Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1921, Side 73
sinnum stærri. Það, sem bæzt heflr við, er: Croatia
og Slavonia, Slovenia, Bosnia, Herzegovina, Dalmatia,
Istria o. fl. ÖII eru þessi lönd frá Austurríki og Ung-
verjalandi.
Stærðin er um 260 þús. km2 og íbúatala liðugar 14
miljónir. Fiume er hér reiknuð með, en óvíst er þó,
að þeir haldi henni.
Hinar alkunnu kvikasilfurnámur við Idria (i Slavo-
nia) eru nú í Serbíu.
MONTENEGRO
er sem stendur á valdi Serba. Rar var samþykt með
þjóðaratkvæði að hafna konunginum og ganga í sam-
band við Serbíu, en af því að grunur leikur á, að
þjóðaratkvæðið hafi verið nauðungaratkvæði, er ekki
með öllu ráðið um, hvort Montenegro verður sjálf-
stætt riki eða ekki.
SÝRLAND
er nú sjálfstætt ríki, falið gæzlu Frakka. Takmörk
lands ekki ákveðin enn. En ef ríkið á að ná jafn-
langt norður eins og þegar Tyrkir voru yfirráðendur,
mun stærðin vera um 280 þús. km’ og íbúatala 3183500.
TÉKKO-SLOVAKÍA.
Ríkið er kent við hinar tvær aðalgreinar hins slav-
neska kynflokks, sem landið byggja. Tékkarnir (um
7 miljónir) búa í Bæheimi, Mæri (Máhren) og Schle-
síu. Slóvakar (um 3 miljónir) búa í norðurhluta hins
gamla Ungverjalands. Lýðveldisstjórn er í landinu og
lýðveldið er ein óskift heild, að undanteknum Kar-
patahluta Rutheníu, sem á að vera sjálfstæður.
Ringið er í tveim deildum. Forseti ríkisins er kos-
inn af sameinuðu þingi til 7 ára. Hann er æðsti mað-
ur rikisins, aðalherforingi, getur sagt stríð á hendur
o. s. frv.
Meginhluti þjóðarinnar játar rómversk-katólska trú
(43)