Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2004, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2004, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 29. MAÍ2004 Helgarblaö DV Ég er hjúkrunarfræðmgur og hef sérhæft mig bæði í endurhæfingu og eins í meðferð á sjúklingum með al- næmi. Ég er fædd og uppalin í Kölnarborg. Hún er falleg og hún er sögufræg. Helst ber að nefna dóm- kirkjuna og svo hljóma konsertar úr mörgum höllum víðs vegar í borg- inni. Ég kom hingað til fslands fyrst iyrir einskæra tilviljun. Ég var á leið- inni til Mexíkó með vinkonu minni en svo náðum við ekki saman nógu stórum ferðahópi þannig að vinkona mín fékk þessa hugdettu. Af hverju ekki ísland, spurði hún. fsland, sagði ég. Ég veit ekkert um ísland, en ég sló til og við lentum í hringferð um land- ið þar sem við skoðuðum á mikiUi hraðferð Goðafoss, Gullfoss, Vík, Mý- vatn og bara allt saman. Svo gerðist það sem engan hafði grunað, ég hitti bflstjóra og hann er maðurinn minn í dag. Svona getur þetta verið. í októ- ber sama ár kom hann að heimsækja mig til Þýskalands og svo þeyttumst við þetta á milli landanna eins og jójó um nokkurt skeið, en nú er ég komin hingað. Lítið stress á íslandi Það sem mér lflcar best hér er stressleysið. Ég er mjög ánægð í minni vinnu og eins eru vinnufélagar mínir svo hjálpsamir og góðir. Ég vinn á taugadeild á Landspítalanum í Fossvogi og þó það sé stundum dálít- ið þreytandi að vera á vöktum þá lík- ar mér mjög vel hér. í Þýskalandi var vaktafyrirkomulagið með öðru sniði. Ég vann átta daga og svo átta nætur, en hér er svo stutt hvert tímabil. Kannski tvær nætur og tveir dagar. Myrkrið á veturna og birtan á sumrin hjálpa svo til við að gera mann svoh't- ið ruglaðan í öllum vaktabreytingun- um. Eftir að ég var endanlega komin hingað ákváðum við að gifta okk- ur og slógum til annan febrúar 2002 klukkan tvö, 020202 kl. 02. Ég fór strax að vinna á tauga- deild á Hringbraut og það sum- ar skellti ég mér í sumarskóla fyrir útlendinga og taldi mig hafa lært ansi mikla íslensku. Eftir að ég kom svo til baka þegar ég hafði verið í nokkrar vikur í Þýskalandi var íslenskan horf- in, bara gersamlega horfin. Nú er ég að leita að henni og hún er kannski lflca að leita að mér. Sameiginlega styðjum við hver aðra, það er ég og lélega íslenskan mín. Fólkið hér er sérstaklega gott í sambandi við það að skilja hvað maður á við. Ég þarf að einbeita mér, ég veit það. Kannski ég fái tækifæri til þess að hjálpa ein- hverjum skólastrák eða stelpu sem á í vandræðum með þýsku en gæti svo hjálpað mér með íslenskuna í stað- inn. Huggaði sjúklinga og grét í áttaár Þegar ég var htil var mamma mín mikið veik. Hún var á sjúkrahúsi nokkurn tíma og þegar ég kom að heimsækja hana ákvað ég að ég skyldi verða svona kona, hjúkrunar- kona. Ég vildi hjálpa þeim sem voru veikir. Nú, þetta gekk svo allt eftir, ég Landnámsmenn Elísabet Brekkan fór í hjúkrunarfræði í háskóla í Köln og eftir að hafa lokið grunnnámi fór ég í framhaldsnám í endurhæfingu fyrir sjúklinga sem hafa fengið hjarta- áfall og það leiddi síðan til að ég flutti til borgarinnar Dússeldorf. Þuslara- þorp heitir það víst á íslensku. Og í þeirri borg, sem er ekki þorp, heldur borg, fór ég svo að vinna á gjörgæsludeild. Eftir að náminu lauk fór ég svo ásamt félögum mínum að starfa á nýrri HlV-deild í Köln. Við vissum ekki mikið um hinn erfiða al- næmissjúkdóm á þeim tíma. Ég starfaði á þessari deild frá 1982 til 1990. Þetta voru lærdómsrflc en erfið ár. Mikið af okkar starfi gekk út á að hughreysta, vera til staðar og ekki síst vera stuðningur fyrir nánustu ástvini hinna þjáðu. Þetta var andlega mjög mikil áreynsla og bæði starfsmenn og sjúklingar voru eins og samheldinn hópur. Allir sjúklingar okkar dóu og það tók mjög á. Við starfsmennirnir þurftum sjálf meðferð. Einu sinni í viku kom sálfræðingur sérstaklega til þess að ræða við okkur en það var ekki nóg. Sem betur fer er þetta nú allt breytt í dag. Eftir að ég var búin að breiða út faðminn, hugga og gráta í átta ár vildi ég ekki meir. Ég fór að starfa á öðruvísi deildum. Sakna Þýskalands um jólin Hér á lslandi líður mér mjög vel. Ég á góðan mann og við erum að fara að breyta húsinu