Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1900, Page 80

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1900, Page 80
Skrítlur. Yilhjálmur II. Þýzkalandskeisari hafði að vanda haldið langa ræðn; í þetta skifti var hún við herdeild í liði hans. Meðal annars sagði hann »að enginn gæti verið góður hermaður, nema hann væri vel kristinn«. En svo vildi til, að margir Gryðingar voru í herdeild þessari. Skömmu siðar kom út í þýzku skop-blaði mynd af djöflinum með hnút á hálanum. Hann var mjög áhyggju- fullur að tala við sjálfan sig og segir: »hversvegna hnýtt/i eg þennan hnút? Hvað var það sem eg artlaði að muna'i') — Jú, nú man eg hvað það var. Það var rœða keisar- ans um daginn«. I horninu upp yfir myndinni sáust líkt og i þoku mynd- ir af þrenrar frægustu herforingjum fornaldarinnar, sem hvorki voru né gátu verið kristnir. * * # Ungur prinz sagði við söngkennara sinn: »Yður finst sjálfsagt, herra prófessor, að eg hafi ekki spilað vel í dag; mér hefir gengið svo i!la«. Kennarinn: »Nei, yðar tign! Það vantaði lítið á að það væri ágætt; hinar réttu nótur lágu optast fast við þær, sem yðar tign þóknaðist að slyðja á«. * * * Krúin sat í miðju leikhúsi og segir ergileg: »Eg sé ekkert fyrir henni frú B. Eg vildi óska að hún væri svo nærgætin, að taka af sér hattinn; hann hyrgir fyrir alt leiksviðið«. Maðurinn hennar: »Þú situr sjálf með stóran hatt, góða min«. Frúin: »Já — en er það ekki alt annað? Hún situr fyrir framan mig«. * * Hún: »Eg get ekki að þvi gert, að eg er ævinlega hrædd i þrumuveðri«. Hann: »Mér þykir það mjög náttúrlegt, að þér séuð hræddar, fröken, sem hafið svo ákaflega sterkt aðdráttarafl«. 1) Margir gera þaö sér til minnis. að hnýta hmlt A vasaklút- .nn sinn. til að minna þá A það. sem þeim er Arídandi að muna. (66)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.