Og auðvitað má fátæka fóUdð ekki eins mUdð og ríka fólkið. Því menn eru ekki frjálsari en fjárráð leyfa. Svarthöfði hefur lært, að ekki má fara í bíó oftar en maður hefur efni á og ekki borða ef maður hefur ekki efrii á því. Sá sem hefur 90 þús- und krónur í laun á mánuði má mildu minna en sá sem hefur hálfa mUljón á mánuði. Eins og ráðamenn hafa sagt, múltímUljónerar hafa frelsi en mega ekki misnota það. Svarthöfði skUur ekki eitt: Hvernig er hægt að vera frjáls og í sama mund mega ekki nota það? Er maður þá frjáls? Og hversu jafrifrjáls er maður öðrum, ef hann hefur ekki efni á því? Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.