Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1921, Side 71
PALESTÍNA.
Bretlandi hafa veriö fengin yfirráð yíir Palestínu í
þeim tilgangi, að þar verði reist á stofn heimkynni
fyrir Gyðingaþjóðina, sem nú er dreifð út um alt.
Stærðin er um 35000 km- og íbúar 675000. Undir
yfirráðum Breta eru þó ekki nema 24000 kms, landiö
vestan við Jórdan, og íbúar voru þar 647850 (1919).
PÓLLAND
var sjálfstætt ríki til loka átjándu aldar. Á fimtándu
öld var PóIIand eitthvert hið mesta menningarríki í
álfunni, en síðan fór því að hnigna og nágrannaþjóð-
irnar skiftu því svo á milli sín. Var því skift þrisvar
(1772, 1793 og 1795). Napóleon mikli rétti því að visu
hjálparhönd, en það var alt ónýtt siðar, er hann hafði
gert því til bóta. Ofurlítið svæði var þó látið sjálf-
stætt (1815) og áttu Prússland, Austurríki og Rússland
að ábyrgjast sjálfstæði þess, en 1835 lögðu Austurrík-
ismenn það undir sig. Pegar ófriðurinn byrjaði 1914
var komin á sjálfstjórn í þeim hluta Póllands, sem
lá undir Austurríki (þing í Lwaw — Lemberg —).
Hinn 5. nóv. 1916 var því lýst yfir af keisara Pýzka-
lands og keisara Austurríkis, að Pólland væri óháð
ríki, en landamerki og stjórnarfyrirkomulag var ekki
ákveðið fyr en síðar. 9. nóv. 1918 var frelsi Póllands
lýst yfir hátíðlega og Pilsudski hershöfðingi gerðist
stjórnandi landsins og kallaði saman þingið, er fól
honum æðstu yfirráðin. 28. júní 1919 var frelsi Pól-
lands viðurkent í Versailles.
Stærð landsins er um 300 þús. km! (óviss enn) og
íbúar eru tæpar 30 miljónir.
Lýðveldisstjórn. Forseti kosinn til 7 ára af þjóð-
inni. Hann er æðsti hershöfðingi, kallar saman þing-
ið og slítur o. s. frv.
(41)