Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1921, Page 108
því eftir rafmagns-strokjárnum, alstaöar þar, sem
hægt er að fá rafstreymi.
Pá er rafhitun höfð til inargvíslegra annara nola.
Handiðnamenn nota rafstreymi til þess að liita lini,
brennijárn, ýmiskonar strokjárn, sem höfð eru við
bókband og smíðir, gyllingaráhöld. Er skjótt til að
taka, engin óhreinindi, engin eldhætta.
í Sviþjóð helir verið lögð mikil stund á að rann-
saka hitun berbergja með rafmagni. Raflýsingastöðin
í Stokkhólmi heflr t. d. látið fram fara rannsókn á
hitun berbergja með lieitri vntnsveitu og hefir vatnið
til skiftis verið hitað með koksi og rafmagni. Hefir
þá orðið sú raunin á, sem við var að búast, að raf-
hitunin hefir sína góðu kosti, en verður of dýr, sakir
þess, hve hitamagnið þarf mikið. Hvort sem herberg-
in eru hituð með vatnspíþum eða venjulegum ofn-
um, þá kemur hitinn hér að miklu betri noturn og
fer langt urn minna í súginn, heldur en t. d. við
suðu, svo að rafhitunin stendur hér ekkí jafnvel að
vígi í samkeppninni, þótt rafhitinn komi allur að
fullum notum. J,
Petta horfir annan veg við þegar hita þarf lierbergi r
við einstök tækifæri. T. d. haust og vor, þegar ekki
er notuð miðstöðvarhitun, eða í aftökum á vetrum
þegar miðstöðin orkar ekki nógum hita, þá er eink-
ar hentugt að grípa til rafhitunar. — Einnig er hent-
ugt að hafa rafhitun til þess að verma rúm, til vindla-
kveikju og annara smá-áhalda, sem lítinn hita þarf
til í bili, eins og áður hefir verið á vikið.
Hvergi hefir rafmagnið orkað meiri breytingum en
við hregfing alskonar véla. Iðnaðarmenn og smá-
verkstöðvar hafa haft mest not af uppfundningum *
þeim og umbótum, sem gerðar hafa verið í því skyni,
og sumar koma þær einnig að haldi til verkaléttis á
heimilum.
Nú eru t. d. notaðar litlar heimilis-bifvélar til þess
að snúa kjötkvörn og kaffikvörn, þeyta rjóma, skræla