Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1900, Page 84
Sonurinn: »Ef eg væri Guð, þá skyldi eg láta koma
þurk, svo alt heyið okkar þornaði«.
Móðirin: >Já! Ekki held eg að þig vanti gáfurnar
til þess drengur minn, nóg ertu greindur, en það gengur
svona. Það hefir ekki átt fyrir þér að liggja«.
Sjf :jc
Kerling settist við eld gegnköld i vetrarliörkn, og seg-
ir þá: »Grott á fjandinn að geta setið við eldinn þegar
haun vill«.
* * *
Hann: »Heldurðu að þér geti alt af þótt eins vænt um
mig eins og síðan við trúlofuðumst?«
Hún: »Já! Þangað til eg sé annan, sem mér þykir
fallegri«.
6 * * *
A. Hver hefir verið mestur syndari, sem sögur fara af«.
B. »Sjálfsagt Móses, þvi hann braut öll hoðorðin«.
* #
Úr prófasts-visitazíubók gamalli: »IIús staðarins fall-
in. Kúgildi staðarins kveðst prestur sig upp etið hafa. Kirkja
fyrir finst engin«. Tr. G.
Austurlenzkar smásögur.
Kryplingur nokkur var einu sinni spurður, hvort hann
vildi heldur óska, að hann væri sjálfur orðinn rétt vaxinn
eða allir aðrir væru orðnir eins og hann. Kryplingurinn
svaraði: »Eg vildi heldur, að allir aðrir væru orðnir eins
og eg, því að þá mundi eg ekki lita á þá eins og þeir
lita nú á mig«.
Ý * Ý
Fátækur maður, sem átti einn húðarklár, fann einu sinni
upp á þvi, til þess að afla sér peninga, að hann batt klár-
inn á.hásnum í hesthúsinn svo að höfuðið vissi fram en
taglið að jötunni. Hann auglýsti síðan, að i hesthúsinu
sínu mætti sjá.undur mikið, því að hesturinn hans hafði
taglið, þar sem aðrir hestar hefðu hausinn. Fólk flyktist
að, til þess að sjá þetta, og allir urðu að horga nokkra
aura fyrir að komast inn. En þegar þeir komu út, voru
þeir sneyptir mjög af þvi að hafa látið gabhast þannig, en
sögðu þó ekki frá bragðinu, því að þeir vildu gjarnan, að
aðrir færu sömu för. Þannig flyktust flestir bæjarbúar að
hesthúsinu og fátæki maðurinn græddi laglega fjárupphæð
á svipstundu.
(70)