Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1900, Page 85

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1900, Page 85
Einu sinni var stoliO peningum frá rikismanni. Hann kærði það fyrir dómaranum, en hann lét kalla alla heimil- ismennina fyrir sig, fekk þeim sitt prikið hverjum og sagði:. »011 þessi prik eru jafnlöng; komið þið með þau til mín aftur í fyrra málið; þá verður prik þjófsins orðið þumlungi lengra, svo að þá er hægt að vita, hver þjófurinn er«. Þegar þeir voru komnir út, var þjófurinn orðinn hræddur og sagaði þumhmg af sinu priki. Þegar dómarinn athugaði prikin daginn eftir, sagði hann strax, hver þjófnaðinn hefði framið, svo pilturinn þorði þá ekki annað en meðganga. Um myndirnar. Vorið og sumarið 1897 var óvanalega litið um ís i norð- urhöfunum. En árið 189b var þar mikill is, eins og sjá má af myndunum, sem voru í síðasta almanaki. Ef mynd- um þessum verður haldið áfram nokkur ár í almanakinur getur orðið talsverður fróðleiknr að þvi; öllum hlýtur að vera áhugamái, einkum þeim, sem byggja norður- og austur- land, að verða því nokkuru kunnugri en áður, hvernig lands- ins versti óvinur hagar sér ár hvert. — Fyrir góðfýsi veð- urfræðafélagsins i Khöfn hefir verið hægt að prenta þess- ar myndir hér í almanakinu. Þær eru upphaflega gerðar af félaginu. Það hefir öllum framar áreiðanlegar skýrslur um ísalögin í norðurhöfum Þeir sem hafa ánægju af fegurð himinhvolfsins, þegar himinn er heiður og alstirndur, geta af 2 myndum hér að framan lesið sig áfram, að þekkja nöfn fegurstu sjarnanna, sem sýnilegar eru. Það er einkennilegt ferðalag, að fara í »kláf« yfir stór- ár. »Kláfnr er óvíða notaður á íslandi til flutninga yfir ár; hann er helzt hafður á Jökuldal yfir Jökulsáí N-Múla- sýslu. í Skagaíirði er að eins einn kláfur yfir Héraðsvötn- um og er sýnd mynd af honum hér að framan, en þvi mið- ur sést »kláfurinn« óglögt. Tveir strengir eru strengdir yfir gljúfrið milli efstu hjarghrúnanna; neðan í þessa strengi eru svo kláfarnir hengdir. Efst i kláfstuðlana eru greypt hjól, sem leika ofan á strengjunum. Ekki er hægt aðstrengja þessa þræði svo, að þeir lafi eigi dálítið niður í miðjunni; hleypur því kláfurinn frá bjargbrúninni af sjálfu sér fram (71)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.