Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2004, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2004, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 29. MAÍ2004 Helgarblað DV Ráðherrar landsins hafa í nægu að snúast í sínum daglegu störfum. Þeir þurfa að hitta mikið af fólki, mæta á þing- og nefndarfundi, fylgjast vel með þjóðmálaumræðunni og sýna sig á réttu stöðunum samhliða því að stjórna landinu. Þetta er mikið verk fyrir einn mann og þess vegna hafa ráðherrarnir allir sina senditík, svo- kallaðan aðstoðarmann, til þess að létta undir með þeim. Skósveinarnir taka á sig öll skítverkin. Þeir svara t.d. forvitnum blaðamönnum og kvörtunum óánægðra borgara, senda tölvupósta og fréttatilkynningar og ná í kaffi fyrir húsbóndann. Senditíkurnar eiga það allar sameiginlegt að fá störf sin sem umbun við flokksholl- ustu og allar vonast þær eftir persónulegum pólitískum frama síðar á lífsleiðinni. Sigurjón Ámi / Öm Þórssoníjgjtoagnússon Sigurjón Örn var strax eftir kosningarnar í fyrra gerður að senditík pönkarans fyrrverandi og núverandi félagsmálaráð- herra, Árna Magnússonar. Árni var óvaent gerður að ráðherra eftir sfðustu kosningar en sjálfur hafði Árni fengið að kynnast ráðuneytisstörfum þegar hann var skósveinn Halldórs Ásgrfms- sonar í utanríkisráðuneytinu. Síðan hafa framsóknarmenn ákveðið að verðlauna Sigurjón Örn fyrir góð störf í þágu flokks- ins - fyrirgreiðslustefnu sem Jónas frá Hriflu innleiddi í flokkinn og er enn f góðu gildi - með því að leyfa honum að aðstoða Árna næstu árin í félagsmálaráðuneytinu. Sigurjón er fæddur árið 1967 og er stjórnmálafræðingur að mennt. Hann er búsettur í Kópavogi þar sem hann býr með konu sinni, Laufeyju Bjarnadóttur ferðamála- fræðingi, og tveimur börnum þeirra. Sigurjón Örn Jiefur lengst af verið fram-^ ^kvæmdastjóri og hlut- j khafi fyrirtækinu í jHáess ehf. Hann rtók sfðan að sér > starf kosninga- stjóra Framsóknar- F flokksins f Suðvestur- kjördæmi fyrir sfðustu alþingiskosningar þar t sem hann vann kraftaverk að mati flokksforyst- ^unnar. Fram- ^sókn fékk ktæp 15% latkvæða f Ikjördæm- linu. ÁrmannKr. Ámi M. ( Ólafsson ffflatliiesai Ármann er mjög húsbóndahollur sem sést best af því að hann er reyndasti starfandi ráðherraþjónn Sjálfstæðis- flokksins þótt ungur sé að árum. Ármann er fæddur árið 1966 og er giftur Huldu G. Pálsdóttur og saman eiga þau tvö börn. Ármann er með próf í stjórnmálafræðum frá Háskóla islands og var um tfma framkvæmdastjóri aug- iýsingastofunnar Nonna og Manna hf. Hann var sfðan gerður að skóveini Halldórs Blöndal þegar hann gegndi starfi samgönguráðherra. Halldóri tókst betur upp við að aga drenginn til sem senditík en í ráðherrastörfum sínum því eftir kosningar var Halldór settur út í kuidann á með- an Ármann var gerður að aðstoðarmanni nýs ráðherra, Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráð- herra. Ármann vonast að sjálf- sögðu eftir því einn góðan veður- dag að komast sjálfur á þing og verða ráðherra en hann hefur verið viðriðinn Sjálf- stæðisflokkinn frá því í móður- kviði. Hann hefur m.a. verið í stjórn Sambands ungra sjálfsæðismanna auk þess að vera bæjar- fulltrúi í Kópavogi. Ragnheiður Elín ArnadóttiC €eir H. Haarde & kRagnheiður hefur