Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1881, Blaðsíða 43
r
Dcsember 23. Utför liennar í Garnisonskirkju í lvliöfn.
— 30. Tliomsen kaupmaður í Keykjavík (læmdur í bjeraði í
40 kr. sekt og málskostnað fyrir ólöglega veiðiaðferð, þver-
girðingar, í Elliða-ám.
ARBOK ANNARA LANDA 1879.
Janúar 3. Fólksþingiskosningar i Danmörku, eptir þingrof
10. desbr. 1878; vinstrimenn ósigur.
— 4. Dreyer hermála- og flotaráðherra í Danmörku segir af
sjer, Kaufl'mann verður hermálaráðberra, Ravn flotaráð-
herra.
— s. d. Líflátinn Moncasi, sá er veitti Alfons Spánarkonungí
hanatilræði 25. oktbr. 1878.
— 5. þingmannakosning á Frakklandi, í öldungadeildina;
þjóðvaldsmenn fullkominn sigur.
— 7. Yilhjálmur III. Holiandskonungur gjörir brúðkaup til
Emmu, prinzessu frá Waldeck, í Arolsen.
— 9. Andast Esparteró „sigurhertogi“, á Spáni, 87 ára.
— 10. Brann bókhlaða í Birmingham á Englandi, með 80,000
binda, m. fl.
— 11. Bretur fara með hernað á hendur Cétewayó Zúlú-
Kaffa-konungi, í Afríku.
~ 14. Fraklcar ganga á þing, í Versölum. Jules Grévy
endurkjörinn forseti í fulltrúadeildinni, Martel í öldunga-
deildinni.
~~ 15. Stjórnin á Frakklandi kveður heim úr útlegð í Nýu-
Iialedóníu 2245 sakamanna frá Parísar-upplaupinu 1871.
18. Svíar ganga á þing, í Stokkhólmi.
~~ 21. Orusta með Bretum og Zúlú-Köffum, við Isandúlu,
nær Túgelu, merki-ánni; Zúlú-Kaff'ar voru 15000 saman
og stráfelldu sveit Breta, 1400 manna.
~~ 27. Fimmtíu-ára-afmælishátíð fjölfræðingaskólans íKaup-
mannahöfn. ,
~~ 30. Mac Mahon leggur niður ríkisforstöðu á Frakklandi.
Jules Grévy kjörinn ríkisforseti í hans stað, til 7 ára.
— 31. Danir ganga á þing, í K.höfn.
s. d. Gambetta kjörinn forseti fulltrúadeildarinnar á þingi
Frakka.
~~ s. d. Forstjórar banka þess í Glasgow á Skotlandi, er varð
gjaldþrota haustið áður (frekar 111 miij. kr. höfðu þar
gengið í súginn), dæmdir í varðhald fyrir fals og ótrúnað,
tveir þeirra í 18 mánuði, hinir fimm í 8.
(39)