Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2004, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2004, Blaðsíða 19
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 29. MAl2004 19 Una María Óskarsdóttir Siv Friðleifsdóttir i Una María er fædd árið 1962 og hefur verið öflugur stuðningsmaður Framsóknar- ’ flokksins alla sína ævi. Hún er með BA-próf í uppeldis- og menntunarfræði frá Há- i skóla íslands og á árunum 1998-2003 gegndi hún starfi framkvæmdastjóra opin- berrar nefndar um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum. Una María er einnig varabæj- ^arfulltrúi í Kópavogi og formaður (þrótta- og tómstundaráðs sama bæjarfélags. Þá s er hún formaður Landssambands framsóknarkvenna. Hún hefur því þjónað ^flokknum vel og fyrir það var henni veitt skósveinsstaða í umhverfisráðuneyt- inu þar sem hún snýst í kringum Siv Friðleifsdóttur umhverfis- j ráðherra. Sjálf hefur Una María verið á framboðslistum Fram- sóknarflokksins með litlum árangri en það er aldrei að vita ' nema við eigum eftir að sjá meira af henni í framtíðinni. Una er 1 gift Helga Birgissyni hæstaréttarlögmanni og eiga þau þrjú börn. Una María er því þriggja barna móðir og eiginkona, aðstoðar- maður ráðherra, formaður LFK, varabæjarfulltrúi og nefndarformað- ur. Samhliða þessu er hún formaður Þingeyingafélagsins í Reykja- k vík. Öll þessi störf hljóta að bitna hvert á öðru en þar sem skutul- i sveinsstaðan f umhverfisráðuneytinu tekur ekki mikinn tíma ger- \ u m vi^áMyrh^MJn^Marí^tandisi^/eláölluiTndgstöðvuiTK/ / o n Hi Björn Ingi HrafnssoifMalldór Ásqrímsson Björn Ingi tilheyrir ákveðnum hópi framsóknarmanna sem Hall- dór Ásgrímsson hefur mikið álit á og virðist sú klíka ætla að erfa völdin í flokknum. Halldór réð Björn Inga sem senditík sfna eftir að Árni Magnússon komst á þing og var gerður að ráðherra en Árni tilheyrir sömu klfku innan flokksins og Björn Ingi. Björn er fæddur árið 1973 en þrátt fyrir ungan aldur hefur hann komið sér ágætlega fyrir f flokknum. Hann nam sagnfræði og stjórn- málafræði við Háskóla íslands og hefur gegnt störfum skrifstofu- stjóra þingflokks framsóknarmanna og verið kynningarfulltrúi flokksins. Áður starfaði hann við blaðamennsku I dagskrárgerð á Ijósvakanum og þá liggja t eftir hann tvær bækur. Hann var að sjálfsögðu virkur í háskólapóli- tfkinni, situr í miðstjórn Framsóknarflokksins og á nú Ifka sæti í skipulags- og byggingarnefnd Reykjavík- urborgar. Hann hefur sjálf- ur verið á framboðslistum Framsóknar og er vara- þingmaður. Björn Ingi er kvæntur Hólmfríði Rós Eyjólfsdóttur hjúkrunar- fræðingi og eiga þau ' einn son. Fastlega er bú- ist við því að Björn Ingi láti meira að sér kveða í pólitíkinni þegar fram Ifð- I________________________J / Eysteinn Jónsso^(|jSuðni Ágústsson Rekstrarfræðingurinn frá Keflavík var ráðinn sendisveinn Guðna Ágústssonar í landbúnaðarráðuneytinu eftir síðustu kosningar. Eysteinn er með framsóknargen Ifkt og nafnið gefur til kynna og því sjálfgefið að veita honum rólegt og vel launað starf sem að- stoðarmaður landbúnaðarráðherra. Þar fyrir utan vann hann fyr- r sínu sem kosningastjóri flokksins í Suðurkjördæmi, k sem er einmitt kjördæmi Guðna Ágústssonar, þar | sem flokkurinn fékk tæplega 24% atkvæða í síð- ustu kosningum. Faðir Eysteins er Jóns Eysteins- son, sýslumaður í Keflavfk og sonur hins þekkta framsóknarmanns Eysteins heitins Jónssonar. Þeg- ar þessar upplýsingar eru lagðar fram fer dæmið að ganga upp en fyrir utan góð pólitísk tengsl þykir Eysteinn hinn ágætasti starfskraftur. Hann er fæddur árið 1970 og starfaði áður sem sérfræð- Jngur á fyrirtækjasviði hjá Sparisjóðnum í Keflavík. Upphaflega er hann fiskiðn- „aðarmaður frá Fisk- , vinnsluskóla íslands en hann hefur einnig lokið námi í iðnrekstr- arfræði af útgerðar- j markaðssviði {Tækniskóla fslands jt og M.Sc. námi í I rekstrarverkfræði * frá Álaborgarhá- skóla. J & Steingrímur & Þorgerður Katrín Sigurgeirsson Gunnarsdóttir Hefur þjónað Sjálfstæðisflokknum vel í gegnum tíðina bæði sem blaðamaður á Mogganum og hjá Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Hann var stjórnarmaður og framkvæmdastjóri SUS um tíma auk þess að Í'!