talsverða reynslu af skósveinastörfum en hún var l áður aðstoðarmaður Jóns Sigurðssonar á skrifstofu Útflutnings- | ráðs í New York. Hún hefur þess vegna lengi verið í náðinni og var síðar fengin f fjármálaráðuneytið sem hlaupatík Geirs H. Haarde fjármálaráðherra. Ekki verður sagt að mikið hafi farið ^fyrir störfum Ragnheiðar út á við og verður það að telj- kast jákvætt. Þeir sem til þekkja bera henni góða ksöguna og segja hana vandaðan og góðan starfs- > kraft. Hún mun Ifka vera heppinn með yfirmann | því fjármálaráðherra mun vera sérlega þægilegur i í umgengni af ráðherra að vera. Ragnheiður er stjórnmálafræðingur að mennt með framhalds- ' menntun í alþjóðaþjónustu frá Georgetown-há- skólanum f New York. Hún starfaði hjá Flugleiðum | og sendiráði íslands f Washington áður fyrr sem | undirstrikar enn frekar þær mætur sem forystu- menn Sjálfstæðisfiokksins hafa á henni. Þorsteinn Davíðsso n Einhvern tíma var sagt að hundur væri herra sfnum líkur og það á svo sannarlega við um þá Þorsteinn og húsbónda hans, Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra. Þorsteinn er raunar einkasonur Davfðs Odd- sonar forsætisráðherra og Ástrfðar Thorarensen ! hjúkrunarfræðings en hefur sfðasta árið gist f p hundakofa Björns og verið honum stoð og stytta I f ráðuneytinu. Hann er álitinn ein af vonarstjörn- f um Sjálfstæðisflokksins þótt mönnum beri saman um að hann hafi ekki sama kjörþokka og faðir hans, forsætisráðherrann Davíð Oddsson. Þorsteinn er fæddur árið 1971 og lauk hann emb- ættisprófi f lögfræði frá Há- skóla íslands árið 1999 og starfaði sem aðstoðarmaður dómara í héraðsdómi Reykjavík- ur að þvf loknu. Hann hefur einnig gegnt ýmsum trúnaðarstörfum inn- an Sambands ungra sjálfstæðis- manna, auk þess að vera formaður Heimdaliar árin 1993-94. Þorsteinn er ógiftur og barnlaus. / lllugi GunnarssoriTf Davíð Oddsson lllugi hefur undanfarin ár starfað í forsætisráðuneytinu sem vikapiltur Davfðs Oddssonar. Á þeim tíma hefur orðatiitækið „hundur veit húsbóndans vilja" margsannast en lllugi þykir hafa unnið gott starf f þágu flokksins og stutt vel við bakið á Davfð á erfiðum stundum í pólitíkinni. Illugi er fæddur 1967 og lauk hann prófi f hagfræöi árið 1995. Hann starfaði hjá Vestfirskum skelfirki í tvö ár áður en hann hélt til Bretlands f MBA-nám við London Business School. Þá hefur hann starfað sem kennari á Flateyri og unnið hjá Háskóla fslands. Illugi hefur verið í pólitík lengi og sat hann m.a. í Háskólaráði sem fulltrúi Vöku - fé- lags lýðræðissinnaðra stúdenta. Hann hefur einnig gengt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og var um tfma formaður Heimdallar. Á starfstíma sínum í forsætisráðuneytinu hefur lliugi fengið að kynnast einu og öðru sem á eflaust eftir að nýtast honum vel þegar hann fer sjálfur í framboð. Hann hefur starfað við hlið reyndasta leiðtoga þjóðarinnar á hans verstu og tfmum fyrir utan að hafa sjálfur lent í miðjunni á deilum eins og þegar Bolludagsmálið kom upp. Þá deildu þeir Hreinn Loftsson Davíð Oddsson um hvort illugi hefði á fundinum fræga f London þar , sem 300 milljónirnar hans Jóns Ásgeirs voru ræddar. Þar sannaðist húsbóndaholl- ustan svo um munaði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.