Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1921, Page 122
»Gefa læknamir yður nokkra von viðvíkjandi rika-
frænda yðar?«
Erfinginn: »Nei, peir segja, að hann geti lifað mörg
ár ennþá«.
A. : »Hversvegna hefur pú svona langt munnstykki?«
B. : »Það er af því, að læknirinn sagði, að ég ætti
að »halda mig sem lengst frá tóbakinu«.
Ættarnafnakerfið auðgað. Einu sinni pá er tilrætt
varð um ættarnöfn sagði drengur nokkur í Reykja-
vík: »Eg vil helzt vera kallaður eftir henni mömnfu
minni og heita Mammon«.
Bóndi nokkur sagði við prest, pá er hann fermdi
síðasta barn hans: »Rakka yður nú kærlega fyrir öll
börnin, prestur minn. Eg verð svo stórfeginn, að pau
eru nú loksins komiu undan guðs og manna fótum«.
Öldruð ógift kona: »Pað er hræðilegt, hvað öllu er
stolið og rænt nú á dögum. Öllu hafa peir rænt og
ruplað frá mér, en mig — mig sjálfa hafa þeir skilið
eftir!«
Frúin: »Pér skilduð við manninn í fyrra og nú er-
uð þið tekin saman aftur«.
Matreiðslukonan: »Já, nú erum við í iippheillu
hjónabandi«.
Dómari (við sökudólg, sem dæmdur er í fangelsi
ævilangt): »Eg vona, að pessi dómur geti orðið yður
til viðvörunar«.
A. : »Eg vildi gefa púsund krónur til pess að eg
pekti pann stað, par sem fyrir mér liggur að deyja«.
B. : »Nú. Hvaða ánægju hefðir pú af pví?«
A.: »Eg mundi aldrei koma pangað«.
(92)