Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1906, Page 73
— 15. Roíið sambandsþingið í Ástralíu og Reid falið
að mynda nýja stjórn.
— 16. Ákafir skógareldar geysa 2 daga í Fontainebleau.
Sept. 1. Opinberaður samningur milli Bretlands og
Rýzkalands um gerðardóma í þrætumálum, undir-
skrifaðir 12. júlí.
— 4. Japansmenn taka Líaó-jrang.
— 7. Stríðinu lokið í Tíbet og verzlunarsamningur
gerður við Bretland i Pótala, ritaður á ensku,
tíbetsku og kínversku.
— 8. Svíatópolk-Mirskí verður eftirmaður Plehves,
innanrikisráðherra Rússa.
— 11. Alexeieíf, yfirherforingi Rússa, sækirumlausn
frá herstjórninni.
—- 20. Hefst alþjóðlegur frýhyggjendafundur í Róm;
fundarmenn 4000.
— 23. Eldur uppi í Vesúvíusi.
— 24. Hersveit Breta í Tibet heldur heim á leið
frá Lhasa.
— s. d. HroðalegtjárnbrautarslysíTennesseeí Banda-
ríkjunum; 54 menn farast, en 120 særast.
27. Díaz hershöfðingi kosinn forseti í Mexikó.
Okt. 7. Eldfjallið Mont Pelée á Martinique gýs.
— 10. Járnbrautarslys i Missourí í Bandaríkjunum.
33 menn bíða bana og 30 særast hættulega.
— 17. Chilí og Bólivia semja með sér um frið og
vináttu framvegis.
— 22. Eystrasaltsflotí Rússa kominn á leið austur
til orustusvæðisins i Asiu; hittir brezka botnvörp-
unga um nótt i Norðursjónum, hyggur þá vera
japanska tundui'báta í fyrirsát og lætur skotdynja
á þeim. Einu skipi sökkt, 2 menn drepnir, 29 særðir.
— s. d. Franska þingið samþykkir gjörðir stjórnar-
innar i viðskiftum við páfann með 318 atkv. gegn 230.
■ 26. Kúrópatkin vei'ður yfirforingi landhers Rússa
í Asíu.
(59)