‘ja í Samtökum ungra íhaldsmanna á Norðurlöndum. Hann var frétta- tjóri erlendra frétta hjá Morgunblaðinu áður en.hann varð vikapiltur Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur í menntamálaráðuneytinu. Steingrímur er fæddur árið 1966 og lauk hann BA-prófi í stjórnmálafræði frá H( árið 1997 og MPA-prófi í 1 opinberri stjórnsýslu frá John F. Kennedy School of Government við Harvard-há- skóla í Cambridge í Bandaríkjunum 2002. Steingrímur er kvæntur Maríu Guð- mundsdóttur viðskiptafræðinema og eiga þau tvær dætur. x PállMagnússon tgíValgerðurSverrisdóttir Páll er bróðir félagsmálaráðherra, Árna Magnússonar, og tilheyrir þeim armi Framsóknar- flokksins sem mun taka völdin þegar Halldór Ásgrímsson lætur af formennsku. Hann er son- ur Magnúsar Bjarnfreðssonar, fyrrverandi fréttamanns og bæjarfulltrúa framsóknarmanna í Kópavogi, og hefur á sinni stuttu ævi náð að vekja á sér verðskuldaða athygli í Framsóknar- flokknum. Hann erfæddur árið 1971, er með BA-próf í guðfræði og á tvö börn með konu sinni Aðalheiði Sigursveinsdóttur. Hann hefur komið inn á þing sem vara- , maður og þar vakti hann m.a. athygli á þörf fslands fyrir þjóðarleik- vang f knattspyrnu og gleraugnakostnaði barna. Litlu munaði að hann færi inn á þing sem aðalmaður eftir síðustu kosningar en það T kom í hlut bróður hans og í staðinn þurfti Páll að halda áfram sem f senditík Valgerðar Sverrisdóttur. Framsóknarmenn muna þó vel eftir Palla litla enda hefur hann gengið erinda flokksins frá blautu barnsbeini. Pólitíski ferilinn byrjaði fyrir alvöru í menntaskóla þar ^sem hann var formaður nemendafélagsins, hann var síðan í stúd- ^entaráði Háskólans, varabæjarfulltrúi í Kópavogi, formaður bygg- jnganefndar Smárans, varaformaður SUF og margt fleira. kNú er Páll t.d. varaformaður útvarpsráðs, situr í skóla- i nefnd MK, situr í stjórn Vímulausrar æsku og ervara- \ maður í leikskólanefnd Kópavogsbæjar. Páll hefur því j meira nóg að gera líkt og kollegi hans Una María. J Sæunn / Stefánsdótti Bergþór ÓlafssoiQ Sturla Böðvarsson & on istjánsson Sæunn er ung og óreynd sem skiptir svo sem ekki miklu máli þegar aðstoða á Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra. Eitt sinn féllu orðin „sá á hund sem elur" en Sæunn vonar svo sannarlega að sá spádóm- ur muni ekki rætast. Sæunn er fædd árið 1978 og út- skrifaðist með BA-próf í viðskiptafræði frá Háskóla (s- lands síðastliðið haust. Hún hóf sinn pólitíska feril þegar f menntaskóla þar sem hún var forseti Framtfð- arinnar og f Háskóla hélt framabröltið áfram. Hún var í stúdentaráði Háskóla (slands 2001-2003 og formað- ur lánasjóðsnefndar SHÍ 2001-2002. Þá hefur hún ver- ið öflug í ungliðastarfi Framsóknarflokksins. Á yngri árum lék hún handknattleik með Gróttu-KR og á nokkra landsleiki með yngri landsliðum Jslands að baki en þurfti að hætta vegna meiðsla sem Bergþór hóf snemma afskipti af pólitík og þrátt fyrir ungan aldur hefur hann komið sér ágætlega fyrir í Sjálfstæðisflokknum. Hann er fæddur árið 1975 á Akranesi en ólst upp í Borgarnesi. Hann lauk viðskiptafræðinámi Háskóla íslands f fyrra og hóf þegar störf sem hlaupasveinn Sturlu Böðvarssonar f samgönguráðuneytinu. Áður en hann hóf að ganga erinda Sturlu starfaði hann sem ráðgjafi hjá Lýsingu hf. og þar á undan hjá Heklu hf. samhliða háskólanámi. Bergþór hefur setið í stjórn Sambands ungra sjálfstæðis- manna og var áður formaður Egils, félags ungra sjálfstæðis- anna í Borgarnesi. Þá lét hann líka til sín taka f framapotinu í Háskólanum og var m.a. formaður (slandsdeildar NESU (samtök norrænna viðskipta- og hagfræðinema) og í |s^jóm^MágusaMélag^iðskiptafræ^nema^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.