Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1921, Blaðsíða 36
orð á tungu: »Með hverjum nýjum degi vcrður ver-
öldin einum degi betri«. Hann hefir einnig sagt: »Pað
er sjónhverfing, að stynjandi ambáttir og dýr dragi
heimskvörnina«. Það er svo að orði kveðið oftlega,
að á vorum dögum heyi allir styrjöld við alla; á
slikri vandræðaöld hefir Heidenstam gerst hugrakkur
boðberi manndóms, þreklyndis og starfsgleði.
[Sjá nánara: Ruben G: son Berg: Svenska skalder
frán nittitalet. Tredje uplagan, Stockholm 1915. —
Verner von Ileidenstam av John Landqnist, Stockh.
1909. — Verner von Heidenstam av Göran Lindblad,
Stoekh. 1913].
Páll Eggert Ólason.
Karl Gellerup.
Karl Gellerup er fæddur á prestsetrinu Roholti, 2.
júní 1857, varð stúdent 1874 að eins 17 ára, las síðan
guðfræði og tók embættispróf 1878. Forfeður hans
voru prestar langt fram í ættir. Hann las öllum
stundum í æsku, en tók lítinn þátt í félagslífi með
jafnöldrum sínum. — Mun þetta eigi hafa átt hvað
minstan þátt í því, að skáldskapur hans ber alstaðar
meiri vott um lærdóm en lífsreynslu.
Gellerup tók að vísu fullnaðarpróf í guðfræði, en
hún náði þó engum tökum á honum þá. Hann las
jafnframt þýzka biblíukrítik, enska náttúrufræði og
sökti sér niður í skáldrit ýmsra þjóða. Voru einkum
Schiller og Heine andlegir leiðtogar hans á þeim ár-
um, seinna líka Feuerbach og Wagner.
Hugsæis- eða rómantiska stefnan var á þessum
árum búin að lifa sitt fegursta í Danmörku, eins og
kunnugt er, og Georg Brandes var nýkominn fram á
sjónarsviðið, fullur eldlegum áhuga og sjaldgæfri
mælsku og beitti hvorutveggja til að ryðía nýrri
(6)