Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1921, Page 34
kvæöið um þann heimkynnislausa mann, er þráir
aöra tíma, aðra menn og aðra menning, þráir morg-
unbjarta æsku fornaldarheims, þetta tignarkvæði,
sýmfóníum líkt að hrynjandi og hljómi?« — Pessi
orð eru og af merkum sænskum bókmentamanni
sögð um Heidenstam: wFrumlegar eða snjallara en
Heidenstam lireyfir nú enginn lifandi manna tungu
vora til söngs og sögu«.
En Heidenstam skjddi ekki hverfa til fornaldar-
heims Grikkja og suðrænna þjóða. Pegar hann var
aftur kominn til Svíaríkis, misti hann lystina til að
sækja draummyndir sínar annarstaðar að en frá
sinni eiginni þjóð. Hann sekkur sér nú niður í sögu
Svía. Hann leitar aldar, er frumlegri sje og gjarnari
til göfugri framkvæmda en samtíð hans. Og hann
velur fyrst Karl XII. og kapþa hans. Pó er það ekki
Karl konungur sjálfur, sem er söguhetja hans, og í
rauninni ekki heldur í eiginlegri merkingu hin
sænska þjóð. Pað, sem hann verpur ljómanum á í
Karlungasögum, er þjóðarandinn. Pessari sögulegu
skáldsagnaritun heldur hann áfram með Sankl Göran
och Draken (1900), Heliga Birgiltas Piigrimsfard (1901)
og loks hefst stórvirki hans í þessari grein, Folkunga-
trádct (1905). í inngangi þess rits, »Folke Filbyter«,
er sem renni saman tveir straumar. Mæða og ör-
vænting hins gamla manns, er leitar sonarsonar síns,
er rænt hafði verið, lýsir meira sálarstríði en önnur
rit Heidenstams. En jafnframt er hlutskifti Folka Fil-
byters almennara eðlis. Hér er að ræða um dýpið
milli kynþátta, er greinast að af ólíkum skoðunum,
ólíkum markmiðum, ólíku orðfæri. Það er einnig
óhamingja að vera mikilmenni. Heidenstam hefir
löngum hneigzt að því, að skoða veröldina sem sig-
urbraut illra manna og Ieggja þyrnikórónur um
höfuð þeirra manna, sem frumkvöðlar eru mikilla
hugsjóna. í kvæði sínu um Gunnar á Hlíðarenda
segir hann:
(4)