Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1921, Page 121
Barnfóstran: »Barnið var alt i einu horfiðw.
Húsfreyjan: »Pví í ósköpunum leitaðir þú ekki tkl
3ögregluþjóns?«
Barnfóstran: »Nú, ég var hjá einum allan tímann«.
Bóndi nokkur kom austan yfir fjall og hitti vel-
^úinn Reykvíking í Austurstræti. Virtist honum mað-
urinn nokkuð yfirlætismikill, en herti þó upp hng-
ann, ávarpaði hann og mælti:
»Hvaða hús er nú þetta?« —
»Pað er pósthúsið?« svaraði hinn reigingslega.
»Og hvað kostar það nú?« spurði bóndi.
»Pað veit ég ekki!« svaraði sá fíni snubbótt.
»En hvaða hús er þetta?« spurði bóndi.
»Gamli Landsbankinn«, svaraði hinn.
»Og hvað kostar hann nú?«
»Veit ekki«, sagði bæjarmaður.
»En hvaða hús eru þarna?«, spurði bóndi.
»Pinghúsið og dómkirkjan?«
»Og hvað kosta þau?«
»Veit ekki, — hvað haldið þér að ég viti um það?«
sagði bæjarmaður.
»Nú, eigið pér þau ekki?«, spurði bóndi, — »mér
sýndist á yður, að þér ættuð öll húsin hérna«.
Hinn gekk burl.
»Raunveruleg«. list. Málari nokkur sýndi rayndir
sinar og kom þangað listdómari nokkur, athugar
mynd, sem heitir »Hretviðri« og segir:
»Pað fer hrollur um mig allan þegar ég skoða
þessa mynd. Hún er máluð af sannri »raunverulegri«
lista.
»Já«, sagði málarinn dapurlegar, »ég hef nú fengiö
að kenna á því. í gær meðan ég vék mér burlu kom
hingað maður og leit á myndina; hann þreif loð-
kápuna mína, dreif sig í hana og hefir ekki sést
síðan«.
(91)