Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1921, Blaðsíða 117
þekkir böl og andstreymi lítsins, þekkir eigi hina
hreinu gleði heilbrigðs manns eða verðmæti heils-
unnar. — Af sorgum og sársauka lifsins er samhygð-
m fædd, og dauðinn gerir liflð eftirsóknarvert og
veitir því gildi. — S. P.
t*jóðrækni8félag íslcndinga í Yesturlieimi.
Meðal íslendinga í Vesturheimi hefir hafist mikil
iireyfing síóustu árin til þess að hefja víðtæk og öflug
samtök til viðhalds islenzku þjóðerni þar vestra. Pað
hefir orðið mönnum Ijóst, að frekari aðgerða þyrfti
við en hingað til, ef þjóðernið ætti ekki að glatast
bráðlega. Um þetta var mikið rætt og ritað, og upp
af þvi spratt það, að boðað var til fundar meðal ís-
íendinga i Vesturheimi 25. marz 1919. Fundurinn var
háður í Winnipeg og stóð í þrjá daga. fá var stofnaö
“'Þjóöræknisfélag íslendinga í Vesturheimi«. — Til-
•gangur félagsins er:
1- Að stuðla að því af fremsta megni, að íslending-
ar megi verða sem beztir borgarar í þarlendu
þjóðlífi.
2. Að styðja og styrkja íslenzka tungu og bókvísi í
Vesturheimi.
3. Að efla samúð og samvinnu milli íslendinga aust-
an hafs og vestan.
Það er ætlast til, að sem allra flestir íslendingar
vestan hafs gangi i félagið. Ársgjald fyrir fullorðna
«r 2 dollarar, en fyrir unglinga yngri en 18 ára 25 cent.
Félagið vinnur að framförum og samheldni meðal
fslendinga, og ætlar nú þegar að greiða fyrir þvi, að
unglinjium gefist sem beztur kostur á að læra ís-
lenzku, eftir því sem færi er á.
Féiagið gefur út ársrit til stuðnings og upplýsingar
áhugamálum sínum. Ritið er áisrit, og kostar fyrsta
árið einn dollar. — Ársritið er prýðilegt að öllum
(87)