Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2004, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2004, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 29.MAÍ2004 Fréttir DV Lífeyrissjóðs- stjóri sýknaður Hæstiréttur hefur sýkn- að Gísla Marteinsson, fyrr- verandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs Austurlands, af skaðabótakröfu sjóðsins upp á ríflega 54 milljónir króna. Taldi sjóðurinn að Gísli hefði farið út fyrir heimiidir í viðskiptum við verðbréfafyrirtækið Burn- ham sem síðar varð gjald- þrota. Taldi Hæstiréttur að Gísli hefði átt að bera þessi viðskipti undir stjórn en sýknaði hann af skaðabóta- kröfu með vísan til laga. í starfslokasamningi sem gerður var við Gísla er þess getið að lífeyrissjóðurinn eigi ekki skaða- bótarétt á hendur fram- kvæmda stjóran- um fyrr verandi.l íbúðalánin rjúka út Umsóknir tii íbúðalána- sjóðs voru samtals 923 í aprílmánuði og fjölgaði þeim um ríflega 6% saman- borið við aprflmánuð í fyrra. Heildarfjárhæð sam- þykktra lána jókst á sama tíma um rúm 37% miðað við sama mánuð í fyrra. Þessa miklu aukningu í heildarútlánum má að miklu leyti rekja til þess yfirverðs sem verið hefur á húsbréfum undanfarið og eykur eftirspurn eftir nýjum lánum íbúðalánasjóðs. Greining fslandsbanka reiknar með því að fast- eignaverð hækki um 8% árið 2004. Ökumenn með gemsann ílúkunum Frá því byrjað var að sekta fyrir notkun farsíma við akstur án handfrjáls búnaðar hefur ijöldi brota sem kemur til kasta __. lögreglu vaxið veru- j lega. Þannig voru | að meðaltali 15 kærur á mánuði síðustu mánuði ársins 2001, þegar hafist var handa við að sekta fyrir þessi brot. Þær voru að meðaltali 18 á mánuði árið 2002, 62 árið 2003 og eru orðnar 75 að meðaltali fyrstu mánuði yfirstandandi árs. Karlmenn voru 86% þeirra ökumanna sem kærðir vom fyrir að nota farsíma í akstri án handfrjáls búnaðar árið 2001, en hlutfall þeirra er nú um 75%. Forsætisráðuneytið braut lög tvisvar með því að vera alltof lengi að svara beiðni DV um gögn um utanferðir forsætisráðherra. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál staðfesti hins vegar synjun ráðuneytisins á því að veita DV umbeðnar upplýsingar. Forsætisráðuneyti . /. . .» f ^.J. á DV Forsætisráðuneytið braut í tvígang fortakslaus fyrirmæli upplýs- ingalaga með því að draga að svara spurningum DV um ut- anlandsferðir forsætisráðherra. Þetta segir úrskurðarne&td um upplýsingamál. Úrskurðamefnd um upplýsinga- mál segir það aðfinnsluvert að forsæt- isráðuneytið hafi brotið upplýsinga- lög með því að svara ekki óskum DV um aðgang að gögnum um ferðalög ráðherrans til útlanda fyrr en löngu eftir að tilskilinn frestur var úti. Ferðadagar ekki aðgengilegir DV óskaði eftir því við forsætis- ráðuneytið 9. febrúar síðastliðinn að það upplýsti um utanlandsferðir for- sætisráðherra á árunum 1991 til 2004. Beðið var um upplýsingar um hversu lengi ráðherrann hefði dvalist ytra og hver tilgangur ferðanna hefði verið. Rúmum sjö vikum síðar synjaði ráðuneytið ósk DV með þeirri skýr- ingu að ekki væm til- tæk aðgengileg gögn sem svömðu spumingum DV: ,Að athuguðu máli em í ráðuneyt- inu ekki tiltæk aðgengileg gögn sem svara til beiðni yðar um fjölda daga sem forsætisráðherra var erlendis á hverju ári fyrir sig árin 1991 til 2004, hvar ráðherrann var og hverra erinda- gjörða