Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1881, Blaðsíða 30
Kaupmannahöfn. j>essi störf hafði hann öll á hendi til
dauðadags. Einkum sýndi hann mikinn dugnað í stjórn
bókmenntafjelagsins; fám árum eptir að hann var orðinn
förseti J>ess voru fjelagsmenn orðnir þrefalt fleiri en
áður, hinar árlegu tekjur 4000 kr. meiri og fram-
kvæmdir fjelagsins, álit og vinsældir vasnar að sama
skapi. Einkum ljet hann sjer umhugað um að jtað
gæfi J>að út, sem snerti sögu landsins og sem aulcið
gæti álit á íslenzkum bókmenntum í augum útlendra
manna. Enginn hefir verið eins vel að sjer í sögu
Islands eins og hann, og með ójtreytandi elju kostaði
hann kapps um að safna öllum handritum, skjölum og
skilríkjum henni viðkomandi. Sjálfur hefir hann
skrifað fjarska-mikið henni viðkomandi og er mikill
hluti J>ess óprentaður; en auk J>ess er beinlínis liggur
eptir hann, J>á leiðbeindi hann mörgum öðrum vísinda-
mönnum og hjálpaði J>eim á ýmsan veg. Til hans
leituðu flestir sem eitthvað vildu vita um Island fyr
eða síðar, J>ví öllum var kunnugt að hann var hverjum
manni fróðari í J>ví efni og að hann með hinni mestu
greiðvikni veitti allar J>ær upplýsingar, er honum var
unnt.
En jafnframt J>ví sem Jón Sigurðsson var merkilegur
vísindamaður, J>á lagði hann hann einnig öllum öðrum
fremur stund á að hrinda almennum málum íslands í
J>að horf, er verða mátti til framfara og heilla. I J>ví
skini stofnaði hann 1841 „Ný Félagsrit“, er hann
síðan ásamt nokkrum fieirum hjelt út í meir en 30 ár.
Bæði í ritum Jtessum og annarstaðar gjörði hann
sjerhvað J>að að umtalsefni, er hann áleit að íslandi
gæti verið til gagns, og leitaðist við að vekja í öllum
greinum framfarahug og fjelagsanda meðal Islendinga.
Orð hans spruttu af einlægum hug, heitu hjarta og
fastri sannfæringu, og J>að var J>ví eðlilegt aö J>au hefðu
(»«)