okkar þannig að það er alltaf eitthvað í gangi. Mér finnst kuldi leiöinlegur en eftir þenn- an milda vetur í vetur get ég ekki kvartað, þannig að það er bara erfitt Æth öllum hði ekki þannig að heima- hagarnir og sálmarnir úr bernskunni leiti á hugann kringum jólin, ég býst við því. Það er ekki bull og videysa að loft- ið sé hreint og tært hér á íslandi. Ég finn það svo greiniiega á sjálfri mér hvað öndunina snertir. Heima í Köln var ég oft með bronkítis og fleiri lungnakvilla en hér get ég andað svo góðu lofti að mér að þessir kvillar eru horfnir. Ég elska lflca víddimar, að sjá svona mikið, fyrir utan að fjölskylda mannsins míns styður mig og hjálpar í hvívetna. Vegna breytinga á Gabriella Hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur á Islandi en hún flutti hingað til lands fyrir tilviljun. Kom sem túristi en varð ástfangin og hefur verið hér siðan. söfnuðum nánustu vinum eða elskendum reglulega saman og eins fórum við lflca mikið heim til fólks. Þessi deild var í Köln og ein fyrsta sinnar tegundar. Nokkrum árum síð- ar var fyrirkomulaginu breytt þannig að HlV-smitaðir sjúklingar lágu á deildum með sjúklingum sem þurftu á lyfjameðferð að halda vegna ann- arra kvilla og eins sykursjúkt fólk. Þessi blöndun kom miklu betur út . þar sem Það er ekki bull og vitleysa að loftið sé hreint og tært hér á Islandi. smám fyrir mig að finna nokkuð sem er slæmt og leiðinlegt hér. Nema nátt- úrlega að ég tala ekki nógu góða ís- lensku, en það er auðvitað bara mér sjálfiri að kenna. Ég sakna auðvitað systur minnar og fjölskyldu. Núna er hún búin að ætdeiða htla stúlku sem heitir Lara. Lítil stúlka sem var á upp- tökuheimili og blóðforeldrar hennar voru sjálf á upptökuheimili fimmtán ára gömul. Ég verð að fara í heimsókn til þess að hitta hana. Eins sakna ég svolítið Þýskalands í kringum jólin. Gabrielle Beatrix Alfrida Rambau „Pabbi vildi að ég héti Gabrielle, mamma valdi nafiiið Beatrix og Alfiida er eftir ömmu minni. Auðvit- að notar maður ekki svona löng nöfn dags daglega en þetta er þó hluti af mér.“ Hún er fiá borginni Köln. Þaðan höfum við Kölnar- vatnið og þaðan heyrum við svo oft tónleika. í borg- inni eru margir háskólar en það eru aðallega tónhstar- og heimspekibrautir. Gabrielle er gift íslenskum manni og hefur ferðast vítt og breitt um ísland. Hún starfar sem geðhjúkrunarkona og sagði það ekkert vandamál að fá reynslu sína og menntun metna fiá Þýskalandi. Landspítalanum, það er öhum þess- um Landspítölum, hef ég verið svoh't- ið á flækingi. Bæði unnið hér í Foss- voginum og eins á Grensásdeildinni, en nú er ég komin til þess að vera hér á gamla Borgarspítalanum. Það segja allir Borgarspítalinn þó það heiti Landspítalinn í Fossvogi. Undirbjó jarðarfarir vina sinna Það er skrítið hvemig fólk velur sér starf. Það var vegna veikinda mömmu sem ég valdi mér þetta starf, en annars var hún saumakona, mjög ílink saumakona, og ég hef aldrei get- að saumað neitt. Eg var ekkert fyrir handavinnu í skóla, það var bara systir mín sem erfði þann hæfileika. Ég er heldur ekki góð húsmóðir, ég vil bara vinna við að hjálpa mjög veiku fólki og sem betur fer fæ ég tækifæri til þess. Þegar ég vann á HlV-deild- inni var ég deildarstjóri og við rákum mjög öflugt aðstandendastarf. Við saman varð HlV-deildin eins og fangelsi. Það voru líka mjög miklir fordómar. Oft fór ég heim til sjúklings og sat með honum þar sem hann rabbaði um það hvemig hans eigin jarðarför ætti að vera. Við undirbjuggum hreinlega jarðarfarir vina okkar. Stundum vorum við bara að laga góðan mat og rabba, því surnir vildu bara samverustund. Aðrir vinir voru svo að segja horfnir. Þegar svo var komið að lyfin virkuðu ekki lengur og morfínskammturinn orðinn gagns- laus þá er það bara nærvera annarrar persónu sem skipti máh. Já, sem bet- ur fer eru þetta hðnir tímar. Sumarið verður vinnusumar hjá mér, þar sem maðurinn minn er að þeytast upp um fjöll og firnindi en svo förum við saman til Þýskalands í haust, ef guð lofar. Hér verð ég í framú'ðinni ef aht gengur vel og kannski tek ég meistaragráðu í hjúkrun og hver veit nema orðin komi einhvem tíma rétt út úr mér á íslenskunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.