Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1881, Blaðsíða 46
veita honum í móti styrk og fulltingi og greiða honum
2160000 kr. tillag um árið.
— 29. Lokið fundarhaldi í París um að grafa sund gegn-
um Panama-eiði. Yar það afráðið með atkvæðafjölda.
Forgöngumaður þess Lesseps, sá er stóð fyrir sundgrept-
inum um Súez-eiði. Sundið verður nær 10 mílum á lengd,
_27 fet á dýpt, 69 fet á breidd. Gjört ráð fyrir að verkinu
muni af lokið á 6 ára fresti. Aætiaður kostnaður 750
milj. kr.
— 50. Wolseley bershöfðingi sendur af stað frá Englandi
með nýjan liðsauka og til yfirherstjórnargegnZúlú-Köffum.
Júní 1. Louis Napóleon keisarason, hins III., bíður bana
fyrir Zúlú-Köffum, suður í Afríku, hálfþrítugur.
— 4. til 6. Fjögra-alda-aímælishátíð háskólans í Kaupmanna-
höfn.
— 5. Andast Kr. Mantzius, ágætur leikari danskur, 59 ára.
—- 9. Solowjefl', morðræðismaður við Rússakeisara, tekinn
af lífi.
— 11. Gullbrúðkaup Vilhjálms þýzkalandskeisara og Ágústu
drottningar hans.
— 13. Andast Vilhjálmur af Oraníu, konungseíni á Hollandi,
39 ára.
— 14. Danir ganga af þingi.
— 20. Norðmenn ganga af þingi.
— 26. Miklagarðskeisari tekur völd af Ismail Egiptajarli,
eptir áskorun Frakka og Breta og hinna stórveldanna,
mest fyrir skuldareíjar, og fær þau í hendur elzta syni
hans, Tewfik.
— 30. Ismail Jarl fer úr landi, til Italíu, með kvennabúr
sitt og of fjar.
Júlí 4. Chelmsford lávarður, yfirforingi fyrir liði Breta í
Afríku, vinnur fullnaðarsigur á Cetewayó Zúlú-Kafi'a-
konungi í orustu hjá Ulundi, aðseturstað konungs. Bretar
höfðu 9200 manna, hinir 20,000; af þeim fjellu 1500, af
Bretum 10. Konungur komst undan á flótta.
— 8. Danakonungur vígir járnbrautarbrú yfir Limafjörð.
— 12. Ríkisþing jjjóðverja samþykkir tollverndarlagafrum-
varp Bismarcks. Gengið af þingi samdægurs.
— S. d. Jarðarför Napóleons keisarasonar í Chislehurst, að-
setursbæ móður hans, Eugeníu drottningar, á Englandi.
— 13. f>ingkosningar í Austurríki. Hinn þýzki flokkur varð
í minnahluta.
— 14. Cairoli tekur við stjórnarformennsku á Italíu, af De-
pretis.
— 18. Nordenskiöld prófessor hinn sænski losnar úr hafís-
num landnorðan við Asíu, með gufuskip sitt Vega; hafði
legið þar ístepptur frá því 28. sept. árið áður, kominn nær
alla leið austur fyrir álfuna að norðan, fyrstur manna.