Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1906, Síða 46
Japanar eru nú þegar í tölu fremstu stórvelda
heimsins. — Saga þeirra in síöustu ár er svo kunn,
aö hana þarf ekki hér að segja.
Alt það, sem Japansmenn eru orðnir síðan 1867,
mega þeir þakka keisara sínum. Proskasaga þeirra
á þessum árum er ævisaga hans. Framfarir þeirra á
þessu timabili eru ávöxturinn af ævistarfi hans.
Hann þykir vera fyrirmyndar-heimilisfaðir og
drottningu sinni mjög ástúðlegur. En er lu'in reyndist
óbyrja, kom þeim hjónum saman um að keisarinn
tæki sér frillu til að viðhalda ættinni. Með henni
heíir hann átt bæði sonu og dætur, og er elzti sonur
hans, Yoshi Hito (f. 31. Ág. 1879) ríkiserfingi. Allir
liafa sj’nir hans, þeir er upp eru komnir, barizt í
stríðinu við Rúsa. Sæta þeir að öllu sömu kjörum
sem aðrir hermenn og sofa úti á bersvæði i kulda,
ef svo ber undir. Um krónprinsinn er það sagt, að
liann sé mesíur maður á hæð allra landa sinna og
einhver fimasti maöur í ríkinu við allar líkamsíþróttir.
Mutsu Hito er skáld og eru ljóð hans einkenni-
lega hljómfögur. Af þeim má sjá, að hann er til-
finningamaður mikill, og mörg af síðustu kvæðum
hans eru andvökukvæði, ort á nóttunni, þegar hon-
um verður ekki svefnsamt í sæng sinni af áhyggjum
yfir því, hvcrt harðræði og þjáningar þegnar hans
mega þola í styrjöldinní miklu, sem Japan á nú i.
Pað er víst, að þess finnast engin dæmi í mann-
kynssögunni, að nokkur þjóð hafi öðruin eins ham-
skiftum tekið til menningar og framfara í öllum
greinum á jafnstuttum tíma eíns og Japanar hafa
gert á stjórnarárum Mutsu Hitos, enda mun hann
trauðlega hafa átt sinn jafningja meðal stjórnenda
heimsins sem menningarfrömuður og forsprakki
þjóðar sinnar.
(32)