Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1921, Blaðsíða 126
A. (við stórkaupmanninn): )»Ertu ekki liraddur um,
að hraðritarinn þinn Ijósti upp sumum leyndarmálum
A'erzlunarinnar, sem þú trúir honum fyrir að rita?«
»Nei, það er engin hætta á þvi«, svaraði kaupmað-
urinn; »eg heíi nú fengið einn, sem ekki getur lesið
orð at' því, sem hann skrifar«.
»Alt fær sá, sem bíður«, muldraði maður við sjálf-
-an sig í veitingasal, — »en hann fær það kalt«.
Hann: »Við erum að stofna liappdrætti í mannúð-
legu skyni. Pað er gamall maður, blásnauðu^. Viljið
þér ekki kaupa einn seðil?«
Hún: »í öllum bænum! Hvað ætti eg svo seni að
gera með karlfauskinn, ef eg skyldí draga hann?«
Bjartsýni. Vesturlieimsmenn eru manna bjarlsýn-
astir og »bregða sér sízt við voveiflega hluti« eða þótt
komið sé í óvænt efni. Þvi til marks er þessi saga:
Maður nokkur datt út um glugga á 20. hæð á stór-
hýsi í New York. Pegar hann féll framhjá opnuw
glugga á 10. hæð, heyrðist hann segja: »011u er óhætt
ennþá!«
Heldri maður einn kom þar að, sem ílakkari nokk-
ari nokkur var að láta hund sinn gera ýmsar listir,
og liöfðu safnast þangað allmargir áhorfendur.
»Heyrið þér, góði maður«, mælti sá, er að kom,
»hvernig farið þér aö kenna hundinum yðar þessar
listir? Eg á hund, en get ekki kent honum að gera
neinar listir«.
Flakkarinn leit upp, liorfði fyrirlitlega á spyrjand-
ann og svaraði: »Velkomið, eg skal segja yður hvernig
þessu víkur við: Pér verðið sjálfur að kunna meira
en liundurinn, því að annars getið þér ekkert kent
,honum«.
(96)