Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1921, Side 118
frágangi, Qölbreytt og fróðlegt að efni og þannig
sniðið, að það er eins við hæfi íslendinga heima,
enda er þess beint getið i formála ritsins, að sumir
ali þær vonir i brjósti, »að myndast geti samtök um
þjóðræknismálið meðal allra íslendinga, og verður
þá tímaritið sameign þeirra allra, og getur orðið.til
þess að leiða hugi þeirra saman, og er frá líður^flutt
jöfnum höndum ritgerðir heiman að sem héðan, að
austan sem að vestan«.
Af merkustu ritgerðunum í þessu fyrsta ári'tíma-
rítsins má nefna »Vinlandsferðirnar« eftir Halidór
Hermannsson bókavörð vlð Fiske-safnið, mjög fróð-
lega og ítarlega grein um ferðir íslendinga til Vestur-
heims í fornöld og ritgerðir og kenningar fræðimanna
um þær. Ennfremur yfirlitsgrein eftir Indriða Einars-
son um framfarir Islands, með fyrirsögn »Islendingar
vakna«, og upphaf að einkarfróðlegri ritgerð um
»Pjóðræknissamtök meðal Islendinga í Vesturheimi
eftir sira Rögnvald Pétursson. — Alt er ritið hið læsi-
legasta, enda prýtt kvæðum og smágreinum eftir rit-
færustu landa vestan hafs, svo sem Stephan G. Ste-
phansson o. m. fl.
Vér viljum hvetja landa vora til þess að eignast
ritið og óskum félaginu allra heilla.
Rosabaugar.
Allir þekkja þá. Peir vita á illviðri þegar þeir sjást
um sól og tungl Ef þeir eru daufir, vita þeir hefzt á
þráviðri, einkum þegar ísar eru við landið. Veðra-
baugar eða rosabaugar vita á hvassviðri með regni
þegar þeir eru dökkrauðir og sumstaðar grænleitir.
— Ef þetta er að vetrinum, þá er von á snjókomu.
Bjartir hringar um tunglið vita oftast á góða veðr-
áttu næsta dag.
Þegar meira eða minna skærir geislabaugar (eins-
konar rosabaugar) sjást um miðjan dag kringum sólu,
(88)