Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1921, Page 44
er finnast á færeyska tungu; eru þeir liðugir og lýsa
djúpri trúrækni; ber hér einkum til að nefna sjö
bænadagssálma. Hann hefir einnig fengist við aö
semja og þýða sjónleika.
Jóannes komst snemma í lögþing Færeyinga. Áriö
1901 var hann kjörinn í þjóðþingið danska og sat á
þingi Dana tit 1906. Þegar Jóannes komst á Danaþing,
voru vinstrimenn teknir við stjórn í Danmörku, og
varð hann brátt vinsæll og hans að góðu getið meðal
þingmanna þar. Hann gaf út 1913 í Kaupmannahöfn:
fœrösk Politik. Nogle Uddrag og Betragtninger (137
bls.). í bók þessari má sjá stefnuskrá hans i stjórn-
málum:
1) Lögþingið sé skiþað þjóðkjörnum fulltrúum og
velji sjálft forseta og varaforseta.
2) Fulltrúi stjórnarinnar hefir rétt til þess að taka
þátt í umræðum á þinginu, en ekki hefir hann at-
kvæðisrétt, nema hann sé jafnframt þjóðkjörinn full-
trúi.
3) Engin lög öðlast gildi, er varða sér-málefni Fær-
eyja, nema því að eins, að þau i heild sinni liafi veriö
samþykt af lögþinginu.
4) Lögþingið getur borið fram lagafrumvörp og lagt
fyrir stjórnina beint til staðfestingar.
5) Lögþingið hefir með eftirliti stjórnarinnar fjár-
veitingarvald um sérfjármál Færeyja. —
Árið 1906, er kosning skyldi fara fram, kom Jóannes
aftur til Færeyja með tilboði frá stjórninni, er laut
að 5. atriði í stefnuskrá hans, fjárhagslegu sjálfstæði
Færeyinga — og varð þá alt í báli og brandi á Fær-
eyjum.
Pá klofnaði þjóðin í tvo flokka, sjálfstjórnarflokk,
sem Jóannes studdi og gerðist oddviti fyrir, og sam-
bandsflokk, sem »vill halda því ástandi, sem er«.
Kirkjubæjarbóndinn féll, og féll svo að sveið.
Síðan börðust sjálfstjórnarflokkurinn og sambands-
flokkurinn um lögþingssætin. Arin liðu og sjálfstjórn-
(14)