hann var hverju sinni," sagði í svari ráðuneytisins. Sama dag og synjun forsætisráðu- neytisins barst sendi DV ráðuneytinu nýja ósk um upplýsingar varðandi utanlandsferðir ráðherrans. Var beiðnin afinörkuð við árin 1999 til 2004. Að þessu sinni var spurt um kostnað vegna ferðalaganna. Að auki var fyrri beiðni vegna fjölda ferðadaga og tiigang ferðanna ítrekuð. Kostnaðartölur óaðgengilegar Tæpum fjómm vik- um eftir að seinni beiðnin um upplýs- ingar var sett fram synjaði forsætis- ráðuneytið einnig að veita upplýsingar samkvæmt henni. Ástæðan var sú ,™SkU^amefn,d Um “PP'ý^ngamál EirikurTómasson lagapró essor er formaður úrskurðarnefndar um upplýs- I mgamal. Með honum i nefndinni sitja Valtýr Sigurðsson I f°ngeJs,s™á,°stióri °9 Eh'n Hirst, fréttastjóri rikissjónvarpsins I Þau þrju kvaðu uppþann úrskurð að ólöglegur seinagangur I, svorum forsætisráðuneytisins til DVsé aðfinnsluverður. 9 og 1 tilvik- sama fyrra inu: „Að at- huguðu máli em í Svíinn meö fulla vasa af 5 þúsundköllum Grunaður um glæpi í útlöndum Svunn sem gripinn var í Leifsstöð fyrir viku með fuila vasa af fimm þús- und króna seðlum, er gmnaður um aðild að glæpum í Noregi, Færeyjum og Þýskalandi. Maðurinn erfimmtug- ur, búsettur í Svíþjóð en fæddur í Tyrklandi. Hann kom til landsins 6. apríl og dvaldi í Kópavogi og Reykja- vík á gistiheimilum en leigði síðan íbúð í Kópavogi. Hann réð sig í vinnu á tveimur stöðum en vann ekki leng- ur en örfáa daga í senn á hvorum stað. Reyndar virðist hann aðeins hafa unnið í fjóra daga. Maðurinn var stöðvaður þegar hann var á leið til Bretlands með tvær milljónir íslenskra króna á sér í fimm þúsund króna búntum. Maðurinn gat ekki gefið fullnægjandi skýringar á því hvers vegna hann væri með þessa peninga á sér, né hvað hann ætlaði að gera við tvær miiljónir af íslensku reiðufé í Bretlandi, þangað sem hann var að fara. Hann var með fulla vasa af fimmþúsundköllum, í bókstaflegri merkingu. Málið þykir hið sérkenni- legasta og er í rannsókn hjá sýslu- mannsembættinu á Keflavíkurflug- velli. Seðlabúnt Fimmtugur Svíi, fæddurí Tyrklandi var meö 2 milljónir i ís- lenskum krónum á sérþegar hann var handtekinn á Keflavikurflugvelli. ,&A teingrímur J. Sigfússon alþingismaður „Það liggur í rauninni ekkert lifið á eins og stað- an er nú. Þinginu er aö Ijúka núna eftir að hafa farið 20 daga fram yfír áætlun og við verðum að Ijúka þessu með eðlilegum hætti. Það hefurengan tilgang að gera eitthvaö mikið úrþessu en ég viðurkenni fúslega að ég hefði viljað hafa örlltið rýmri tíma fram I næstu viku við að Ijúka ýmsum málum. Það er samkomulagsatriði aö Ijúka þessu núna og ég stend viö það, þannig að það liggur í sjálfu sér ekkert svakalega mikið á". ráðuneytinu ekki tiltæk aðgengileg gögn sem svara til beiðni yðar um út- gjöld vegna utanlandsferða forsætis- ráðherra á árunum 1999 til 2004 - til dæmis eftir kostnaði vegna fargjalda, gistingar, dagpeninga, dagpeninga maka og risnu. Þá em ekki tiltæk að- gengileg gögn um hversu marga daga ráðherrann hafi verið erlendis á hverju ári, árin 1999 til 2004, hvar ráð- herrann var og hverra erindagjörða hann var hverju sinni," sagði í svari ráðuneytisins. DV kærði í lok aprfl þessar tvær synjanir forsætisráðuneytisins til úr- skurðamefndar um upplýsingamál. Hver ferð eitt stjórnsýslumál Úrskurðamefndin hefur nú