Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1906, Page 92
sýna hlutfallið milli pósthréfafiölda landauna og töskurnar
sýna á sama hátt stærð böggulpóstsendinganna. Rússland,
sem er langstærsta landið, hefir tiltölulega mjög lítinn
póstbréfakassa, en allstóra póstbögglatösku. Bandaríkin
hafa stærstan póstbréfakassa, en þau eru líka stærsta land-
ið næst Rússlandi. Bretland, Þýzkaland, Bandaríkin og
Syíss hafa tiltölulega stærsta bréfakassa.
Bréfafjöldinn sýnir mentun þjóðanna og viðskifta-
þroska þeirra. Eftir skýrslum alþjóðapóstskrifst.ofunnar í
Bern voru árið 1900 send frá þeim pósthúsum, sem í póst-
sambandinu eru, samtals 21t/2 miljarð1 almennra bréfa og
bréfspjalda, 49 miljónir peningabréfa og böggla, sem voru
samtals 47 miljarða franka2 virði, 490 miljónir póstávísana,
sem voru 20^2 miljarðs franka virði, 407 miljónir póst-
böggla, sem voru lð1/^ miljarðs franka virði, 2204 milliónir
dagblaðasendinga og 38 millíónir sendinga með eftirkröfu,
sem voru 2406 mill. fr. virði. Árið 1900 hafa þá póst-
arnir flutt alls 88 miljarða fr, virði, sem er ö1/^ meira en
fjárhagsáætlun allra rikja heimsins; þær eru samtals 28‘/2
miljarðar franka. (Eftir frönsku almanaki).
Goð ýmsra landa.
Myndin (VIII) sýnir goðalikneski ýmsra þjóða, og eru
þau sum ekki sem friðust eða tignarlegust. En fyrir þess-
um átrúnaðargoðum liggur mikill fjöldi mannkynsins á
hnjánum og sækir til þeirra huggun í mótiætinu og vernd
gegn því sem ilt er.
Búastríðið.
Efst á myndinni (IX) sjást tvö höfuð, sitt hvoru megin
við stóran kassa eða skáp. Það eru þeir J. Chamberlain
og G. TUiodes, sem voru aðalhvatamenn til Búastríðsins.
Þeir standa á toppinum á stórum hól, en hóll sá er gud'
hrúgan, sem þeir hafa eytt í Búastríðið. A myndinni ma
lesa, hve mikið það er.
Næsta línan á myndinni sýnir með stærðum manna-
1) miljarð = 1000 miljónir. 2) franki = 72 aurar.
(78)
L