Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1906, Page 64
Júní 20. Þorsteinn Guðmundsson skipaður yfirmats-
maður á gæðum fiskfarma frá Reykjavik.
— 28. Pórði J. Thoroddsen héraðslækni í Keflavíkur-
héraði veitt lausn frá embætti.
— 29. Sigurði Hjörleifssyni héraðslækni í Höfðahverfi
veitt lausn frá embætti.
Júlí 1. Jón A. Jónsson, hreppstj. á Garðsst. í IsaQ.s.
skipaður yfirmatsm. á gæðum fiskifarma á Isafirði.
— 20. Guðlaugur Guðmundsson sýslum. í Skaptaf.s.
skipaður sýslum. í Eyjafj.s. og bæjarfógeti á Akureyri.
— 25. Cand. jur. Karl Einarsson settur sýslum. i
Rangárvallasýslu frá 1. ágúst.
Ágúst 1. Amtmönnnnum J. J. Havsteen og P. J. Briem
veitt lausn frá embætti þeirra frá 1. okt. 1904.
— 5. Cand. mag. Bjarna Jónssyni vikið frá auka-
kennarastöðunni við Iærða skólann frá 30. sept.
— 13. Yfirkennari Steingrímur Thorsteinsson settur
rektor við lærða skólann frá 1. okt. 1904. — Jó-
hannes Sigfússon kennari í Hafnarfirði, settnr yfir-
kennari við lærða skólann.
— s. d. Friðrik Möller póstafgreiðslumaður á Eski-
firði, skipaður póstafgreiðslumaður á Akureyri.
—23. Stefán Gíslason héraðslæknir t Hróarstungu
skipaður læknir í Mýrdal.
— 20. Sigurður ingeniör Thoroddsen settur 5. kennari
við lærða skólann frá 1. oktbr.
September 9. Landfógeta Árna Thorsteinsson veitt
lausn frá embætti.
— s. d. Yfirréttarmálfærslum. Einar Benediktsson,
skipaður sýslum. i Rangárvallasýslu.
— 23. Cand. jur. Ivarl Einarsson, settur sýslum. i
Skaftafellssýslu frá 1. okt. 1904.
— s. d. stjórnarráðið skipaði amtm. J. Havsteen for-
seta í amtsráði Suðuramtsins. — Sýslumann Lárus
H. Bjarnason forseta i amtsráði Vesturamtsins. —
Sýslum. og bæjarfóg. á Akureyri, Guðlaug Guð-
mundsson, forseta í amtsráði Norðuramtsins, —
(50)