stað- fest synjun ráðuneytisins. Nefndin segir upplýsingalögin ekki gilda um aðgang að þeim upplýsingum sem DV bað um nema þær væri að finna i „af- mörkuðum skjölum eða sambærileg- um gögnum. Einnig sé hver einstök utanlandsferð eitt stjómsýslumál: „Sá sem fer fram á aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalög- um verður að afrnarka beiðni sína með því að tilgreina þau gögn eða það mál sem hann óskar að kynna sér, samanber 1. málsgrein 10. greinar upplýsingalaga. Úrskurðamefnd hef- ur skýrt þetta ákvæði laganna svo að ekki sé unnt í sömu beiðni að fara fram á aðgang að miklum fjölda skjala úr fleiri en einu stjómsýslumáli, jafii- vel þótt skjölin séu nægilega til- greind," segir í úrskurði úrskurðar- nefiidar um upplýsingamál. Úrskurðarne&idin segir í úrskurði sínum að samkvæmt upplýsingalög- um beri stjórnvaldi að taka ákvörðun um það hvort verða eigi við beiðni um aðgang að gögnum svo fljótt sem verða megi. Hafi beiðnin ekki verið af- greidd innan sjö daga skuli skýra þeim sem bað um gögnin frá ástæðu taf- anna. Brutu fortakslaus fyrirmæli „Forsætisráðuneytið svaraði fyrri beiðni kæranda fyrst þegar meira en sjö vikur vom liðnar frá því hún barst. Tæpar fjórar vikur liðu síðan þar til ráðuneytið svaraði síðari beiðni kær- anda. Þessi málsmeðferð brýtur í bága við fortakslaus fyrirmæli 1. málsgrein- ar 11. greinar upplýsingalaga og er hún því aðfinnsluverð," segir í úr- skurði úrskurðamefitdar um upplýs- ingamál. Úrskurðar- nefridin er skipuð Eirfld} Tómassyni lagaprófess- j or, Elínu I Hirst frétta- stjóra og Valtýr Sigurðssyni, fangelsismála- stjóra ríkisins. gar@dv.is Lögmaður þreyttur á fasteignasvikum Vill tryggingu gegn skúrkum „Koma þarf upp opinberum trygg- ingasjóði sem bæti alltaf 100 prósent, allan þann skaða sem fólk verður fyrir vegnasvikavið kaup eða sölu fasteigna," segir Lúðvík Gizurarson hæstaréttar- Finnbogj Kristjáns- son Ákærður fyrir 27 milljónasvikgegn skjólstæðingum sínum. Helgi Magnús Her- mannsson Ákærður fyrir að svikja viðskipta- vinium 19 milljónir. lögmaður. Hann segir að tryggja þurfi þessum sjóði nægar tekjur, til dæmis hluta þinglýs- ingargjalds. Lúðvík rak fasteignasölu í Reykjavík í áratugi. DV greindi frá því í vikunni að tveir fasteignasalar hefðu verið ákærðir fyrir að svíkja umbjóðendur sína. Finnbogi Kristjánsson, fyrrverandi eigandi fasteignasölunnar Fróns var ákærður fyrir umboðssvik og íjárdrátt gagnvart sjö viðskiptavinum, samtals að upphæð tæpar 27 milljónir. Þá hefur lögreglustjórinn í Reykjavflc ákært fasteignasalann Helga Magnús Hermannsson fyrir að hafa svikið 19 milljónir út úr viðskiptavinum sínum. Nýlega var Bjarni Sigurðsson fast- eignasali dæmdur fyrir að draga sér 160 milljónir króna. Lúðvík segir að það sé dómstóla að fást við þessi mál en ástandið þurfi að batna. Til viðbótar við tryggingasjóð- inn leggur hann til að fasteignavið- skipti verði færð inn í bankakerfið. „Fjárhagslegt ör- yggi í fasteignasölu myndi stóraukast ef allar peningagreiðslur og meðferð skuldabréfa og húsbréfa væru færð inn í bankakerfið. Fasteignasalar seldu þá bara hús og íbúðir og fengju sín sölulaun en öll fjármál út af söl- unni væm í höndum viðskiptabank- anna,“ segir hann. „Þetta væm allt por £ rétta átt. standið þarf að batna.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.