Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1900, Page 74

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1900, Page 74
með því að hlusta á þá« — og seinna í sömu ræðn sagði hann: »Sekur maðuróttast sverð réttvisinnar, og saklaus hræð- ist sjóndepru hennar, en báðir skelfast þeir að vera lagðir 4 met hennar«. — I hréfi til konu sinnar segir hann um nokkra stjórnmálamenn og þingmenn, sem hann minnist á: »Eg veit að þeir sjóða í vatni, en eg hefði ekkitrúað því, að þeir bvggi til eins andalausa vatnssúpu, sem engi minsta fitu-mæra er í«; og siðar segir hann: »Mér er þó annars að fara fram í þvi, að tala eins og þeir: tala mörg orð, en segja þó ekki minstu ögn með þeim«. Eitt sinn sagði Bismarek: »Guð hefir gefið mér augu til að sjá með, en það er einkennilegt við þau, að eg hefi miklu skarpari sjón á bresti annara en kosti þeirra. — Um Lasalle foringja jafnaðarmanna, sagði hann eitt sinn á þingi: »Eg játa það fúslega, að Lasalle er öflugur vinur einveldisins, en hann er ekki búinn að bræða með sér enn, hvort það á að verða keisaraættin Hohenzollern eða höfð- ingjaættin Lasalle, sem æðstu völdin á að hreppa«. I lok ófriðarins milli Frakka og Þjóðverja, þegar Par- is gafst upp, fóru þeir Thiers og Favre á fund Bismareks til að semja við hann um friðarskilmálana. Yið kvöld- verðinn fór hann að lýsa þeim háðum; Thiers væri ekki stjórnmálamaður, sagði hann; til þess væri hann um of hreinskilinn, opinskár og fljótfær. Hann hefði t. d. get- að haft upp úr honum, að Parisbúar ætti ekki vikuforða eftir af matvælum, hvorki fyrir herlið sitt né aðra bæjar- búa; og Favre væri hégómagjarn, er bann hefði sett einn friðarskilmálann þannig, að Frakkar ætti að skjóta sein- asta skotið. »En svona eru Frakkar gerðir«, segir Bis- marek, »að þó að þeir séu lúbarðir, halda þeir að það sé ekkert, ef talað er við þá á meðan um frelsiog mannréttindi«. * * * Jósep Chamberlain hefir allmörg ár undanfarin verið einn af ráðherrum Bretadrotningar. Hann er ræðumaður mikill, ötull og harðfylginn að þvi skapi, og hefir því kveð- ið mikið að honum. Hann var um tíma öflugur flokks- maður Gladstones, en snerist síðar frá honum og varð eiun af skæðustu andvigismönnum hans. Við það aflaði hann sér óvildar og jafnvel haturs margra manna. Til þess henda (60)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.