Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1921, Síða 88
lestir, Spánn með tæpar 700,000 smálestir. Á norður-
löndum er Svíþjóð efst á blaði (tæpar 500,000 smá-
lestir, pá kemnr Danmörk (tæpar 400,000 smálestir),
Finnland (tæpar 300.000 smálestir) og síðast Noregur
(26,000 smálestir), í rúglöndum Evrópu er minst upp-
skera í Noregi og Sviss (40,000 smálestir). Alls heflr
áætluð rúguppskera verið í fyrnefndum rúglöndum
Norðurálfunnar 14,995,000 smálestir. Eftir pessu að
dæma hefði rúguppskera Rússlands petta ár átt að
vera um 17—18 miljónir smálesta.
Borið saman við hinar korntegundirnar er rúgur
frábrugðinn að pví hve fábreyttur hann er. Afbrigðin
eru sárfá. Pá er rúgurinn og frábrugðinn að pví
leyti að sjálffrævun er árangurslaus, en hinar teg-
undirnar, t. a. m. hveiti, er fyrirtaks sjálffrævari.
Rúgurinn er vindfrævari eins og alkunnugt er, og
er pað einkennileg sjón að sjá »hina bylgjandi korn-
stangamóðu« sveipaða i pokumöttli hinna örsmáu,
en óteljanlega mörgu frjókorna, sem vindurinn ber
úr einu axi á annað. Mikið er undir pví komið að
veður sé gott og hagstætt, þegar frævur og fræflar
eru fuilproskaðir, svo að aldinþroskunin verði í
góðu lagi.
2. Bggg er ef til vill einhver hin elsta korntegund.
Leifar af byggi hafa fundist í ævagömlum grafhvelf-
ingum í Eg^^ptalandi, jafnvel frá pví 4 púsund árum
fyrir Krists burð. Frumbyggjar Sviss (vatnabúðamenn)
ræktuðu og bygg á steinöldinni. Einhver hin elsta
tegund byggs er svokallað sexstrent bygg. Tvíraðað
bygg er nokkru yngra og hafa fundist leifar af pví í
hinum jmgri haugum frá dögum vatnabúðarmanna,
en hið venjulega sexraðaða bygg (ferstrenda byggið)
er miklu yngra og finnast engar menjar er bendi á
að pað hafl verið ræktað í fornöld hvorki i Egj^pta-
landi, Ítalíu eða Sviss.
í Norðaustur-Afríku og í löndunum við botn Mið-
(58)