Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1900, Page 81

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1900, Page 81
Menn voru á ferð með marga hesta lausa. Þegar atti að skifta hestnm, var einn þeirra svo styggur, að hann náð- ist ekki Segir þá einn af ferðamönnunum : >Eg sé ráð við þessu; ekki er annað en taka fantinn og líða honum«. * * % A. stefnir B. fyrir gestarétt vegna vanskila, en B. bjó nokkuð langt burtu, og skrifar því stefnanda, að sér væri ómögulegt að mæta hinn ákveðna dag vegna annríkis, og biður A. vinsamlega í hjartans einlægni, að gjöra sér þann greiða, að viœta fyrir xina hönd á forlíkuninni. * * * Nokkrir menn voru að reka lambahóp til afréttar, og höfðu eltingar við lömhin; þau voru óþæg í rekstri. Kerl- ng, sem var i koti við afréttariandið, sá þetta og sagði: »Mikið er það, að lömbin skulu ekki vera farin að venjast við réksturinn; þau sem eru þó rekin hérna fram á heiðina ár eftir ár*. Ý ♦ íjí Lœknirinn: »Hvernig liður honum G.« Bóndinn: »Hann er mesti aumingi*. Lœkn: »Það þurfti að taka lungun úr honum og setja ný í staðinn*. Bónd.: »Getur nokkur gcrt það hér á landi« Lœkn.: »Nei! Eg sagði þetta í spaugi*. Bónd.: »Ja — en — gætu þeir þó ekki gert það ut- an lands, ef hann sigldi«. * * :}: Árni: »Greturðu lánað mér 50 kr. núna, kunningi?« Bjarni: ».Já!« — Arni: »Yænn ertu, það er ágætt«- Bjarni: »Þú getur ekki fengið peningana samstundis, eg hef þá ekki hjá mér. Fyrir þrem árum lánaði eg þér 100 krónur; þegar þú kemur með þær, skal eg lána þér 50 kr.« * * * • Aldrei hef eg orðið svo aumur«, sagði karlinn, »að eg hafi mist vitleysuna — — — vitið, ætlaði eg að segja«. * * ■'< Madama A..- »Eg hef frétt, að hún vinkona okkar N. sé dáin«. Madama B.: »Það getur varla verið satt, eg hefi ný- lega fengið hréf frá henni, og hún getur ekkert um það«. (67)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.