Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1921, Blaðsíða 37
raunsæisstefnu braut, og gerðust ílestir ungir menta-
menn eindregnir áhangendur hans, og fóru jafnvel
margir hverjir enn meir í öfgar en sjálfur foringinn,
sem títt vill verða á peim aldri, er tilfinningahitinn
og kappið er meira en dómgreindin og forsjáin.
Meðal þessara ungu manna voru skáldin Drachmann
og Schandorf, P. Nansen, Gellerup, Jóhannes Jörgen-
sen, Viggo Stuckenberg o. m. fleiri. — Stefna pessi
var ekki að eins gagnstæð og andvig allri rómantík
í skáldskap, liún flutti og þann fagnaðarboðskap,
að maðurinn væri engu og engum háður, ætti að
iifa taumlaus samkvæmt eðlishvötum sínum, og væri
það hinn mesti vottur um oddborgarahátt og þý-
lyndi, að beisla þær eða hefta á nokkurn hátt. Nærri
má geta, að ungum mönnum hafi yfirleitt þótt kenn-
ing þessi fremur gómsæt, enda skipuðu flestir þeir,
er nokkurs máttu sín í andans ríki, meðal yngri
manna, sér undir frelsisfána Brandesar — ekki ein-
ungis skáld og rithöfundar, heldur og líka heim-
spekingar, t. d. Hofding. — Hér við bættist og að
stefna þessi var frjálslynd í pólitík, og var þá full
þörf á slíku í Danmörku. —■ Prátt fyrir öfgarnar
mátti því margt gott segja um stefnu þessa, en þó
fór svo von bráðar, að gáfuðustu mennirnir meðal
þeirra, er fyrst gerðust áhangendur hennar, losuðu
sig úr læðing og gerðust sumir hverjir síðar and-
vígir mótstöðumenn Brandesar, þar á meðal Gelle-
rup og Jóhannes Jörgensen, eða þá viðurkendu að
minsta kosti, að hugsæisstefnan ætti fullan rétt á
sér og urðu til að styðja hana, eins og t. d. Oscar
Levertin í Svíþjóð, þó hann væri vinur Brandesar
persónulega til æfiloka.
Gellerup fór ungur frá Danmörku og ól mestan
aldur sinn í Pýzkalandi. Hann varð einhver hinn
lærðasti og víðförlasti í andans heimi allra danskra
skálda. Einkum hneigðist hugur hans að Austur-
föndum, dulspeki þeirra og trúarkenningum. Hefir
(7)