Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1900, Page 32
STYRNDUR HIMINN í FEBRÚARMÁNUÐI.
Norðnr
Suður
Yflr þveran himininn frá norðri til suðurs liggur vetrar-
brautin, sem lítur út eins og þokustrimill á himninum, en er
eintómar stjörnur í svo mikiili fjariægð, að vjer ekki getum gjört oss
neina hugmynd um hana. Auk þess má sjá stjörnuþyrpingarnar:
sjöstyrnið (merkt 20 á kortinu), regnstjörnurnar (19) og jötuna
(9). Stjörnurnar í hinni síðast nefndu þyrpingu sjást ekki með
berum augum aðgreindar, en í nokkurn veginn góðri sjónpípu
iná greina þær sundur. Bm kl. 9 á kvöldin er stjörnumerkið
Oríon hátt á lopti milli suðurs og suðvesturs, það er fegursta
stjörnumerkið, sem hjer sjest. 1 því merki er skæra stjarnan
Beteigeuze (15) og Bellatrix (16), þar fyrir neðan þrjár nokkuð
minni stjörnur í röð,[nefndar fjósakonur hjer á landi, en ann
arstaðar Oríonsbelti, þar niður úr er aptur röð af smáum stjörn-
um, sem nefndar eru fjósakarlar eða Oríonssverð, þar er hin
mikla stjörnuþoka, Oríonsþokan. Lágt á suðurlopti er hvítleit
stjarna mjög skær, Síríus (14), skærasta stjarnan á himninum og
nokkru ofar í austur er Prokyon (11); þar fyrir ofan eru tvi-
burarnir Kastor (13) og Pollux (12), Capella (22) eða kaupa-
mannastjarnan, en skamt fyrir austan tvíburana er Regulus (8).
Hátt í norðaustri er stóri vagninn, sem;flestir þekkja. með 7 stjörnum
í óreglulegum bug, og á vesturbimninum stjörnumerkið Andromeda.
En í vetrarbrautinni stjörnumerkin Persevs og Kassiopeia.
VI